Síða 1 af 1

Fini dæla sem gefst upp

Posted: 18.jan 2015, 18:46
frá raggos
Sælir, ég er með gamla FINI dælu sem lætur þannig að hún dælir á flottum þrýsting í ca 10-15m en eftir það gengur hún á fullum snúning en það kemur lítið sem ekkert loft úr henni.
Þessi dæla lenti einu sinni í sjó en var þrifin upp í kjölfarið og allt er í lagi að því er virðist en þó er búið að fjarlægja relay-ið og power takkann úr henni.
Veit einhver hvað getur verið að hrjá dæluna eða er þetta bara duty cycle tíminn sem er að stoppa mig? þegar hún kólnar þá fer hún aftur að dæla eðlilega. Ég var að velta fyrir mér hvort þetta væri þéttigúmmíið sem hætti að þétta stimpilinn við ákveðinn hita eða álíka. Ég hef reyndar ekki skoðað stimpilinn þegar þetta er að gerast en mótorinn er á fullu. Ágætt að taka fram að þessi dæla er ekki í bílnum, er bara notuð utan bíls í kulda við áfyllingar.

Re: Fini dæla sem gefst upp

Posted: 18.jan 2015, 19:07
frá Sævar Örn
líklega kominn tími á uppgerð, þetta slitnar eins og annað, færð ýmsa smálega hluti í þetta t.d. þéttingar, blöðku og fóðringar í verkfærasölunni

mín fini dæla var misnotuð svolítið þ.e. hún gekk stundum við að pumpa í 3-5 bíla stanslaust enda voru ekki allir með loftdælu, eftir þetta þurfti hún nýja blöðku því hún hreinlega gaf sig og í leiðinni setti ég nýjar fóðringar í stimpilstöngina og þéttigúmí á stimpilinn og feiti sem mælt var með að nota

Re: Fini dæla sem gefst upp

Posted: 18.jan 2015, 19:16
frá Brjotur
Nýjan stimpil og slíf og spurning hvort framhjáhlaupsventillinn sé eitthvað að stríða líka Fossberg er líka með varahluti í Fini dælurnar gangi þér vel :)

Re: Fini dæla sem gefst upp

Posted: 18.jan 2015, 21:38
frá raggos
Takk fyrir svörin. Ég bjóst við að þetta væri ekki normal en þetta er í góðu þar sem dælan var nær dauða en lífi þegar ég fékk hana t.d. brotinn viftuspaðinn sem ég svo skipti út fyrir nýjann.
En ég renni í Fossberg og kíki á varahlutina þeirra :)