Smurolíu og túrbínuvesen í Trooper
Posted: 08.des 2014, 00:52
Ég er að vonast til að einhver geti leiðbeint mér varðandi trooperinn minn.
Þannig er mál með vexti að í frostinu í dag setti ég garminn í gang og allt í góðu nema smurþrýstiljósið var á og mælir sýndi 0. Hann hefur gert þetta áður og þá athugaði ég kvarðann sem sýndi mun á hæðarstöðu í gangi og ekki í gangi. Keyrði hann aðeins á planinu heima og datt þá þrýstingurinn upp. Þar sem þessir bílar eru þekktir fyrir ýmsar rafmagnsbilanir þá var ég ég eiginlega búinn að ákveða að þetta væri rafmagnsbilun. Held að það verði dýrkeypt ákvörðun því að í dag keyri ég hann út af planinu og kannski sem nemur 5-6km í léttri keyrslu án þess að þenja mikið. Aldrei sýndi hann þrýsting en ég hélt að þetta "væri alveg að koma". Svo ca. á miðri leið byrjaði þessi svaka söngur sem ég geri ráð fyrir að sé frá túrbínunni. Byrjaði í ca 1500-1700sn/min.
Margdrap á honum og ræsti aftur. Síðan byrjaði að koma óhljóð frá vél eða öllu heldur aftan við vél eins og það væri í pústgreininni. Bæði skiptin var kalt í veðri en heldur meira í dag en fyrra skiptið.
Ég hélt áfram ferðinni (hef mínar ástæður fyrir því og vildi frekar hætta á að fórna vélinni) og rétt áður en ég kem á leiðarenda þá kemur eðlilegur smurþrýstingu og allt steinþagnar og þá meina ég allt. Túrbínan líka og bíllinn verður grútmáttlaus. En allt varðandi vélina hljómar í lagi og skoðaði olíuna á kvarðanum vel án þess að sjá merki um svarf. Get mér til um að túrbínan hafi verið byrjað að hitna og við að fá olíuna til sín hafi olían oxast og túrbínu öxullinn fests.
Bíllinn er árg. ´99 og er ekinn 324þ.
Þá er það spurningarnar til ykkar sem meira vit hafa þessu en ég:
Af hverju nær hann ekki upp þrýsting en hann kemur svo allt í einu inn seinna?
Er túbínan alónýt? Vangaveltur vegna þess að ég reyndi að hlýfa henni eins og ég gat.
Hvað er best að gera í svona stöðu s.s. miðað við túrbínan sé ónýt, smurolíudælan þarfnist yfirhalningu og vél hafi "kannski sloppið"?
Þar sem mér líkar vel við drusluna og þannig séð á hann nóg eftir, þá er kannski best að setja nýja/gamla vél í hann?
Tek fram aftur, þótt ég hefði átt að stoppa bílinn mun fyrr, þá eins og kom fram áðan hafði ég mínar ástæður fyrir því að halda áfram.
Mbk,
Haukur
Þannig er mál með vexti að í frostinu í dag setti ég garminn í gang og allt í góðu nema smurþrýstiljósið var á og mælir sýndi 0. Hann hefur gert þetta áður og þá athugaði ég kvarðann sem sýndi mun á hæðarstöðu í gangi og ekki í gangi. Keyrði hann aðeins á planinu heima og datt þá þrýstingurinn upp. Þar sem þessir bílar eru þekktir fyrir ýmsar rafmagnsbilanir þá var ég ég eiginlega búinn að ákveða að þetta væri rafmagnsbilun. Held að það verði dýrkeypt ákvörðun því að í dag keyri ég hann út af planinu og kannski sem nemur 5-6km í léttri keyrslu án þess að þenja mikið. Aldrei sýndi hann þrýsting en ég hélt að þetta "væri alveg að koma". Svo ca. á miðri leið byrjaði þessi svaka söngur sem ég geri ráð fyrir að sé frá túrbínunni. Byrjaði í ca 1500-1700sn/min.
Margdrap á honum og ræsti aftur. Síðan byrjaði að koma óhljóð frá vél eða öllu heldur aftan við vél eins og það væri í pústgreininni. Bæði skiptin var kalt í veðri en heldur meira í dag en fyrra skiptið.
Ég hélt áfram ferðinni (hef mínar ástæður fyrir því og vildi frekar hætta á að fórna vélinni) og rétt áður en ég kem á leiðarenda þá kemur eðlilegur smurþrýstingu og allt steinþagnar og þá meina ég allt. Túrbínan líka og bíllinn verður grútmáttlaus. En allt varðandi vélina hljómar í lagi og skoðaði olíuna á kvarðanum vel án þess að sjá merki um svarf. Get mér til um að túrbínan hafi verið byrjað að hitna og við að fá olíuna til sín hafi olían oxast og túrbínu öxullinn fests.
Bíllinn er árg. ´99 og er ekinn 324þ.
Þá er það spurningarnar til ykkar sem meira vit hafa þessu en ég:
Af hverju nær hann ekki upp þrýsting en hann kemur svo allt í einu inn seinna?
Er túbínan alónýt? Vangaveltur vegna þess að ég reyndi að hlýfa henni eins og ég gat.
Hvað er best að gera í svona stöðu s.s. miðað við túrbínan sé ónýt, smurolíudælan þarfnist yfirhalningu og vél hafi "kannski sloppið"?
Þar sem mér líkar vel við drusluna og þannig séð á hann nóg eftir, þá er kannski best að setja nýja/gamla vél í hann?
Tek fram aftur, þótt ég hefði átt að stoppa bílinn mun fyrr, þá eins og kom fram áðan hafði ég mínar ástæður fyrir því að halda áfram.
Mbk,
Haukur