Síða 1 af 1

Smurolíu og túrbínuvesen í Trooper

Posted: 08.des 2014, 00:52
frá haukur78
Ég er að vonast til að einhver geti leiðbeint mér varðandi trooperinn minn.

Þannig er mál með vexti að í frostinu í dag setti ég garminn í gang og allt í góðu nema smurþrýstiljósið var á og mælir sýndi 0. Hann hefur gert þetta áður og þá athugaði ég kvarðann sem sýndi mun á hæðarstöðu í gangi og ekki í gangi. Keyrði hann aðeins á planinu heima og datt þá þrýstingurinn upp. Þar sem þessir bílar eru þekktir fyrir ýmsar rafmagnsbilanir þá var ég ég eiginlega búinn að ákveða að þetta væri rafmagnsbilun. Held að það verði dýrkeypt ákvörðun því að í dag keyri ég hann út af planinu og kannski sem nemur 5-6km í léttri keyrslu án þess að þenja mikið. Aldrei sýndi hann þrýsting en ég hélt að þetta "væri alveg að koma". Svo ca. á miðri leið byrjaði þessi svaka söngur sem ég geri ráð fyrir að sé frá túrbínunni. Byrjaði í ca 1500-1700sn/min.
Margdrap á honum og ræsti aftur. Síðan byrjaði að koma óhljóð frá vél eða öllu heldur aftan við vél eins og það væri í pústgreininni. Bæði skiptin var kalt í veðri en heldur meira í dag en fyrra skiptið.
Ég hélt áfram ferðinni (hef mínar ástæður fyrir því og vildi frekar hætta á að fórna vélinni) og rétt áður en ég kem á leiðarenda þá kemur eðlilegur smurþrýstingu og allt steinþagnar og þá meina ég allt. Túrbínan líka og bíllinn verður grútmáttlaus. En allt varðandi vélina hljómar í lagi og skoðaði olíuna á kvarðanum vel án þess að sjá merki um svarf. Get mér til um að túrbínan hafi verið byrjað að hitna og við að fá olíuna til sín hafi olían oxast og túrbínu öxullinn fests.

Bíllinn er árg. ´99 og er ekinn 324þ.

Þá er það spurningarnar til ykkar sem meira vit hafa þessu en ég:
Af hverju nær hann ekki upp þrýsting en hann kemur svo allt í einu inn seinna?
Er túbínan alónýt? Vangaveltur vegna þess að ég reyndi að hlýfa henni eins og ég gat.
Hvað er best að gera í svona stöðu s.s. miðað við túrbínan sé ónýt, smurolíudælan þarfnist yfirhalningu og vél hafi "kannski sloppið"?
Þar sem mér líkar vel við drusluna og þannig séð á hann nóg eftir, þá er kannski best að setja nýja/gamla vél í hann?

Tek fram aftur, þótt ég hefði átt að stoppa bílinn mun fyrr, þá eins og kom fram áðan hafði ég mínar ástæður fyrir því að halda áfram.

Mbk,
Haukur

Re: Smurolíu og túrbínuvesen í Trooper

Posted: 08.des 2014, 04:16
frá olei
Ágætis byrjun væri að kippa hosum frá túrbínunni og tékka hvort hún sé laus, hvort að það sé mikið slag í öxlinum upp og niður, og endaslag. Óhljóðin gætu stafað af því að spaðarnir í túrbínunni hafi náð út í húsið, það gerist ekki nema verulegt slag sé komið í legurnar, ef túrbínan er laus getur þú prófað hvort hún festist ef þú þvingar öxulinn til með puttunum. (þannig að spaðarnir nái út í húsið).

Lýsingin bendir frekar til þess að mælarnir hafi rétt fyrir sér og þá hefur þú ekið bílnum án smurþrýstings. Einhverjum hreyfanlegum hlutum hefur trúlega ekki líkað smurolíuleysið og þeir látið það í ljós með hávaða, sem svo hættir þegar græjan fer að smyrja. Það má slá því föstu að hvorki vél né túrbína hafi haft gott af þessu og óvíst að eitthvað hafi "sloppið" þó að vélin gangi.

Smurþrýstingsleysið í kulda stafar líklega af óþéttri smurdælu eða allt of þykkri olíu nema hvorutveggja sé.

Re: Smurolíu og túrbínuvesen í Trooper

Posted: 08.des 2014, 08:13
frá haukur78
Já...átti nú alveg von á því að þetta yrði nú ekki hellvænlegt þ.e. að keyra hann svona.
En eftir því sem mælt var við mig þá er á honum uppgefin þykkt frá framleiðanda sem ég man ekki hver er akkúrat núna. Hvort það hafi verið 5-40 eða 10-40. Ætli sé best aö finna aðra vél í hann strax og eyða ekki tíma í þennan garm?

Re: Smurolíu og túrbínuvesen í Trooper

Posted: 08.des 2014, 08:36
frá halendingurinn
Ég myndi ath pickuprör og ohringi í pönnu. Pickup rör geta verið brotin sprunginn og ohringir á þeim lélegir. Allavega gott að hafa þetta bakvið eyrað.

Re: Smurolíu og túrbínuvesen í Trooper

Posted: 08.des 2014, 17:33
frá Sævar Örn
Ég hélt að þessar vélar neituðu að vera í gangi nema smurþrýstingur næði eðlilegum hæðum, eithvað með innspýtinguna að gera


HOBO hérna á spjallinu, Hörður Bjarnason minnir mig er algjör meistari í þessum vélum og myndi ég koma mér í samband við hann í þínum sporum

Re: Smurolíu og túrbínuvesen í Trooper

Posted: 08.des 2014, 18:08
frá hobo
Vó alveg rólegur Sævar hehe, ég veit langt í frá allt um þessar vélar enda er flækjustigið hátt í þeim. Svo hef ég bara ótrúlega lítið þurft að eiga við minn upp á síðkastið, hann hefur bara gengið eins og klukka.
En ég veit það að smurkerfin í þeim eru tvö, eitt venjulegt fyrir vélasmurning og annað háþrýst kerfi fyrir spíssana til að koma vélinni í gang.
Þannig að vélin getur alveg gengið án smurþrýstings í mælaborði.

En allt saman gott sem komið hefur fram hingað til, rétt olía er aðalmálið, 5/30 fully synthetic.
Svo eru það pickuprörin.
Held að þetta séu aðalatriðin í þessu máli.