Síða 1 af 1
A/C dælur
Posted: 01.des 2014, 08:39
frá jongud
Ég rakst á þessa auglýsingu;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=31&t=27844Ég "gúgglaði" svolítið í kringum þetta og mér sýnist sem það sé kominn slatti af A/C dælum af "Sanden"-gerðinni á markaðin sem er með olíukjallara. Er ég að sjá rétt, eða er þetta rugl í mér?
Re: A/C dælur
Posted: 01.des 2014, 14:50
frá axelthorst
Hvaða olíu er þá verið að nota?
Re: A/C dælur
Posted: 01.des 2014, 19:32
frá ellisnorra
Hvar er olía geymd í þessum dælum? Miðað við húsið er þetta venjulegt skáplan og stimplar báðu megin við, samtals 10, hefðbundin uppbygging. Ég væri svo sannarlega til í að fræðast betur, hvar þessi "kjallari" er :)
Re: A/C dælur
Posted: 01.des 2014, 23:59
frá Ásgeir Þór
Hérna getið þið séð umræðuna á facebook sem ég spurði um loftdæluna mína um daginn sem af sömu gerð.. vonandi að linkurinn virki ( þurfið að vera í breyttir jeppar og allt sem þeim tengist ts eða kaups grúbbuni til að sjá hann ) :
https://www.facebook.com/groups/3474478 ... =unicla%20
Re: A/C dælur
Posted: 02.des 2014, 08:23
frá jongud
elliofur wrote:Hvar er olía geymd í þessum dælum? Miðað við húsið er þetta venjulegt skáplan og stimplar báðu megin við, samtals 10, hefðbundin uppbygging. Ég væri svo sannarlega til í að fræðast betur, hvar þessi "kjallari" er :)
Mér skilst að það séu bara stimplar að aftanverðu og olíukjallari í fremri hlutanum. Ég er mikið að spá í að hringja í Benna og spyrjast fyrir.
Re: A/C dælur
Posted: 02.des 2014, 19:51
frá MixMaster2000
Ég er með svona dælu í Bronconum hjá mér. Það eru fimm stimplar sem snúa aftur og hedd þar á endanum með sog og blástursventlum, bara eins og í venjulegri loftpressu, Í miðjunni er svo skáhallandi tannhjól. Hún sýgur ekki í gegnum sveifarhúsið einsog flestar tíu stimpla dælurnar gera, sem eru með stimpla í báðar áttir. Og þar af leiðandi er hægt að setja olíu á "sveifarhúsið" í þeim. En til þess að það virki þarf að loka fyrir smá gat sem er á milli sveifarhúsinns og eins af sílindronum.
kv Heiðar Þorri
Re: A/C dælur
Posted: 02.des 2014, 19:54
frá ellisnorra
Dælir þetta þá nema helming á við "venjulega" ac dælu? Eða er strókið kannski helmingi meira til að vega upp á móti því?
Re: A/C dælur
Posted: 02.des 2014, 20:04
frá MixMaster2000
Ég ætla ekki að fullyrða um munin á afköstum á þessum tveimur gerðum af dælum. En það eru allavega fín afköst á henni.
Félagi minn sem ég ferðast mikið með er með york-dælu, og ég er ef eitthvað er fljótari að pumpa úr 2 í 20 pund heldur en hann, munar kannski ekki miklu.
kv Heiðar
Re: A/C dælur
Posted: 02.des 2014, 20:16
frá MixMaster2000
Svo eru þær reyndar til líka sjö stimpla.
Re: A/C dælur
Posted: 02.des 2014, 21:58
frá jeepcj7
Talandi um A/C dælur hvar fæ ég græju til að draga framan af segulkúplingunni ég er með orginal dælu úr ford virðist eiga að vera 24 mm sver bolti og svo annar grennri innan í til að smella þessu fram af?
Re: A/C dælur
Posted: 03.des 2014, 08:19
frá jongud
jeepcj7 wrote:Talandi um A/C dælur hvar fæ ég græju til að draga framan af segulkúplingunni ég er með orginal dælu úr ford virðist eiga að vera 24 mm sver bolti og svo annar grennri innan í til að smella þessu fram af?
Farðu inn á Youtube og settu "ford a/c clutch replacement" í leitarlínunna, það kemur upp heill hellingur...
Re: A/C dælur
Posted: 03.des 2014, 13:56
frá jeepcj7
Mig vantar bara að vita hvar ég fæ svona helst hérna heima veit að þetta fæst í flestum húsum í hreppnum.
Re: A/C dælur
Posted: 04.des 2014, 01:49
frá MixMaster2000
jeepcj7 wrote:Mig vantar bara að vita hvar ég fæ svona helst hérna heima veit að þetta fæst í flestum húsum í hreppnum.
Tékkaðu á
Poulsen Þeir eiga helling af sérverkfærum á ágætis verði.
kv Heiðar
Re: A/C dælur
Posted: 04.des 2014, 03:55
frá svarti sambo
jeepcj7 wrote:Mig vantar bara að vita hvar ég fæ svona helst hérna heima veit að þetta fæst í flestum húsum í hreppnum.
Sæll Hrólfur.
Ertu ekki að tala um þessa hér:
https://www.youtube.com/watch?v=v-nMDFvSjFkhttps://www.youtube.com/watch?v=fRhry-2OdF0Eða ertu að tala um þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=URqFd3KkSRY
Re: A/C dælur
Posted: 04.des 2014, 04:17
frá jeepcj7
Re: A/C dælur
Posted: 04.des 2014, 04:27
frá svarti sambo
Ef að þetta er sama og á spilkúplingunum, þá hef ég bara skrúfað bolta í með réttum gengjum, og þegar að hann lendir á öxlinum, þá pressast hjólið frá seglinum. Er þá öxul endinn ekki kónískur með kíl.
Stærðin á boltanum sem ég nota, er 5/8" UNC. Ef þetta er rétt stærð af bolta, þá er lítið mál að senda þér svoleiðis bolta. Ef þú veist hvaða gengjur eru í trissunni, þá get ég græjað svona drögu fyrir þig í þakklætisskini fyrir lánið á öxlunum.