Síða 1 af 1

ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 12:08
frá HummerH3
Næ ekki felgunum undan jeppanum hjá mér....þetta eru ný 33ja og nýjar felgur...búinn að losa rær og sparka og berja á dekk með trékubb eins fast og ég þorði án þess að skémma dekkin eða felgurnar sem eru úr áli...búinn að útsubba allt í wd-40 en ekki haggast felgurnar lausar. Búinn að losa uppá boltum og keyra einsog brjálaður í þúfum...búinn að pumpa dekkin glerhörð og berja og berja..ekki haggast felgurnar lausar...er einhver með töfra lausn handa mér?

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 12:15
frá mikki
spotti i gegnum felguna losa rærnar og toga með öðrum bil til hliðar

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 12:34
frá jongud
Í versta falli þarftu að útbúa einhversskonar risa-dragkló og púlla dekkin af. Ég mæli ekki með því að draga dekkin undan með bíl, betra væri að nota eitthvað með jafnara átaki sem væri auðveldara að stjórna, eins og keðjutalíu eða drullutjakk.

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 13:09
frá Járni
Spennijárn milli felgu og t.d. spindils.

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 14:30
frá Sævar Örn
skrúfaðu rærnar hálfa leið á til baka og taktu ágæta krappa beygju á lítilli ferð

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 16:45
frá rauðhaus
Fardu með bílinn á verkstæðið sem skrúfaði dekkin undir. Ef þú hefur sjálfur skrúfað undir skaltu samt fara með hann á dekkjaverkstæði og leyfa fagmönnum að leysa þetta. Sjálfur hef ég unnið á dekkjaverkstæði í 12 ár og myndi segja að þessar felgur ættu ekki að fara undir aftur þar sem það virðist augljóst að þetta vandamál er komið til að vera. Eru þetta nýjar felgur eða er búið að húða þær?

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 17:09
frá Haukur litli
Ég hef notad plastsleggju og/eda 10kg sleggju med gamalt UHMWPE skurdarbretti á milli felgu og sleggju til ad ná álfelgum og stálfelgum undan bílunum og vörubílunum í flotanum nidri í vinnu. Ekki lemja á dekkid, thó thad sé hardpumpad dreifir thad orkunni of vel. Ad slá á felgukantinn er allt annad mál, thá fer eitthvad ad gerast.

Mundu svo eftir Copaslip-inu næst. ;)

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 18:44
frá HummerH3
Takk fyrir ábendingar..náði þeim loksins af eftir talsvert puð..gat laumað stroffu inni teinana á felgunni og batt svo saman..náði í um 50kg steipuhlunk. setti í likkjuna og tók góða sveiflu..losnuðu eftir nokkur slík högg..vona bara að ég hafi ekki skékt þær..þetta voru nýjar léttmálms felgur sem ég lét breyta um lit á með duft lakki..takk fyrir mig

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 22.jan 2015, 22:56
frá Biggz
Spurning um að pússa niður dufthúðina þar sem felgan sest á hubin. Málin á hub og felgu eru það stíf að duftið gæti verið til vandræða

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 23.jan 2015, 00:14
frá JHG
Ég þekki þetta vandamál, til að koma í veg fyrir þetta þá hef ég notað copperslip á alla kontact fleti, þá er þetta ekki vandamál lengur :)

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 23.jan 2015, 16:32
frá HummerH3
Takk fyrir þetta.. náði dekkjum af en með miklum látum..skékti eina framfelguna og stýrir rattið er ekki leingur rétt...

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 24.jan 2015, 21:27
frá naffok
Og bara svona upp á framtíðina, færð þér sds höggborvél og skellir fleignum í og innan á felguna eins nálægt miðju og þú getur. Felgan losnar fljótt og engar skemmdir ;)

Kv Beggi

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 24.jan 2015, 21:58
frá Óttar
Ágætt að nota álslip á snertifleti. Eini gallinn við það að það er nóg að horfa á dolluna þá er þetta komið út um allt andlit! alveg ferlegt efni að því leytinu til

Kv Óttar

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 25.jan 2015, 00:56
frá lecter
ég hef alltaf náð dekkum af með að slá innan á dekkið eða felguna með goðri sleggju þetta með hamarinn eða múr fleig við nafið innan vert er snjalt lika ef hann kemst að ,,,,,

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 25.jan 2015, 01:12
frá HummerH3
Heyrði mig einginn segja nýjar og ný powder codalar léttmálmsfelgur? Er ekki bara dínamít málið? Ætla að vona að enn séu menn til sem nota ekki stórar sleggjur eða meitla eða annað rusl á viðkvæma og dýra hluti í bílum sínum

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 25.jan 2015, 13:25
frá tommi3520
Ég hef losað svona dekk með því að leggjast undir hann og dúndra með stórum hamar/lítilli sleggju á dekkið sjálft (lem ekki á felguna hún myndi tjónast við það), reyndar var það ekki 33" þannig þar myndi ég líklegast prófa stóra sleggju ef sú litla virkar ekki.

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 25.jan 2015, 17:53
frá Startarinn
Ég veit að málið er leyst en það sem hefur gefist mér best í svona veseni (yfirleitt útaf ryði) er að losa allar felgurærnar hálfhring á því hjóli sem er með skæting, fara pínu hring og taka skarpa beygju. Þannig að ef á t.d. að losa vinsta hjól er tekin hægri beygja. Þetta hefur ekki brugðist mér ennþá

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 25.jan 2015, 23:03
frá HummerH3
Þegar allt annað var búið að bregðast losaði ég á öllum 24 felguboltunum marga hryngi og fór í paris-dakar rallý herna og allt kom fyrir ekki...náði þeim af með að klara stóran wd-40 brúsa og stroffu inní felguteinana og 5-10 högg bundin í risa steipu hnulla...ein felgan er talsvert skökk og stýris rattið fór í rugl..slík voru átökin..aldrei kynnst öðru eins

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 25.jan 2015, 23:26
frá Lada
Sæll

Hvernig var að koma dekkjunum undir bílinn? Runnu þau bara upp á eins og ekkert var, eða var það barningur líka?

Kv.
Ásgeir

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Posted: 25.jan 2015, 23:43
frá HummerH3
Eftir powder codið var miðjuhryngurinn þrongur..þurfti eginlega að herða uppá boltunum til að felgumiðjan færi uppá naf hrynginn...vona að þú skiljir hvað ég meina...tímdi ekki að pússa lakkið í hryngnum en lenti í því nú að brjóta það burt þar sem èg týmdi ekki að pússa í upphafi...vildi ekki særa lakkið til að fá ekki oxun í málminn og flögnun í lakkið en núna sér talsvert á þeim og ein skéktist..en alltaf lærir maður