Síða 1 af 1

Vitara 97 vill ekki starta

Posted: 12.jan 2015, 20:43
frá dQor
Góðan daginn, er í smá basli með súkkuna mína (stutt 97 vitara, 1600 bensín).


Skrapp á henni um daginn út í búð, keyrði u.þ.b. 500 metra og drap á bílnum. Fimm mínútum seinna vildi bílinn ekki starta.
Þegar ég sný lyklinum þá koma ljósin í mælaborðinu mjög hægt í ljós og frekar dauf og síðan heyrist svona hratt "tikk" í relayi – að því er virðist undir mælaborðinu.

Þegar ég sný lyklinum lengra og starta þá slokknar á öllu og ekkert gerist og það heyrst ekkert í startaranum eða startpungnum.

Hélt fyrst að bíllinn væri rafmagnslaus og fékk start en það breytti engu.
Hefur einhver lent í þessu eða hefur hugmynd um hvað þetta gæti verið? Það sem mér dettur helst í hug er sambandsleysi eða ónýtt relay en allar tillögur og hugmyndir um hvar væri best að byrja bilanaleitina eru vel þegnar.

mbk. Dagur

Re: Vitara 97 vill ekki starta

Posted: 12.jan 2015, 21:32
frá emmibe
Í minni Súkku var það startarinn, reif hann í tætlur og þreif hann (var svakalegar skítugur)og allt í fínu lagi síðan. Hann var einmitt farinn að svíkja stöku sinnum.

Re: Vitara 97 vill ekki starta

Posted: 13.jan 2015, 01:24
frá svarti sambo
Byrja á þessu einfalda. Hreinsa geymasambönd og svo póla á startara. Til að tryggja góða leiðni.

Re: Vitara 97 vill ekki starta

Posted: 14.jan 2015, 23:39
frá Lindemann
athuga jarðtengingar, gæti hafa hrokkið í sundur eða losnað.