ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá HummerH3 » 22.jan 2015, 12:08

Næ ekki felgunum undan jeppanum hjá mér....þetta eru ný 33ja og nýjar felgur...búinn að losa rær og sparka og berja á dekk með trékubb eins fast og ég þorði án þess að skémma dekkin eða felgurnar sem eru úr áli...búinn að útsubba allt í wd-40 en ekki haggast felgurnar lausar. Búinn að losa uppá boltum og keyra einsog brjálaður í þúfum...búinn að pumpa dekkin glerhörð og berja og berja..ekki haggast felgurnar lausar...er einhver með töfra lausn handa mér?




mikki
Innlegg: 195
Skráður: 28.okt 2012, 19:07
Fullt nafn: michal leszek kujoth

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá mikki » 22.jan 2015, 12:15

spotti i gegnum felguna losa rærnar og toga með öðrum bil til hliðar

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá jongud » 22.jan 2015, 12:34

Í versta falli þarftu að útbúa einhversskonar risa-dragkló og púlla dekkin af. Ég mæli ekki með því að draga dekkin undan með bíl, betra væri að nota eitthvað með jafnara átaki sem væri auðveldara að stjórna, eins og keðjutalíu eða drullutjakk.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá Járni » 22.jan 2015, 13:09

Spennijárn milli felgu og t.d. spindils.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá Sævar Örn » 22.jan 2015, 14:30

skrúfaðu rærnar hálfa leið á til baka og taktu ágæta krappa beygju á lítilli ferð
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


rauðhaus
Innlegg: 56
Skráður: 11.des 2010, 12:11
Fullt nafn: Jóhann Fannar Gunnlaugsson

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá rauðhaus » 22.jan 2015, 16:45

Fardu með bílinn á verkstæðið sem skrúfaði dekkin undir. Ef þú hefur sjálfur skrúfað undir skaltu samt fara með hann á dekkjaverkstæði og leyfa fagmönnum að leysa þetta. Sjálfur hef ég unnið á dekkjaverkstæði í 12 ár og myndi segja að þessar felgur ættu ekki að fara undir aftur þar sem það virðist augljóst að þetta vandamál er komið til að vera. Eru þetta nýjar felgur eða er búið að húða þær?


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá Haukur litli » 22.jan 2015, 17:09

Ég hef notad plastsleggju og/eda 10kg sleggju med gamalt UHMWPE skurdarbretti á milli felgu og sleggju til ad ná álfelgum og stálfelgum undan bílunum og vörubílunum í flotanum nidri í vinnu. Ekki lemja á dekkid, thó thad sé hardpumpad dreifir thad orkunni of vel. Ad slá á felgukantinn er allt annad mál, thá fer eitthvad ad gerast.

Mundu svo eftir Copaslip-inu næst. ;)


Höfundur þráðar
HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá HummerH3 » 22.jan 2015, 18:44

Takk fyrir ábendingar..náði þeim loksins af eftir talsvert puð..gat laumað stroffu inni teinana á felgunni og batt svo saman..náði í um 50kg steipuhlunk. setti í likkjuna og tók góða sveiflu..losnuðu eftir nokkur slík högg..vona bara að ég hafi ekki skékt þær..þetta voru nýjar léttmálms felgur sem ég lét breyta um lit á með duft lakki..takk fyrir mig


Biggz
Innlegg: 16
Skráður: 16.des 2014, 20:03
Fullt nafn: Birgir Örn Ragnarsson
Bíltegund: Grand Cherokee ZJ
Staðsetning: Kópavogur

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá Biggz » 22.jan 2015, 22:56

Spurning um að pússa niður dufthúðina þar sem felgan sest á hubin. Málin á hub og felgu eru það stíf að duftið gæti verið til vandræða


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá JHG » 23.jan 2015, 00:14

Ég þekki þetta vandamál, til að koma í veg fyrir þetta þá hef ég notað copperslip á alla kontact fleti, þá er þetta ekki vandamál lengur :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


Höfundur þráðar
HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá HummerH3 » 23.jan 2015, 16:32

Takk fyrir þetta.. náði dekkjum af en með miklum látum..skékti eina framfelguna og stýrir rattið er ekki leingur rétt...


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá naffok » 24.jan 2015, 21:27

Og bara svona upp á framtíðina, færð þér sds höggborvél og skellir fleignum í og innan á felguna eins nálægt miðju og þú getur. Felgan losnar fljótt og engar skemmdir ;)

Kv Beggi

User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá Óttar » 24.jan 2015, 21:58

Ágætt að nota álslip á snertifleti. Eini gallinn við það að það er nóg að horfa á dolluna þá er þetta komið út um allt andlit! alveg ferlegt efni að því leytinu til

Kv Óttar


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá lecter » 25.jan 2015, 00:56

ég hef alltaf náð dekkum af með að slá innan á dekkið eða felguna með goðri sleggju þetta með hamarinn eða múr fleig við nafið innan vert er snjalt lika ef hann kemst að ,,,,,


Höfundur þráðar
HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá HummerH3 » 25.jan 2015, 01:12

Heyrði mig einginn segja nýjar og ný powder codalar léttmálmsfelgur? Er ekki bara dínamít málið? Ætla að vona að enn séu menn til sem nota ekki stórar sleggjur eða meitla eða annað rusl á viðkvæma og dýra hluti í bílum sínum


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá tommi3520 » 25.jan 2015, 13:25

Ég hef losað svona dekk með því að leggjast undir hann og dúndra með stórum hamar/lítilli sleggju á dekkið sjálft (lem ekki á felguna hún myndi tjónast við það), reyndar var það ekki 33" þannig þar myndi ég líklegast prófa stóra sleggju ef sú litla virkar ekki.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá Startarinn » 25.jan 2015, 17:53

Ég veit að málið er leyst en það sem hefur gefist mér best í svona veseni (yfirleitt útaf ryði) er að losa allar felgurærnar hálfhring á því hjóli sem er með skæting, fara pínu hring og taka skarpa beygju. Þannig að ef á t.d. að losa vinsta hjól er tekin hægri beygja. Þetta hefur ekki brugðist mér ennþá
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá HummerH3 » 25.jan 2015, 23:03

Þegar allt annað var búið að bregðast losaði ég á öllum 24 felguboltunum marga hryngi og fór í paris-dakar rallý herna og allt kom fyrir ekki...náði þeim af með að klara stóran wd-40 brúsa og stroffu inní felguteinana og 5-10 högg bundin í risa steipu hnulla...ein felgan er talsvert skökk og stýris rattið fór í rugl..slík voru átökin..aldrei kynnst öðru eins


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá Lada » 25.jan 2015, 23:26

Sæll

Hvernig var að koma dekkjunum undir bílinn? Runnu þau bara upp á eins og ekkert var, eða var það barningur líka?

Kv.
Ásgeir


Höfundur þráðar
HummerH3
Innlegg: 182
Skráður: 12.apr 2014, 10:49
Fullt nafn: Einar Evensen
Bíltegund: Hummer h3

Re: ég næ ekki dekkjum undan bíl.....hjálp

Postfrá HummerH3 » 25.jan 2015, 23:43

Eftir powder codið var miðjuhryngurinn þrongur..þurfti eginlega að herða uppá boltunum til að felgumiðjan færi uppá naf hrynginn...vona að þú skiljir hvað ég meina...tímdi ekki að pússa lakkið í hryngnum en lenti í því nú að brjóta það burt þar sem èg týmdi ekki að pússa í upphafi...vildi ekki særa lakkið til að fá ekki oxun í málminn og flögnun í lakkið en núna sér talsvert á þeim og ein skéktist..en alltaf lærir maður


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir