Síða 1 af 1

Sjálfskipting

Posted: 07.feb 2015, 15:00
frá fridfinnur
Sælir, í gær fékk ég check engine og las úr þeim sem P0741 Power train, torque Converter clutch circuit Performence or Stuck Off. Bakkaði í stæðið og fann að skiptingin var seinni til en vanalega. Svo í morgun þá snuðar hún mikið og ískrar í henni svo gripnum var bara lagt aftur. Þetta er líklegast ekki eitthvað sem lagast af sjálfumsér því miður og ég sé fyrir mér seðlana hverfa í viðgerð á þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvort skiptingin sé hrunin eða eitthvað viðráðanlegt. Ég hef reyndar fylgst vel með hitanum á henni þar sem ég er að lesa úr tölvunni meðal annars hitann á skiptingunni og ekkert óeðlilegt verið þar.

Ég sá hér einhverstaðar að menn eru ekki að mæla með umboðsviðgerð á svona frekar að fara í Bifreiðastillingu í Kópavogi eða á Ljónsstaði.

En spurningar mínar eru eftirfarandi:
a)vitið þið hvað þetta gæti verið (þó það mundi ekki gera annað en láta mig lýta vel út þegar ég hringi í verkstæðið)
b) hvað er eðlilegt að svona viðgerð kosti. ( hr. google sagði mér allavega að oft væri mikill munur á þessum viðgerðum)

Um er að ræða Toyotu Hilux 2007 38".

Re: Sjálfskipting

Posted: 07.feb 2015, 15:21
frá olafur f johannsson
Toyota á til svona skiptingu fyrir rétt um 400þús klár í bílinn með converter þetta eru uppgerða skitingar frá Toyota verksmiðju. Færð toyota til að skipta um þetta og gamla skiptingin fer upp í og verður send út og gerð upp þar

Re: Sjálfskipting

Posted: 07.feb 2015, 15:30
frá svarti sambo
Ef þig langar að prófa þig áfram, þá getur þú ath hvort að það sé brunalykt af olíunni og ef ekki, þá getur þú skift um síuna í henni, ásamt því að vera viss um að það sé nægilega mikið magn af olíu á henni og aldurinn á olíunni sé í lagi. Mér skyldist á ljónunum, þegar að ég fór með mína skiftingu til þeirra, að líftíminn á skiftingu, væri svona í kringum 250 - 300 þús km. Og þá væri kominn tími á upptekt. Sjálfsagt misjafnt eftir skiftingum og meðferð. Þekki ekkert þessar toyotu skiftingar.

Re: Sjálfskipting

Posted: 07.feb 2015, 15:40
frá fridfinnur
Þabbla það, þessi er ekin 170þ. Ég lét skipta um olíu á skiptingunni fyrir 3000km síðan svo ég veit að hún er nýleg en hversu mikið er á henni veit ég ekki.

Re: Sjálfskipting

Posted: 07.feb 2015, 16:15
frá olafur f johannsson
Convertin á það til að fara í þessum skiptingum og þá skemmist dælan og það fer rusl inn í allt. svona miða við það sem ég hef skoðað í þessu er ódýrast að fá skiptingu frá toyota í þetta. Er skiptingin farinn að leka fram úr ?? ef það er farið að leka þá er fóðringin og pakkdósin í dælunni farinn og meira búið að skemmast

Re: Sjálfskipting

Posted: 08.feb 2015, 00:04
frá Bskati
Ef skiptingin hjá þér er ónýt þá á ég ónotaða skiptingu úr Lexus sem á víst að passa. Hún heitir A340E, en þú ert með A340F. Sem sagt ekki millikassi á minni.

Fæst á hálfvirði.