Breyta xj cherokee fyrir 36"

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá redneck » 18.jan 2015, 00:20

Góđan daginn, mig vantar smà upplýsingar međ ađ breyta XJ cherokee fyrir 36" međ möguleika à 38", er skifting og hàsingar ađ þola svona breytingu àn mikillar styrkingar? Öll ràđ og upplýsingar vel þeginn, međ fyrirfram þökk, redneck




lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá lecter » 18.jan 2015, 03:18

ég breytti svona bil i 36 smá hækkun á gormum og 38" kantar frá Gunnar úrklippa ekkert meira 4L velin ræður alveg við 36" án driflækkunar 38" mæla menn með að lækka hlutföll 4,10 eða 4,56 svona til að halda eiðslu i lágmarki i vegar akstri ef farið er i 5;38 ertu með mun meiri snúning á vél kjör snúningur usa véla lika allra v8 véla er 1400 á 100km hraða eða lægra það þýðir 14L allt upp fyrir það er 1 L meira fyrir hver 100rpm svona set ég upp mina putta kenningu eins fyrir hverja gráðu sem tímagír er slitinn er 1-2 liter 5gráður slit er um 5-8 litrar það munar um það ,,,
hásingar halda alveg ef 4l vélin er original ,, sumir eru á 44 dana að aftan ef þeir voru með dráttar pakkann ,,

minn braut ekkert en losaði felgu einu sinni sem skemdi boltagötin þetta eru litil nöf sem þarf að herða upp á eða taka reglulega á ég átti hann i um 2 ár

þú breytir honum bara hendir dekkjunum undir

td scout 2070kg á 44" er með 4;56 hlutföll ekið á 90-100 16L eiðsla minnir að rpm sé um 1600rpm v8 304 nalla vél


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá tommi3520 » 18.jan 2015, 23:55

Held að það þurfi að færa afturhásingu aftar fyrir 38"

Átti svona bíl á 36", fáránlega skemmtilegur bíll. 4l vélin skítsama um dekkin

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá Freyr » 19.jan 2015, 01:24

1400 rpm er ekki kjörsnúningur fyrir 4 l. cherokee á þjóðvegahraða, vélin er að skíta á sig á þeim snúningi á þeim hraða og heldur honum ekki nema e.t.v. undann vindi á jafnsléttu. Um 2.000 rpm er nær lagi, þá heldur hann 4. gír sæmilega (sjálfskiptur bíll). 4,56 eða 4,88 eru fín fyrir 38" dekk. 4,88 gefa skemmtilegri virkni en eru töluvert viðkvæmari í framdrifinu en 4,56. Hlutföllin eru ekki það dýr að ef það á að nota bílinn meira en örsjaldan þá borgar sig að skipta. Setti svona bíl á 38" á org. hlutföllum og það gekk alveg en hann hélt 4. gír mjög illa og eyddi nokkrum lítrum meira á hundraðið en aðrir xj á 38" sem ég hef átt á 4,56 og 4,88 drifum. 5,38 eru einfaldlega ekki í boði í bílinn hjá þér því framdrifið er reverse og 4,88 er það lægsta sem býðst í það.

Varðandi afturhásinguna þá er ekki nauðsynlegt að færa hana en vissulega er það betra, hef sett svona bíl á 38" án færslu.

Í það heila þá þolir bíllinn 38" dekk vel og ef þú ætlar ekki í þeim mun meiri stökkæfingar og álíka þá dugar orginal kramið. Hef tekið nónokkur flug á mínum cherokee-um og sloppið en það hefur örugglega verið mjög tæpt.

Kv. Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá jeepson » 19.jan 2015, 19:30

Ég átti óbreyttan cherokee 91árg limited XJ bíll. 1750sn á 100km hraða í hæðsta gír. Hann var sjálfskiptur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


hjalti18
Innlegg: 307
Skráður: 13.feb 2011, 20:41
Fullt nafn: hjalti bergsteinn bjarkason

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá hjalti18 » 20.jan 2015, 00:19

Mér langar þá að fá að vita hvar er best að fá hlutföll í þessa bíla ég er með ein árg 1987 xj 4L ssk og það er ekkert búið að breytta honum til þess að gera nema lífta honum pínu og er með hann á 35 tommu en langar að setja 38 tommu undir hann og svo langar mig líka vita hvernig læsingar mundu þið setja í svona bil


Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá redneck » 21.jan 2015, 22:40

Takk fyrir mjög fróđleg svör


Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá redneck » 21.jan 2015, 23:41

Já gleymdi einu, hvar fær mađur upphækkunarklossa í xj? Og hvađ er hægt/ má hækka mikiđ án þess ađ þurfa ađ fara í svakalegar breytingar eđa smíđi? Afsakiđ spurningaflóđiđ, er soldiđ nýr í þessu

User avatar

ormara
Innlegg: 15
Skráður: 09.okt 2013, 21:05
Fullt nafn: Ormar Agnarsson
Bíltegund: Jeep Cherokee 4.0 91
Staðsetning: 220 Hafnarfirði

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

Postfrá ormara » 22.jan 2015, 00:11

Sælir
Veit um einn 91' xj 4.0 sem var settur á 35" án þess að vera nokkuð átt við hæðina á honum né færslu á hásingum, bara skorið vel úr að framan og aftan, dálítil smíði er við að loka brettum að aftan. Þessi rekst hvergi í nema bíll fjaðri í mikilli beygju.
Þessi bíll ætti að geta tekið 36" dekk og svo 38" með e-h upphækkun.

Svo fer þetta mikið eftir breidd og backspacei á felgum, dekkjum og hvort bíll sé siginn á gormum/fjöðrum.
Jeep Cherokee 91' 38'' 4.0 ho


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir