Síða 1 af 1

Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 17.des 2014, 08:37
frá jongud
Ég tók eftur undarlegum rafmagnsdraug í mínum fjallabíl, Land cruiser 90 í gær, þegar ég sótti hann á verkstæði.
Það logaði rauða ljósið í mælaborðinu fyrir opna hurð, en þegar ég steig á bremsuna þá hvarf það.
Ég ákvað að stoppa ekki í slabbinu heldur keyrði heim og athugaði allar hurðir. Allar vel lokaðar og skipti engu hvort ég ýtti pinnarofunum í hurðunum lengra inn. (Rauða ljósið varð kannski örlítið daufara).
En svo tók ég eftir því að loftljósið logaði ekki, (enda hafa þeir á verkstæðinu ekki viljað hafa það logandi að óþörfu) svo ég setti rofan á "door" stillinguna. Þá slokknaði rauða ljósið ef ég lokaði öllum hurðum!

Ætli þetta sé eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af, eða á maður bara að hafa loftljósið stillt á "door"?

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 17.des 2014, 19:40
frá bjarni95
Ég hef lent í svipuðu, þá var smá raki inn í einum rofanum og útleiðslan var næg til að kveikja litlu mælaborðsperuna en ekki inniljósið, svo ef ljósið er á Door þá er þessi litla útleiðsla ekki næg til að kveikja bæði mælaborðsljósið og inniljósið.

-Bjarni Rafvirki

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 18.des 2014, 08:23
frá jongud
Þá er betra að líta á þetta úr því að það leiðir út. Ekki gaman að hafa svoleiðis leka á rafkerfinu.
En það er líklega auðvelt að komast að hurðarofunum, ég var farinn að kvíða fyrir því að þurfa að rífa mælaborðið úr.

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 09.okt 2015, 18:57
frá jongud
Einhverra hluta vegna hætti jeppinn þessu ljósaflökti í fyrra þannig að ég spáði ekkert í þetta.
Fyrr en nú.
Hann er nefnilega byrjaður aftur á þessu og nú dugir ekki að setja rofann á "door".
Að vísu dugir að taka "dome light" öryggið úr, en þá missir maður líka samlæsingarnar, útvarpið og klukkuna.
Ég tók alla fjóra rofana úr hurðunum og tékkaði á þeim en fann enga útleiðslu í þeim.
En ég get ómögulega fundið rofann fyrir afturhurðina!
Ég veit að hann virkaði núna í haust af því að inniljósið kviknaði þegar maður opnaði hurðina, en hvað er það eiginlega sem kveikir ljósið?
Veit það einhver?
Það er nefnilega enginn þrýstirofi sjáanlegur eins og á hliðarhurðunum.

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 09.okt 2015, 20:35
frá KÁRIMAGG
ef eg man rett þa er rofinn i læsingunni sjalfri inni í hleranum

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 10.okt 2015, 10:51
frá E.Har
Hum ef um allt þrýtur , gostbasters á rafmagnsdrauginn í formi Samma. (Samúel Hjaltalín)
Vinnur í Múlaradiói, er á FB og allt það.

Gerðist draugabani f. mig en það var flókknara jobb :-)

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 10.okt 2015, 17:27
frá jongud
Ég reif panelin af afturhurðinni og fann plögginn fyrir neman í afturhurðinni. hann virkar eðlilega, þannig að þetta er einhver útleiðsla.
Ef ég mæli viðnámið úr loftljósinu þá fæ ég 150 Ohm sem þýðir tæpt Watt. Það gæti bara verið díóðan í mælaborðinu, en ef ég ætla að láta bílinn standa í einhverja daga ef vissara að kippa örygginu úr. Það er alls óvíst hvenær maður hefur nennu og tíma til að rífa innréttinguna í spað til að finna þetta.

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 11.okt 2015, 17:20
frá jongud
Ég var að renna bóntusku yfir toppin á jeppanum þegar ég sá að það er tiltölulega auðvelt að kíkja á bak við öryggisbeltið bílstjórameginn. Þá sá ég að vírinn úr rofanum í falsinu lá niður á við. Það endaði auðvitað með því að ég var búinn að rífa burt allt plast kringum bílstjórahurðina. En allavega fann ég líklega orsök.

DSC_0242.JPG
DSC_0242.JPG (1.18 MiB) Viewed 3511 times


Ég sá að ljósið í mælaborðinu dofnaði aðeins ef maður hreyfði við brúna samtenginu og hélt rofanum í bílstjórahurðinni inni. En ekki mikið. Ætlaði að gefast upp og setja verkfærin aftur í bíl og sá að afturhurðin var opin (DOH!)
Lokaði hurðinni, hélt inni rofanum í bílstjórahurðinni og hreyfði samtengið aftur og ljósið slokknaði. Tókst reyndar ekki að ná samtenginu í sundur að þessu sinni, en maður er þó líklega búinn að finna bófann.
Það hafa einhverntíman verið klipptir í sundur vírar þarna og óvíst hvað viðgerðin var góð, en þessi staður fær vonandi einhverntíman yfirhalningu.

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 11.okt 2015, 18:16
frá Járni
Góður

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 12.okt 2015, 12:15
frá jongud
Svo fann ég líka gott yfirlit yfir rafmagnið í 90 Cruiser,
http://htftp.offroadsz.com/marinhaker/programi/VSI4KO%20ZA%20TOYO/Land_Cruiser_1996_Electrical_Wiring_Diagram1.pdf
Þetta er bæði fyrir vinstri- og hægrihandarstýri, bensin, dísel o.s.frv.
Upload síðan á nude.is virkar ekki þannig að ég get ekki sett þetta þar inn.

Re: Undarlegur rafmagnsdraugur

Posted: 12.okt 2015, 15:41
frá Járni
viewtopic.php?f=58&t=31338

Jón, fleygði þessu inn hingað líka. Takk