Síða 1 af 1

A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 12:49
frá Sævar Örn
Sælir félagar, var að gera eitthvað sem ég hef ekki spáð mikið í áður og þarf því smá ráðleggingar

Var í Fordinum að tengja AC dæluna inn á kút og með pressustat, stillti pressustatið á 90psi og sé að hún fer léttilega svo hátt í þrýsting, hljóðið breytist ekki neitt og nálin á mælinum hoppar ekkert meira á 90 psi en 10psi svo það er minn skilningur að hún sé ekki farin að erfiða við þennan þrýsting, þó hitnar hún talsvert


Hvað eru menn að pressa miklu inn á kútana með AC? Slöngurnar og kúturinn sem ég er með þola 18 bar og 30 bar, næ að skjóta einu dekki í c.a. 15psi með fullri kúthleðslu á 90 psi, en væri flott að geta fullpumpað eitt ef það væri í lagi að láta þrýstinginn t.d. upp í 150?

Image

kv. Sævar

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 13:17
frá Startarinn
Dælurnar eiga að þola þetta, þær vinna oft á þessum þrýsting sem aircon dælur, en aftur á móti hitnar dælan meira þegar þrýstingurinn er hærri og þá þarf smurningin að vera betri.

Í stuttu máli þá er þetta hægt en styttir líftíman til lengri tíma litið.

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 13:29
frá Sævar Örn
Já ég held ég sætti mig bara við að vera örlítið lengur að fullpumpa,

hugsa að ég sé uþb. 10-15 mín að fullpumpa 4 46" dekk í hægagangi, væntanlega helmingi sneggri á helmingi hærri snúning, þá er spurning hvort ekki borgi sig að útbúa handinngjöf svo hann gangi 2500 sn/mín ?

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 13:55
frá hobo
Það munar ótrúlega miklu að bæta aðeins við snúninginn, þó það sé ekki nema upp í 1500 sn/min

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 14:23
frá Aparass
Það eru til pressustöt sem flestir nota og þar getur þú stillt þrýstinginn sem þú villt hafa og síðan fer dælan aftur í gang þegar þrýstingur er fallin niður um t.d. 2 bör sem er algengt en síðan eru líka til pressustöt þar sem þú getur still sjálfur efri og neðri mörk og það mundi öruglega henta betur í þessu tilfelli þar sem þá gætir þú haft efra markið t.d. 10 bar og neðra 6 bar. þá fær pressan alltaf lengri tíma til að hvíla sig á milli þess sem hún fer í gang.
Á hinum er bara tveggja bara munur svo dælan er nánast alltaf í gangi til að geta haldið því.

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 14:34
frá biturk
Væri hægt að nota arb dælu til að dæla á kút og koma lofti í 33" dekk á eðlilegum tíma?

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 15:26
frá eyberg
Hvar fær maður þessi pressustöt sem þú ert að tala um hér að ofan?

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 15:51
frá jeepcj7
Ekki spurning að bæta aðeins við snúnunginn afköstin margfaldast en hvað ertu að keyra á miklu lofti? ég er að keyra minn 3 tonna + hlunk á svona 15-18 pundum.
Arb dælan er alveg þrældugleg með mikinn þrýsting en agalega lítið magn það er mikið þolinmæðisverk að pumpa í dekk með henni en alveg hægt ef ekkert liggur á.
Pressostat færðu í td.Landvélum og Barka

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 16:27
frá Hagalín
jeepcj7 wrote:Ekki spurning að bæta aðeins við snúnunginn afköstin margfaldast en hvað ertu að keyra á miklu lofti? ég er að keyra minn 3 tonna + hlunk á svona 15-18 pundum.
Arb dælan er alveg þrældugleg með mikinn þrýsting en agalega lítið magn það er mikið þolinmæðisverk að pumpa í dekk með henni en alveg hægt ef ekkert liggur á.
Pressostat færðu í td.Landvélum og Barka



Hrólfur, þú átta að fara upp í 20-22. Ég var með minn í því og hann haggaðist ekki út á vegi og eyðslan var bara best þannig.

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 16:36
frá Brjotur
Sammála kristjáni hérna 20 psi á svona truck :) og Sævar ég held að þú sért að fara að nota alltof mikið loftí dekkin miðað við hvernig þú talar :) ég er með 14 psi í götuakstri undir pattanum hjá mer og er bara æðislegt :)

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 16:37
frá Sævar Örn
Ég hef ekki prófað að keyra nógu mikið, en ég tel líklegt að fullpumpað sé sirka 18psi

Eins og áður segir með mínum 15 lítra loftkút við 90 psi næ ég að freta 15 psi í eitt dekk

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 16:48
frá ellisnorra
Ef þú vilt hafa forða til að skjóta í fleiri en eitt dekk þá ættiru að bæta kútum við í staðinn fyrir að auka þrýstinginn. Þá nýtiru tímann á akstri til að safna fullt af lofti og ert fljótur að pumpa í dekkin. Færð mikið betur með dæluna með auknum forða heldur en auknum þrýstingi.

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 24.des 2014, 16:54
frá Sævar Örn
Já vitaskuld er það mun betri lausn, ég ætla að kanna hvort ég komi öðrum kút fyrir einhversstaðar

Ég var vanur að vera c.a. 20-30 mín að dæla í 38" dekk svo ég hlýt að hafa þolinmæði í þetta

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 25.des 2014, 00:41
frá olei
Ef þú ert með skáplans Air Con dælu þá mæli ég með því að stilla þrýstingnum á henni í hóf. Þó að þær vinni undir talsverðum þrýstingi í kælikerfinu þá eru þær bæði mun betur smurðar og kældar þar - en þegar verið er að nota þær sem loftdælur. Fyrir þessar dæmigerðu liggjandi skáplansdælur virðist veiki hlekkurinn vera smurningin þar sem stimpilstengurnar mæta skáplaninu. Það gefur auga leið að aukinn þrýstingur á dælunni eykur álagið á smurfilmuna einmitt þar + að aukinn hiti fylgir auknum þrýsting sem líka spillir fyrir smurningunni.

Persónulega er ég ekki viss um að ég mundi tengja slíkan grip við kút eða pressurestat yfirleitt. Láta hana bara blása gegnum opinn pumpustút þannig að hún sæi aldrei meiri þrýsting en er í dekkjunum. Nota svo litla rafmagnsdælu fyrir læsingar ef þær eru fyrir hendi.

Re: A/C dælu breytt í loftpressu

Posted: 25.des 2014, 09:30
frá alvegsama
Hagalín wrote:
jeepcj7 wrote:Ekki spurning að bæta aðeins við snúnunginn afköstin margfaldast en hvað ertu að keyra á miklu lofti? ég er að keyra minn 3 tonna + hlunk á svona 15-18 pundum.
Arb dælan er alveg þrældugleg með mikinn þrýsting en agalega lítið magn það er mikið þolinmæðisverk að pumpa í dekk með henni en alveg hægt ef ekkert liggur á.
Pressostat færðu í td.Landvélum og Barka



Hrólfur, þú átta að fara upp í 20-22. Ég var með minn í því og hann haggaðist ekki út á vegi og eyðslan var bara best þannig.



Pressostat fæst í Þór ehf á ca 3500kr með afloftun.