Síða 1 af 1

drifkögglar í hilux

Posted: 07.jan 2015, 20:54
frá tinytitties
Sælir, hvernig er það er ekki einhver með það á hreinu hvort afturdrifsköggull úr hilux passi í framdrifið á hilux hásingabíl?

Re: drifkögglar í hilux

Posted: 07.jan 2015, 20:57
frá draugsii
Það á að passa saman ég er allavega með köggul úr framhásingu í afturhásingunni hjá mér

Re: drifkögglar í hilux

Posted: 07.jan 2015, 21:01
frá tinytitties
Og fór hann bara beint í?

Re: drifkögglar í hilux

Posted: 07.jan 2015, 21:07
frá BragiGG
Þetta smell passar á milli fram og aftur..

Re: drifkögglar í hilux

Posted: 11.jan 2015, 23:46
frá Valdi B
smell passar, nema ef þú ætlar að setja köggul sem er með original raflásnum, í framhásingu, þá þarftu að skera smá úr húsinu á hásingunni (gatinu á húsinu sem köggullinn sest í) en það er ekkert mál og þarf ekkert að sjóða eða neitt, bara skera smá bút úr svo köggullinn passi í . býst við því að það sé eins ef á að setja svoleiðis köggul í afturhásingu sem er ekki original með raflás.

Re: drifkögglar í hilux

Posted: 12.jan 2015, 06:33
frá villi58
Þarf líka lengri pinnbolta þeim megin sem læsingamótor er, man ekki lengd en örugglega helmingi lengri. Þetta eru 2. stk. pinnboltar.