Síða 1 af 1
4Runner drifskaft í 90' hilux xCab?
Posted: 13.jan 2015, 18:55
frá aggibeip
Sælir.
Hafið þið einhverja reynslu af því að skipta út tvískipta aftur skaftinu í hilux xcab fyrir einfalt skaft úr 4runner?
Hvernig hefur það verið að koma út?
Er það eitthvað verra en að hafa upphengjuna?
Mbk.
Re: 4Runner drifskaft í 90' hilux xCab?
Posted: 13.jan 2015, 20:15
frá Startarinn
Þessi sköft passa ekki á milli, 4runner er miklu styttri milli hjóla, þessvegna er enginn upphengja í honum.
Ég er ekki með upphengju hjá mér, en ég er líka með auka gírkassa, þannig að núverandi skaft er litlu lengra en aftara skaftið var
Re: 4Runner drifskaft í 90' hilux xCab?
Posted: 13.jan 2015, 20:47
frá aggibeip
Startarinn wrote:Þessi sköft passa ekki á milli, 4runner er miklu styttri milli hjóla, þessvegna er enginn upphengja í honum.
Ég er ekki með upphengju hjá mér, en ég er líka með auka gírkassa, þannig að núverandi skaft er litlu lengra en aftara skaftið var
Veistu hver lengdin á runner skaftinu er í cm?
*Edit* Nú var ég að tala við gæja sem á 4Runner og hann vill einmitt meina að þetta smellpassi á milli..
Re: 4Runner drifskaft í 90' hilux xCab?
Posted: 14.jan 2015, 17:57
frá Startarinn
Ef þú ert svona viss skaltu bara prófa, eftir stendur að lengd milli hjóla á 4 runner er MIKLU styttri en á Hilux xtra cab
Ef þú værir að tala um hilux double cab gengi þetta kannski
Gangi þér vel
Re: 4Runner drifskaft í 90' hilux xCab?
Posted: 14.jan 2015, 18:08
frá aggibeip
Startarinn wrote:Ef þú ert svona viss skaltu bara prófa, eftir stendur að lengd milli hjóla á 4 runner er MIKLU styttri en á Hilux xtra cab
Ef þú værir að tala um hilux double cab gengi þetta kannski
Gangi þér vel
Ég er viss um að þú hafir rétt fyrir þér og ætla ekki að spá í þetta frekar :)
Þakka þér fyrir hjálpina :)