Subaru Legacy upphækkunar pæling

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
h.helenuson
Innlegg: 16
Skráður: 14.apr 2014, 19:24
Fullt nafn: Helgi Rúnar Norris
Bíltegund: Legacy 4x4 98árg

Subaru Legacy upphækkunar pæling

Postfrá h.helenuson » 06.feb 2015, 01:18

hver hefur vit á því hvaða grind sé best undir það að hækka hann soldið og hverskonar hásingar.
hef heyrt að stutta land rover grindinn sé best í svona hugleiðingu. en er hægt að pota eitthverri disel vél í þennann rúma vélarsal ?
er mikið í svona pælingum að koma legacyinum hjá mér á 33'' en er ekki að fara útí eitthverja vitleysu og vill fá álit annara fyrst hvort þetta sé
góð hugmynd eða slæm. en allar ábendingar vel þegnar :P



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Subaru Legacy upphækkunar pæling

Postfrá jeepcj7 » 06.feb 2015, 01:54

Allt er hægt það er bara viljinn sem takmarkar.Ef þú ert sæmilegur smiður og vilt endilega nota þetta boddý þá ættir þú að setja einhverjar hásingar (td.patrol) beint undir og styrkja aðeins boddýið/grindina í subaru og jafnvel nota subaru vél kassa(turbostuff) og jafnvel setja (patrol) millikassa við.
En ef þú vilt setja boddýið á grind endarðu með frekar þungan bíl og getur í sjálfu sér notað hvaða grind sem er,ódýrt væri að nota td. pajero eða galloper og stytta/lengja að þörfum ef þú ert með fullt af monning og ert ekki að spá í þyngd þá notar þú land cruiser,rover eða patrol grind og sníður hana undir boddýið.
Ódýrast er að finna sér jeppa helst breyttan og reyna svo að halda honum í standi.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Subaru Legacy upphækkunar pæling

Postfrá Lada » 06.feb 2015, 10:56

Sæll Helgi.

Er þetta ekki svolítið mikil aðgerð fyrir lítinn ávinning? Ef þú ætlar að fara í þá vinnu að setja Subaru á grind og hásingar, myndi ekki borga sig að breyta fyrir alla vega 38"?

Kv.
Ásgeir

Ps. Það er alltaf góð hugmynd að eiga Subaru.


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: Subaru Legacy upphækkunar pæling

Postfrá gudjonarnarr » 07.feb 2015, 22:16

eftir ekkert svo langan tíma þá ég til hilux grind með vél kassa og millikassa. á hásingum, þetta er bíll sem er á 38" í dag reyndar ekki breitingarskoðaður en ég er að fara að nota boddyið á annan bíl, fer vonandi í að rífa af honum boddyið í næstu viku, það gæti ver 1 möguleikinn, þetta er samt 2.4 disel ekki turbo


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Subaru Legacy upphækkunar pæling

Postfrá Játi » 07.feb 2015, 23:29

Það er lítið mál að hækka subaroinn með því að slaka mótornum með motorbitanum og öllu sömuleiðis skiptingunni og aftur subframeinu þú þarft líka að síkka aftari stífufestinguni að framan og demparafestingonum. outbackinn er orginal með eitthverri síkkun á þessu öllu. það er hægt að fá tregðulæsingar í mismunadrifin og á sjálfskiptu bílunum framm undir 2005 (minnir mig) er bara vökva kúppling í staðin fyrir mismunuadrif sem kúpplar inn afturdrifinu þegar sjálfskiptitölvunni henntar en það er hægt að tengja framhjá því og hafa bara takka til að læsa honum í fjórhjóladrifinu. 2005 og yngri sjálfskiptu bílarnir eru með tölvustírðu mismunadrifi sem breitir væginu eftir hentugleika á milli framm og aftur. ég veit ekki hvort það séu til lægri hlutföll í drifin. Það er líka hægt að nota gírkassa með lágadrifi úr eldri bílum (held ég)
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15


makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Subaru Legacy upphækkunar pæling

Postfrá makker » 07.feb 2015, 23:52

skoðaðu hvernig þessi fór að
viewtopic.php?f=5&t=22382


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 40 gestir