Mitsubishi L200 TD hleðslu vandamál

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
trickfields
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2012, 03:03
Fullt nafn: Óskar Ragnarsson

Mitsubishi L200 TD hleðslu vandamál

Postfrá trickfields » 14.feb 2015, 17:45

Daginn
Ég er með L200 disel árg 2000 sem er með leiðindi. Hann er ekki að hlaða og þegar ég mæli strauminn er hann að sýna 9-12 volt, stundum hleður hann eðlilega (14) og stundum ekki neitt. Getið þið sagt mér hvort spennustillirinn sé innbyggður í altanitorinn í þessu bíl eða er hann utanáliggjandi? Hafa menn einhver svör yfir hvað gæti verið að. Ég skipti um altanitor en setti reyndar ekki nýjan í en nýlegan en vandamálið hélt áfram. Gæti verið tilviljun að báðir séu bilaðir.

Kveðja
Óskar




Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Mitsubishi L200 TD hleðslu vandamál

Postfrá Ingójp » 14.feb 2015, 22:03

Ertu búinn að fara yfir jarðsambönd?


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Mitsubishi L200 TD hleðslu vandamál

Postfrá Aparass » 14.feb 2015, 23:44

Það er sambandsleysi í stýristraumnum inn á alternatorinn hjá þér.
Ef hann fær ekki stýringuna þá veit hann ekki að hann eigi að byrja að hlaða.
Þú ert með einn sverann vír í alternatorinn, það er krafturinn frá honum.
Síðan er plögg með tvemur vírum í. Annar vírinn er fyrir viðvörunarljósið/hleðsluljósið og hitt er til að segja honum að byrja að hlaða.
Mældu í plöggið hvort þú sért ekki með kraft á báðum vírunum, getur ekki gert það með prufulampa þar sem það mundi ekki lýsa á þeim sem er fyrir viðvörunarljósið, þarft að nota digital mælir.
Ef þú ert bara með straum á öðrum þeirra og það virkar ljósið í mælaborðinu hjá þér þá veistu að þig vantar stýringuna inn á torinn. Getur þá annaðhvort reynt að finna út hvar hann er í sundur eða hreinlega græjað þér sviss straum inn á þetta og gengið vel frá því.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Mitsubishi L200 TD hleðslu vandamál

Postfrá svarti sambo » 14.feb 2015, 23:54

Það er möguleiki að kolin séu farin að fljóta, eins og það er kallað. Þá ná þau ekki sambandi við kolatorinn vegna skíts t.d. nema bara stundum og stndum ekki.
Fer það á þrjóskunni


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Mitsubishi L200 TD hleðslu vandamál

Postfrá Izan » 15.feb 2015, 00:30

Sælir

Sammála síðasta ræðumanni, kolin búin og að ná sambandi af og til.

Kv Jón Garðar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir