Síða 1 af 1

patrol 99 2.8 gangtruflanavesen

Posted: 02.feb 2015, 19:54
frá rottinn
Sælir allir. Ég er í vandræðum með pattann minn. Málið er að hann er að missa afl á lágum snúning og koðna niður og drepa á sér. Hann er lengi í gang kaldur sem heitur. Það kemur vond lykt af útblæstri þegar þetta gerist. Engu líkara en að hann sé að drukkna úr olíu. Yfirleitt er hann fínn útá þjóðvegi en drepleiðinlegur innanbæjar. Það er ný gasolíusía, pikkuprörið oní tank er nýtt. Búinn að taka tölvukubbinn úr sambandi en það breytti engu. Tók airflow úr sambandi og breytti það engu nema náttúrulega varð hann enn máttlausari við það..
Hvað er til ráða? Lét tölvulesa hann og kom engin melding þar þrátt fyrir að hann dræpi á sér í miðjum lestri. Er einhver með töfralausnuna handa mér??

Re: patrol 99 2.8 gangtruflanavesen

Posted: 02.feb 2015, 20:34
frá Doddi ´I Eyvík
ertu búinn að blinda EGR ventilinn prófaðu að starta eftir að Abs ljósið slökknar ef hann er leiðinlegur í gang annars lýsir þetta sér eins og olíuverkið sé að fara

Re: patrol 99 2.8 gangtruflanavesen

Posted: 02.feb 2015, 21:42
frá jeepson
Þetta hljómar eins og lélegt olíuverk. Svona lætur bíllinn minn líka. Gengur ílla hægagangin og það tekur upp undir 5mín að koma honum í gang. Prufaðu að láta hann standa í 2 daga. Opnaðu svo húddið og pumpaðu síuhúsið. Ef að þú ert smá tíma að ná upp þrýsting þá er þetta verkið.

Re: patrol 99 2.8 gangtruflanavesen

Posted: 03.feb 2015, 08:15
frá rottinn
EGR. Ég gleymdi honum.. ég ætla að byrja á honum. kærar þakkir

Re: patrol 99 2.8 gangtruflanavesen

Posted: 03.feb 2015, 22:12
frá rottinn
Jæja. Tók nýju hráolíusíuna af í dag og hellti úr henni. í henni var fullt af drullu En þó ekkert svarf. ég hellti hinum ýmsu hreinsiefnum ofan í síuna og setti í gang í 1/2mín til að koma efnunum inní olíuverkið Og látið standa þannig í 2tíma. Þá setti ég í gang aftur og hefur bíllinn verið eins og engill á jólakorti síðan. Er eðlilegur í gang og bara virkar. Sennilega hefur hann tekið fullt af drullu inná sig gegnum gatað pikkuprör og ónýta gasolíusíu með þessum skemmtilegu afleiðingum..