Síða 1 af 1
Loftpúðar inn í gorma
Posted: 04.des 2014, 13:02
frá M42
Ég er með Nissan Pathfinder 2006 US bíl og mér hefur alltaf fundist hann frekar linur/slappur að aftan, þarf mjög lítið til að setjast að aftan. Nú er hugmyndin að setja annað hvort stífa gasdempara eða jafnvel stífari gorma en svo sá ég þessa loftpúða útfræslu.

Hafa menn einhverja reynslu af svona búnaði ? er þetta eitthvað sem vert er að spá og hvernig
verður fjöðrunin á eftir ?
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 04.des 2014, 18:09
frá Hlynurh
Þetta virkar ekki of mikill núningur á púðanum við fjöðrun alltaf að springa
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 04.des 2014, 19:16
frá kaos
Setti svona í Suzuki Grand Vitara sem er hækkuð fyrir 33", og var gjörn á að slá saman að aftan. Ekki nema u.þ.b. mánuður síðan, svo það er ekki komin reynsla á endinguna, en þetta svínvirkar til að stífa hana af. Ath. að þetta er ekki ætlað til að hækka bíla upp, aðeins gera þá stífari og rétta þá af ef þeir eru of "linir".
--
Kveðja, Kári.
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 04.des 2014, 21:58
frá M42
Væri gaman að fá að fylgjast með reynslunni hjá þér, er einmitt að leita að einhverju til að stífa og rétta bílinn af en ekki hækkun. Bíllinn er 33" breyttur.
Hvar keyptir þú þitt sett ?
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 04.des 2014, 22:35
frá kaos
Keypt af Ebay hjá "Never Enough Auto", framleitt af Air Lift Company.
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=310958042602 Ath. að hlekkurinn er fyrir Suzuki kittið! Varðandi endinguna, þá er þetta selt með lífstíðar ábyrgð frá framleiðanda. Annar handleggur hvort maður myndi nenna að eltast við það, svona með millilandasendingum.
--
Kveðja, Kári.
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 05.des 2014, 06:31
frá olei
Ekki séð þetta lengi en þetta var talsvert notað hérna áður fyrr. Ég held að endingin á þessu sé ekki vandamál. Air lift er búið að vera mjög lengi í þessum bransa sem eru tvímælalaust meðmæli.
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 05.des 2014, 19:41
frá M42
Þetta er sami framleiðandi og ég var búin að spotta. Hvernig virkar þetta, ertu með dælu eða notar þú bara loftpressa og mæli til að bæta í ?
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 05.des 2014, 20:05
frá creative
En hafiði skoðað loft dempara frá monroe ?
þar eru dempununum skipt út fyrir dempara sem eru með innbygðan lofttjakk
https://www.youtube.com/watch?v=KTby6gT5c3c
Re: Loftpúðar inn í gorma
Posted: 05.des 2014, 22:22
frá kaos
M42 wrote:Þetta er sami framleiðandi og ég var búin að spotta. Hvernig virkar þetta, ertu með dælu eða notar þú bara loftpressa og mæli til að bæta í ?
Ég setti dekkjaventil (fylgdi með í kittinu, ásamt lögnum) í brettakantinn hjá bensínlokinu, og stilli þrýstinginn á sama hátt og í dekkjunum. Ég er með loftdælu í bílnum, en það er líka hægt að gera þetta á næstu bensínstöð. Þú getur keypt fancy kitt með loftdælu og sjálfvirkri stillingu innan úr bíl, svipað og úrhleypibúnað fyrir dekk, en mér sýnist ekki ástæða til að vera að hringla það oft í þrýstingnum að það svari kostnaði. A.m.k. kom ég mér fljótt niður á mátulegan þrýsting (um 15 pund í mínu tilfelli), og hef ekki séð ástæðu til að hreyfa við því síðan. Gæti samt gerst, ef ég hleð bílinn mjög mikið eða hengi þunga kerru aftan í hann. Ath. að rúmtakið á þessum púðum er ekki nema á við hjólbörudekk, svo þrýstingurinn er fljótur að breytast.
creative wrote:En hafiði skoðað loft dempara frá monroe ?
Ég hafði heyrt af svona dempurum, en vissi ekki um framleiðanda, eða hvar ætti að leita að þeim. Rakst svo á þetta loftpúðadæmi og sýndist það svo einfalt og ódýrt að ég ákvað að gera tilraun með það, og er a.m.k. ekki enn farinn að sjá eftir því :-)
--
Kveðja, Kári.