Feiti eða vax milli málaðra málma

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá finnzi » 14.feb 2015, 23:56

Sælir/ar

Mig langðir til þess að leita í viskubrunninn ykkar.
Þekkið þið einhver efni (feiti / vax) sem eru sett á milli nýmálaðra járn/blikk hluta til þess að koma í veg fyrir að þar sitji vatn. Mér finnst alveg ferlegt að setja saman bíl þar sem búið er að eiða hundruð tíma í ryðbætingar o.fl. og setja svo hluti saman á þess að setja einhvert vatnsfælandi efni á milli.

kv.




Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá Haukur litli » 15.feb 2015, 01:11

Holrúmavax eda tektíl innan á boddý panela og vaxid á milli.

Svo getur thú sett urethane kítti á samskeytin thegar allt er komid saman til ad hindra ad vatn geti sest í rifuna á milli parta og legid thar.

Mundu bara ad setja tjörumottur eda svipad innan á panelana ádur en thú gludar einhverju efni yfir allt, bíllinn mun virdast mikid théttari og thad verdur mun minni hávadi í bílnum thar sem panelarnir víbra sídur med hægagangi vélarinnar eda vegyfirbordinu. Med ödrum ordum, fyrirbyggdu dósahljódid.

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá Haffi » 15.feb 2015, 11:38

Fluid Film er að koma sterkt inn sem lambafita

Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá villi58 » 15.feb 2015, 13:48

Ég hef farið þá leið að þurka bíl mjög vel og síðan notað Arrow víra og tannafeyti, þetta efni er framleitt fyrir málmhluti sem eru oft í seltu. Efnið fæst hjá Olís og er frekar dýrt en borgar sig vel ef maður vill ekki fá göt á bílinn.

Vandamálið er að finna efni sem smýgur í örsamskeiti t.d. uppábrot í botnum á hurðum, Tectil eða holrúmavax nær ekki þangað sem byrði eru pressuð saman eins og í hurðum, of þykkt og storknar of fljótt (þótti einu sinni mjög gott efni). Smúla alla drullu burt og þurka mjög vel t.d. nota hitablásara og blása á þá staði sem á að verja þangað til að öll bleyta er þornuð, þetta krefst jafnvel nokkra daga í þurki en borgar sig.
Svo er leið sem sumir nota sem er að pensla t.d. hurðar (hurðarbotna) með smurfeyti, það er reyndar ekki sama hvaða feyti er notuð. Ef smurfeyti er notuð og hurð pensluð öll að innan þá fæst líka hljóðeynangrun sem er plús.
Til dæmi sem hefur verið notuð smurfeyti að bretti og fl. að hurðar og bretti sé óryðgað eftir 40 - 50 ár.
Þar sem mikið mæðir á þarf að nota efni sem þolir það, þar dugar ekki það sem ég hef verið að tala um hér að ofan.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá Freyr » 15.feb 2015, 14:11

Tektíll er síðasta efni sem ég myndi nota í þetta.


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá finnzi » 15.feb 2015, 17:13

Sælir og ég þakka góð ráð.

Èg er ekki að meina holrúmsvax eða slíkt, núna er ég að byrja raða ofan í vélar salinn og er að hugsa um þessa feiti / vax þar sem festingar boltast í t.d innribrettin eða þar sem vatnskassin festist að framanverðu.
Viðhengi
image.jpg
image.jpg (132.29 KiB) Viewed 4459 times


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá villi58 » 15.feb 2015, 17:43

finnzi wrote:Sælir og ég þakka góð ráð.

Èg er ekki að meina holrúmsvax eða slíkt, núna er ég að byrja raða ofan í vélar salinn og er að hugsa um þessa feiti / vax þar sem festingar boltast í t.d innribrettin eða þar sem vatnskassin festist að framanverðu.

Það eru til mörg efni sem gætu hentað í svona t.d. það sem er kallað fljótandi pakkningarefni blátt, rautt, það efni er alltaf mjúkt en tollir mjög vel við en ekkert mál að losa frá aftur.
Líka gamla rúðukíttið sem er alltaf mjúkt og örugglega hellingur fleira sem ég man ekki eins og er.


Höfundur þráðar
finnzi
Innlegg: 68
Skráður: 03.okt 2010, 16:45
Fullt nafn: Finnur Ingi Hermannsson

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá finnzi » 15.feb 2015, 17:52

Ég var einmitt búinn að láta mér detta í hug að nota eitthvað sambærilegt og þú nefnir, en helst vill ég nota efni sem hrindir frá sér raka/vatni.
Er ekki til þykkt fluid film ? Þeir sína þetta amk með pennsli.
Koparfeiti gæti jafnvel hentað í þetta ?
Viðhengi
image.jpg
image.jpg (3.79 KiB) Viewed 4422 times

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá Freyr » 15.feb 2015, 21:12

Mig grunar að margt dugi til, koppafeiti, holrýmavax, koparslip o.fl. Hinsvegar gæti verið sterkur leikur að pósta þessu hjá fornbílaklúbbnum, þar eru menn sem hafa meiri áhuga á varðveislu og langtímaendingu en flestir eða allir hér? Hvað segir Elvar um þetta?

Kv. Freyr

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá Startarinn » 15.feb 2015, 23:17

Ég er með dós af efni sem heitir "Kalt asfalt", þetta er ætlað í einhverjar aðgerðir á húsþökum, tengt tjörupappa eða einhverju svoleiðis. ég setti þetta innan í hurðarnar á hiluxinum þegar ég lagaði þær, þetta má þynna með bensíni til að það smjúgi á milli ef þess er þörf
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá jongud » 16.feb 2015, 08:23

Það mætti athuga akrýlkítti. Það límir að vísu svolítið en það er m.a. hægt að þynna það með vatni og bera á með pensli. Svo mætti prófa annað kítti eins og t.d. butyrub.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Postfrá Hjörturinn » 16.feb 2015, 15:03

Tjörukítti gæti komið sterkt inn, ver vel og límir sama og ekkert, færð þetta í wurth og öðrum búðum, mjög þægilegt í meðförum þegar þetta er í kíttissprautu, verra að vera með dollu og maka uppúr henni.
Dents are like tattoos but with better stories.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 47 gestir