Síða 1 af 1

6,2 diesel - olíuverk,spíssar,glóðakerti

Posted: 05.des 2014, 05:22
frá tommi3520
Bíllinn sem um ræðir er chevrolet 1008 1985, sami og chevrolet k30 nema military útgáfa.

6,2 diesel - th400 - 208

Olíuverkið er farið að leka, spíss lekur og glóðakerti ábyggilega orðin slöpp líka.

Á ljónstöðum kostar þessi pakki ca. 150 þús. (olíuverk,spíssar,glóðakerti) gefið að ég skili inn gamla olíuverkinu.
Á ebay er þetta rúmlega 120 þús.

Mér finnst þetta heilmikill peningur langar samt að fá bílinn á götuna aftur í fyrra fallinu.

Eruði með einhyverjar hugmyndir með þennann pakka ódýrari einhversstaðar nú eða aðra vél ofan í bílinn sem fyrirfinnst á landinu?. Honum verður breytt fyrir 46" í framtíðinni.

Ég hef alltaf verið hrifin af cummins 6bt vélinni, hafiði einhverja hugmynd um hvað bara shipping frá USA myndi kosta á slíkri vél, eða í sama flokki?
bensín vél kemur ekki til greina.

Mynd af bílnum (búinn að eiga hann í rúmlega ár, lagði honum þegar hann fór að leka mikið

Image

Allar hugmyndir vel þegnar

Tómas

Re: 6,2 diesel - olíuverk,spíssar,glóðakerti

Posted: 05.des 2014, 08:58
frá grimur
150.000 fyrir svona pakka er nú ekki mikið.
Það kostar gjarna 10-15 þúsund á spíss að taka í gegn japanska spíssa(Framtak).
Í þessum mótor eru 8 slíkir, sem er það 80-120 þúsund bara í spíssana, svo eru glóðarkerti oft að kosta nálægt 5000 stykkið, 40.000 þar.
Þetta er hrikalega dýrt, en mótor gengur ekki án spíssa og olíuverks...og eldsneyti er fljótt að fara ef þetta er ekki í lagi.

kv
G

Re: 6,2 diesel - olíuverk,spíssar,glóðakerti

Posted: 05.des 2014, 12:54
frá svarti sambo
Mér finnst þetta verð ekki vera hátt, miðað við hvaða hluti þú ert að tala um. Minnir að framtak opni ekki olíuverk fyrir minna en 150.000 kr. Held að þetta sé ódýrara, en að fá aðra vél og skifta um. Það er líka mikil vinna við að skifta um vél. Ég myndi ekki hugsa mig um og vera laus við vélaskifti. Nema að hún sé svo máttlaus, að hún sé ekki nothæf.

Re: 6,2 diesel - olíuverk,spíssar,glóðakerti

Posted: 05.des 2014, 15:14
frá tommi3520
Já ágætis punktar

Re: 6,2 diesel - olíuverk,spíssar,glóðakerti

Posted: 05.des 2014, 20:33
frá Stebbi
Ef þú ætlar á 46" þá skaltu skipta um vél strax eða bæta 150þús við þennan 150þús kall og setja turbo á hana strax.