Síða 1 af 1

Pittbull dekk?

Posted: 21.feb 2010, 21:06
frá nobrks
Hefur ekki einhver reynslusögur af þessum dekkjum ?!?
Það eru ýmsar spenndandi stærðir í boði s.s. 39,5x16.5-R15 og svo er 42x15-R15 og stór 44x19.5-R15
http://www.pitbulltires.com/downloads/PBSPEC2.pdf

Hvernig er stýfleikinn, akstureiginleikarnir, þröng eða laus á felgum, flot?

Image

Re: Pittbull dekk?

Posted: 21.feb 2010, 21:18
frá jeepson
Ég sé að þarna er hægt að fá 33x14.5-15. Hvað ætli svona dekk kosti hingað komin? Ég var einmitt búinn að finna dekk sem voru í þessari stærð á summitracing.com fyrir 400þús plús mínus hingað komið í gegnum shopusa. Mig langar alveg rosalega í þessa dekkja stærð undir súkkuna mína

Re: Pittbull dekk?

Posted: 21.feb 2010, 21:41
frá Hagalín
Talið við Gunna Egils Icecool. Hann er með þessi dekk......

Re: Pittbull dekk?

Posted: 21.feb 2010, 21:43
frá nobrks
jeepson wrote:Ég sé að þarna er hægt að fá 33x14.5-15. Hvað ætli svona dekk kosti hingað komin? Ég var einmitt búinn að finna dekk sem voru í þessari stærð á summitracing.com fyrir 400þús plús mínus hingað komið í gegnum shopusa. Mig langar alveg rosalega í þessa dekkja stærð undir súkkuna mína


Icecool á Selfossi er með Pitbull dekkin.

Hér eru myndir af 42"
Image
17" felgur
Image

, spurning hvort 39" henti betur í snjó þ.s. þau eru 16.5" á breidd?

mynd 39.5"
Image

Re: Pittbull dekk?

Posted: 21.feb 2010, 22:07
frá Eiríkur Örn
Ekki það að ég hafi eitthvað reiknað út flotið í nákvæmlega þessum stærðum sem þú nefnir en almennt eykst flot meira með hærra dekki en breiðara, þar sem flatarmálið þegar hleypt er úr dekki eykst mun meira fram aftur en til hliðar.

Annars veit ég að hliðaranar í 44" pitbull eru álíka stífar og á 44" DC.

Re: Pittbull dekk?

Posted: 21.feb 2010, 22:45
frá nobrks
Eiríkur Örn wrote:Ekki það að ég hafi eitthvað reiknað út flotið í nákvæmlega þessum stærðum sem þú nefnir en almennt eykst flot meira með hærra dekki en breiðara, þar sem flatarmálið þegar hleypt er úr dekki eykst mun meira fram aftur en til hliðar.

Annars veit ég að hliðaranar í 44" pitbull eru álíka stífar og á 44" DC.


Ég geri mér grein fyrir því að hærra dekk myndar ílangara spor, en svo er spurning hvenær hæðin hættir að nýtast á kostnað mjóleikans og byrja að krumpast asnalega.
39.5 irkoinn er t.d. bara 13.5" á breidd meðan Mödder og GH er 15.5" og DC er 18.5 á breidd.

Ég held að drauma stærðin væri 42x16.5

myndir af 44" teknar af Pittbull á Fésbókinni
Image
Image

Re: Pittbull dekk?

Posted: 21.feb 2010, 23:24
frá nobrks
Video af 42" að leggjast, þetta lýtur nú bara þokkalega út, spóla 3/4
[youtube]<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/5cTXWanmHo8&color1=0xb1b1b1&color2=0xcfcfcf&hl=en_US&feature=player_embedded&fs=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowScriptAccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/5cTXWanmHo8&color1=0xb1b1b1&color2=0xcfcfcf&hl=en_US&feature=player_embedded&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" allowScriptAccess="always" width="425" height="344"></embed></object>[/youtube]

Re: Pittbull dekk?

Posted: 22.feb 2010, 01:43
frá Maggi
Er eitthvað af þessu til Radial?

Ein af ástæðunum fyrir því að mig langar að fara á ókunnar slóðir í dekkjamálum til dæmis í 41" irok í stað 44"DC á næsta bíl er hvað það er ömurlega leiðinlegt að aka um á 44DC en ég veit svo sem ekki hvort það sé eingöngu hægt að skrifa það á að þau eru Diagonal.

Er ekki 6 hjóla raminn á Siglufirði á svona dekkjum, pittbull 44"

kv
Maggi

Re: Pittbull dekk?

Posted: 22.feb 2010, 02:07
frá Kiddi
46" Mickey Thompson eru miiiiklu skemmtilegri en 44" DC á malbikinu, samt eru þau diagonal þannig að já ég held að það sé eitthvað fleira en bara að þau séu diagonal!

Re: Pittbull dekk?

Posted: 22.feb 2010, 21:14
frá nobrks
Maggi wrote:Er eitthvað af þessu til Radial?
kv
Maggi


Jú þau er til radial 41x13.5 sjá síðu nr.2 í PDF í fyrsta pósti

Re: Pittbull dekk?

Posted: 23.feb 2010, 17:20
frá Baldur Örn
Björgunarsveitarbíllinn hjá Árborgarmönnum (F350) er 47" pittbull frá Icecool og voru að virka helvíti vel á Langjökli í leitinni að skosku mæðginunum

Re: Pittbull dekk?

Posted: 23.feb 2010, 18:08
frá lukku.laki
hefur eitthver reynslu af growler 38''????

Re: Pittbull dekk?

Posted: 04.mar 2010, 00:50
frá bragi
Ég hef trú á Growler munstrinu, sérstaklega í snjónum.
Vona að þau komi í 42 og 44 en eins og er, eru þau bara í 38,5 og 47.

Re: Pittbull dekk?

Posted: 04.mar 2010, 09:12
frá Maggi
Bragi, ert þú ekki á 41" Irok?

Hvernig hafa þau reynst?

kv
Maggi

Re: Pittbull dekk?

Posted: 05.mar 2010, 15:17
frá bragi
Ég er mjög sáttur við þau.
Ég hef ekki keyrt þau mikið í snjó eða erfiðu færi, til að reyna verulega á þau, enn sem komið en þau hafa staðist væntingar hingað til.
Vissulega verður maður að læra aðeins inn á þau, þar sem þau eru gróf og grafa sig auðveldlega niður.
Ég valdi 41" sérstaklega þar sem þau eru stærstu radial dekkin sem passa á 17" felgur og eru ekki 10 strigalaga eins og flest annað sem fæst á 17" felgur.
Sem keyrsludekk eru þau bara frábær, hringlótt, gott grip, endast vel og ekkert ógurlegt veghljóð.
Trukkurinn minn er um og yfir 3t í ferð og þau leggjast nokkuð vel, sérstaklega eftir smá tilkeyrslu.
Ég mæli hiklaust með þeim.
Félagi minn var með 42" Irok á 15" felgum og sagðist aldrei hafa drifið eins mikið og á þeim og hefur hann prófað ýmislegt, þmt. DC FCII 44" og segir þau vera griplaus við hliðina á Irok.

Re: Pittbull dekk?

Posted: 06.mar 2010, 00:34
frá lukku.laki
vitiði prísið á 38.5 growler????