Síða 1 af 1
Prófílbeysli 2 - 3 göt
Posted: 06.jan 2015, 19:20
frá Þráinn
Daginn.
eru menn með einhvað staðlað bil á milli prófíla ef að það er fleyrri en 1 prófíl eða er þetta eftir henntugleika hverju sinni?
Re: Prófílbeysli 2 - 3 göt
Posted: 06.jan 2015, 21:42
frá Freyr
Hef séð margar útgáfur, en ef einhver útfærsla er algengari en önnur er það væntanlega frá Prófílstál komið svo ég myndi spyrja þá.
Re: Prófílbeysli 2 - 3 göt
Posted: 07.jan 2015, 08:21
frá jongud
það er örugglega allur gangur á því, og eins og þú segir "eftir hentugleika".
Það er yfirleitt 1 í miðju og svo getur bilið að hinum farið eftir því hversu breitt spil maður er með í miðjutenginu.
Ég sá eina útgáfu þar sem eitt var í miðju og 2 önnur alveg yst, og þá var búið að útbúa stykki sem var hægt að setja í prófílin svo að drullutjakkur gæti lyft þar. Þá var ekki neitt drullutjakksdæmi sem skagaði undan stuðaranum.