Síða 1 af 1

Cherokee '96 4ltr tekur ekki gjöf

Posted: 25.des 2014, 19:07
frá Guðmundur Ingvar
Einsog titillin segir, þó er ég ekki að tala um jólagjöf.
En svo það komi framm strax er ég ekki farinn að lýta neitt á bílinn að ráði. Systir mín er búin að vera að nota bílinn og hún hafði einusinni lent í því að hún var að keyra, svo ætlaði hún að bæta í ferðina og gaf vel inn og þá kokaði bara bíllin. Svo var ég að nota hann í gær og þá gat ég ekki keyrt nema bara á mjög lítilli gjöf. Ef maður ætlaði að flýta sér og gefa meira í kokaði bílinn bara og bætti nákvæmlega ekkert í ferðina. Hann drap samt aldrei á sér, ekki heldur þó hann gengi bara hægagang, þó það munaði óneitanlega stundum litlu, semsagt hálf óhreinn hægagangur. Og þegar bílinn var stopp og í parkinu og maður gaf í botn þá rokkaði mótorinn milli sirka 3000 og 2000 snúninga, alveg eins og maður væri að pumpa gjöfina.
Það sem ég var búin að gera var;
Skipta um kveikjuhamar, þrífa kveikjulokið og rakaverja það og þræðina með.wd40. Sem breytti engu.
Hefur bensíndælan ekki verið að fara í þessum bílum? Eða er einhver skinjari líklegri? Eða er ekki neitt líklegra en annað? Maður heirir í bensíndælunni þegar maður svissar á.
Kv. Guðmundur

Re: Cherokee '96 4ltr tekur ekki gjöf

Posted: 25.des 2014, 19:57
frá Victor
Ath með TPS skynjaran, þetta var vandamál hjá mér og hann kveikir ekki check engine ljósið þó svo að hann sé ekki að gefa rétt skilaboð, man ekki hver föstu gildin eru í honum en þú getur mælt hann með einföldum rafmagns mæli.
gangi þér vel

Re: Cherokee '96 4ltr tekur ekki gjöf

Posted: 25.des 2014, 22:38
frá haukur p
skiftu um bensindælu.þetta lisir sér allveg eins og i grandinum sem ég átti
kv

Re: Cherokee '96 4ltr tekur ekki gjöf

Posted: 30.des 2014, 13:13
frá Guðmundur Ingvar
Setti í gang áðan, í frostlausu og allt í himna lagi. Var samt búin að setja ísvara í benzínið. Ætla að prófa að skipta bara um benzínsíuna og fylla tankinn og vita hvort allt verður ekki í blóma á eftir

Re: Cherokee '96 4ltr tekur ekki gjöf

Posted: 12.jan 2015, 10:04
frá Guðmundur Ingvar
Það er best ég deili með ykkur hvað ég tel að hafi verið að bílnum, þó það hafi ekki verið merkilegt.
Ég keyrði hann ca 25km og allt í lagi, fyllti hann af bensíni, og þá hitti þannig á að hann fór að verða hálf kraftlaus. Ég fór í fílu og lét hann eiga sig í nokkra daga. þá skipti ég um bensín síuna og það virðist hafa verið það sem var að allan tímann. Ég er að vísu ekki búinn að keyra hann mikið en samt ca 60km með þungum bensínfæti, og ekkert hik. Svo ég er bjartsýnn á að hann sé kominn í lag.