ATLAS millikassar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

ATLAS millikassar

Postfrá Ragnar Karl » 18.jan 2015, 09:15

Sælir/sælar

Er ekki einhver hérna heima á klakanum sem hefur fengið sér og er að notast við 4gíra Atlas millikassan frá Advans adapters?
Fyrir einhverjum árum var á ferðinni Hvítur Suburban á 49" sem mér skilst að hafi verið með svona kassa, en það er sá eini sem ég man eftir.

endilega ef þið hafið einhverja reynslu af þessu dóti þá deilið.

kv. Ragnar Karl




lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: ATLAS millikassar

Postfrá lecter » 18.jan 2015, 13:52

líklega hefur það verið billinn sem krisján smiður smiðaði hvar sá maður er i dag veit ég ekki en kanski Biggi i formverk viti hvar hann er i dag


rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: ATLAS millikassar

Postfrá rockybaby » 18.jan 2015, 14:20

Sælir ,Stjáni braut þennan millikassa í drasl


rockybaby
Innlegg: 106
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: ATLAS millikassar

Postfrá rockybaby » 18.jan 2015, 20:42

Sælir afþví sem ég hef skoðað og lesið mér til um þá sýnist mér Stak millikassinn 3 gíra vera mun henntugri


Höfundur þráðar
Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

Re: ATLAS millikassar

Postfrá Ragnar Karl » 19.jan 2015, 11:09

nú er þetta dót í mörgum kanabílnum á 54" og miljón og eitt hestafl í húddinu og heitir það sterkasta. Hvað olli því að þessi kassi brotnaði í Subbanum?
Heirði einhverntíman að þetta væri einsog að vera kominn 60ár aftur í tíman varðandi söng og hvernig það væri að skipta þessu.

Hafa ekki fleirri lagt í þessa fjárfestingu? þetta er jú hellings aur ef maður léti vaða í eitt svona box.

kv.. Ragnar Karl

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: ATLAS millikassar

Postfrá Kiddi » 19.jan 2015, 16:51

Hönnunin er svipuð og á gamla ofmetna Dana 300 nú síðan er kominn milligír framan við hann (plánetugír). Ég er persónulega ekki spenntur fyrir svona kössum. Var með Dana 300 og fannst hann leiðinlega stirður og þungt að snúa honum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: ATLAS millikassar

Postfrá Stebbi » 19.jan 2015, 20:06

Afhverju í ósköpunum viltu fara hægar Raggi?? Fór Jónas svona illa með þig niður Eyjafjallajökul hérna um árið að þú þorir ekki upp fyrir 50 lengur. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

Re: ATLAS millikassar

Postfrá Ragnar Karl » 15.nóv 2015, 15:25

Er það virkilega þannig að það hefur aðeins einn svona kassi verið keyptur til landsins? tveggja eða 4 gíra hefur enginn annar prófað þetta?


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: ATLAS millikassar

Postfrá Stjáni Blái » 15.nóv 2015, 17:28

Minnir að það sé atlas millikassi í svörtum Willys CJ6 hér heima sem er með 630 hö 472 cid Small Block Chevy. Síðan er svona kassi að fara í grænan FJ40 krúser á Akureyri með 598 BBC


Höfundur þráðar
Ragnar Karl
Innlegg: 72
Skráður: 23.apr 2010, 21:44
Fullt nafn: Ragnar Karl Gústafsson

Re: ATLAS millikassar

Postfrá Ragnar Karl » 15.nóv 2015, 17:45

Stjáni, Veistu hvort þetta eru 2 eða 4 gíra kassar sem eru að fara í þessa bíla.

Væri gagnlegast að fá bara nafn og númer hjá einhverjum sem er með svona í bíl hjá sér til að hringja í kauða og fræðast um og fá álit.

kv. Ragnar Karl


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir