Off road hjólhýsi
Posted: 16.feb 2015, 18:30
Jæja, þá er ég að leggja af stað með næstu dellu.
Vantar gott smíðaverkefni næsta árið eða svo og það er of dýrt að fara í að endurnýja jeppan að svo stöddu þannig að ég hef ákveðið að ráðast í smíði á hjólhýsi.
Hjólhýsið þyrfti að sjálfsögðu að komast allt það sem ég ætla mér að ferðast, til að byrja með innanlands og um hálendið, en síðar meir erlendis sömuleiðis.
Fyrst þurfti að komast að því hvernig "floor plan" ætti að vera. Eftir nokkrar rúllur af málningar tape-i var ég orðin nokkuð sáttur.
Næst er að ákveða hvernig á að smíða hjólhýsið og hef ég skoðað ýmislegt á netinu en finnst ástralinn vera með skemmtilegustu lausnirnar.
Þá er komið að þeim kafla þar sem mig langar að sækjast í viskubrunna ykkar.
Tillaga mín er að smíða galvaniseraða stálgrind c.a. 150mm háa skúffu undir allan vagninn en hafa svo ramman á vagninum sjálfum úr áli.
Festingar yrðu ekkert með ólíku móti en body á bíl, með gúmmípúðum.
Ramminn á húsinu datt mér í hug að vær með 80*40*4mm ál í botninn en annað burðarvirki yrði 40*40*4 eða 50*50*4 eftir því hversu þykka einangrun verður. Þarf samt eh veginn að reyna að passa uppá kuldabrýr og því getur verið að þetta væri best sem skúffa en ekki prófíll.
Ál burðarvirki, styrofoam, álklæðning að utan allan hringinn, botn og þak en eh smá hlýlegra að innan.
31" dekk á sjálfstæðri fjöðrun svipaðri þeirri sem verið er að græja þarna fyrir neðan okkur.
Ýmis önnur atriði sem mig langar að deila er að ekkert gas yrði heldur gólfhiti með lokuðu kerfi og olíumiðstöð, lítil diesel rafstöð til að elda með og hlaða batterí eftir þörfum.
Hólfið fremst er ætlað sem rými fyrir olíumiðstöð, rafstöð og geyma ásamt ýmsu öðru sem maður vill ekki hafa inni hjá sér.
Hvað finnst mönnum um þetta? Er þetta allt í ruglinu eða er ég eh staðar á réttri leið með þetta.
Vantar gott smíðaverkefni næsta árið eða svo og það er of dýrt að fara í að endurnýja jeppan að svo stöddu þannig að ég hef ákveðið að ráðast í smíði á hjólhýsi.
Hjólhýsið þyrfti að sjálfsögðu að komast allt það sem ég ætla mér að ferðast, til að byrja með innanlands og um hálendið, en síðar meir erlendis sömuleiðis.
Fyrst þurfti að komast að því hvernig "floor plan" ætti að vera. Eftir nokkrar rúllur af málningar tape-i var ég orðin nokkuð sáttur.
Næst er að ákveða hvernig á að smíða hjólhýsið og hef ég skoðað ýmislegt á netinu en finnst ástralinn vera með skemmtilegustu lausnirnar.
Þá er komið að þeim kafla þar sem mig langar að sækjast í viskubrunna ykkar.
Tillaga mín er að smíða galvaniseraða stálgrind c.a. 150mm háa skúffu undir allan vagninn en hafa svo ramman á vagninum sjálfum úr áli.
Festingar yrðu ekkert með ólíku móti en body á bíl, með gúmmípúðum.
Ramminn á húsinu datt mér í hug að vær með 80*40*4mm ál í botninn en annað burðarvirki yrði 40*40*4 eða 50*50*4 eftir því hversu þykka einangrun verður. Þarf samt eh veginn að reyna að passa uppá kuldabrýr og því getur verið að þetta væri best sem skúffa en ekki prófíll.
Ál burðarvirki, styrofoam, álklæðning að utan allan hringinn, botn og þak en eh smá hlýlegra að innan.
31" dekk á sjálfstæðri fjöðrun svipaðri þeirri sem verið er að græja þarna fyrir neðan okkur.
Ýmis önnur atriði sem mig langar að deila er að ekkert gas yrði heldur gólfhiti með lokuðu kerfi og olíumiðstöð, lítil diesel rafstöð til að elda með og hlaða batterí eftir þörfum.
Hólfið fremst er ætlað sem rými fyrir olíumiðstöð, rafstöð og geyma ásamt ýmsu öðru sem maður vill ekki hafa inni hjá sér.
Hvað finnst mönnum um þetta? Er þetta allt í ruglinu eða er ég eh staðar á réttri leið með þetta.