Síða 1 af 1

Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 14:27
frá StebbiHö
Sælir spjallverjar.

Er í mestu vandræðum með Grznd cherokie með 4,7 mótor. Hann vill ekki ganga, fer í gang og drepur á sér alltaf eftir svona 3 sec og nægir að svissa af og starta aftur þá endurtekur sagann sig. Hvur fjandinn getur verið að! Hann var rafmagnalaus og getur verið að það sé að hafa einhver áhrif? Málið er að ég bý ekki á landinu og nota þennan bíl ekki mikið en hann er annað slagið í notkun af öðrum meðlimum fjölskyldunar og hefur verið að stríða með rafmagnavesenið.

Með von um að einhver hafi einhvern hafi hugmynd um vandann!!!


Stefán

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 14:38
frá Freyr
Ræsivörnin að hrekkja, prófa að læsa honum með fjarstýringunni og opna aftur, gæti dugað.

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 16:09
frá StebbiHö
Ok ræsivörnin, dugaði ekki að læsa honum og opna aftur, prófaði að aftengja geyminn og opna og læsa aftur, dugaði ekki til. Hvar er hægt að gera til að aftengja svona ræsivörn? Eða fara framhjá?

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 16:31
frá Freyr
Er til annar lykill?

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 16:45
frá StebbiHö
Nei því miður ekki, en er einhver þjófavörn í lyklinum, sýnist þetta bara svona "venjulegur" lykill? Djö getur svona verið pirrandi!

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 16:46
frá StebbiHö
Þetta er 2001 mdl.

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 16:51
frá Freyr
Veit ekki hvernig það er en önnur fjarstýring+ lykill hefði e.t.v. hjálpað

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 19:51
frá andriorn
Hérna er smá umræða um þetta :) 5,2L bíllinn en gæti virkað fyrir þinn
http://www.jeepsunlimited.com/forums/sh ... +318+start

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 21:51
frá StebbiHö
Ekkert þeim trikkum sem ég hef fundið hafa virkað, get að vísu ekki opnað né lokað bílstjórahurðinni, lykillinn er ekki að virka á hurðina. Þá er sjálfsagt að athuga með hvort það sé einhver sem þjónustar Jepp bifreiðar hér á stór Hafnarfjarðarsvæðinu?

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 22:03
frá svarti sambo
Verður þú ekki bara að reyna að koma honum í bíljöfur eða prófa að tala við þá.

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 22:34
frá StebbiHö
Jú sjálfsagt, er umboð/þjónusta þar? Tala við þá á morgun, búinn að finna allrahanda wúdú brögð, og búinn að prófa nokkur án árangurs, svo það þarf sjálfsagt pró í þetta, þakka alla sem veittu stuðning og ráð.

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 05.feb 2015, 23:08
frá sonur
Í öllum mínum skiptum þegar þetta gerðist í hinum ýmsu jeep cherokee-um þá dugði að annaðhvort læsa og aflæsa með fjarstýringunni eða stíga útur bílnum og læsa bilnum með lyklinum bíða í 5-10sec og opna aftur (beið aldrei bara læsti og opnaði aftur) það dugði mér, en svo hef ég lennt í því að bílstjórahurðin gerði ekkert þá varð ég að fara farðegamegin og læsa og aflæsa
þeirri hurð þá virkaði það, svo á að vera rafmagnskassi sem fittar í lófann á þér á stærð hjá hanskahólfinu, hef einu sinni þurft að taka hann úr sambandi með rafgeyminn aftengdann og tengja hann aftur og svo rafgeyminn svo læsa og aflæsa annarri hvorri hurðinni
þá hrökk druslan loksins í gang..

Svo dettur mér annað í hug, getur verið að "P" park rofinn fyrir skiptinguna sé að stríða?
þá prufaru að taka hann úr P og setja í N og prufar að gangsetjann þannig.

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 06.feb 2015, 02:00
frá StebbiHö
Er búinn að prófa hinar ýmsú útfærslur á að læsa og aflæsa, inní bíl, fyrir utan og hvað eina. Hann fer í gang og deyr svo, sama hvort hann er í P eða N, búið að prófa það líka. Ég á eftir að kíkja á þetta box, það verður næsta mál til að prufa og svo að hringa í Bíljöfur.

Kv Stefán

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Posted: 06.feb 2015, 10:11
frá Atli E
Er nánast viss um að þetta sé þjófavörning.
Þá liggur helst undir grun örflagan í lyklinum.

Væri snjalt að hafa samband við lyklasmið sem getur smíðað og forritað bíllykla og fá hann til að forrita upp á nýtt.

Hef lent nákvæmlega í þessu sama með aðra gerðir af bílum og þá var það lykilinn.


Kv.