Síða 1 af 1
opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 19.des 2010, 02:48
frá arntor
er med minn hilux regular cab(einfalt hús) 85 módel og mig langar ad opna afturí hann. er med plasthús sem ég myndi bolta og kítta á hann. hvad tarf ég ad hafa fleira í huga? skorid á milli og dúkur til ad thétta, tarf ég ad smída stóran u bita úr prófíl sem faeri í gólfid og umm med hlidunum á pallinum medfram tví sem ég sker? svo er einhverskonar veltibogi skylda tá er tad ekki? og er mikid vesen eda kostnadur ad fá svona bíl skrádan 4 manna? er eitthvad sem ég er ad gleyma? tad vaeri gaman ad heyra frá einhverjum sem hefur gert tetta.
kv, arntor.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 19.des 2010, 04:05
frá Fordinn
Það sem þarf að gera er að setja dúk á milli ökumanns hús og pallhús, verður að vera dúkur eða þvíumlikt því það er það mikil hreyfing á þessu menn hafa td reynt að setja blikk og allavega á milli enn ekki gengið upp.
Svo þarf að setja veltibúr afturí slíkt búr gætiru jafnvel náð úr gömlum runner sem voru med plasthusi aftaná. stolar eða sæti þurfa að vera tryggilega festir niður og svo eru það beltin.
þegar þetta er allt klárt ætti ekki að vera vandamál að láta breyta skráðum farþega fjölda bílsins.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 19.des 2010, 16:23
frá arntor
á einhver myndir af svona, einhverjum flottum lausnum á tessu, tarf ad líta saemilega út. er med ýmislegt í hausnum, en vaeri gaman ad sjá hvernig tetta er hjá odrum.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 19.des 2010, 19:58
frá Stebbi
Gætir líka farið sömu leið og Raggi Vals gerði í gamla daga, smíða saman bíl og pall og fiffa hús ofaná það. Ég átti svoleiðis '84 módel af hilux og það var að mínu mati og minni reynslu besta útfærslan af svona ævintýri. Sá bíll var með járnhúsi og allur einangraður og bólstraður að innan eins og flottasta hóruhús.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 19.des 2010, 21:23
frá arntor
já pabbi átti svoleidis, raudur, med ljósbrúnu plussi ad innan og kringlóttum gluggum afturí. ég aetla nú samt ekki ad fara tá leid tótt tad vaeri flottast, vil helst ekki thyngja bílinn meira en naudsyn er...tótt hann meigi alveg vid tví, rétt rúm 1500kg breyttur.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 21.des 2010, 11:41
frá Stebbi
Það er líka hægt að fara millivegin og festa pallinn við húsið á bílnum og opna á milli og loka svo með plasthúsi. Þá er þetta eins upp sett og gamli 4runner og þú getur notað pallhús að eigin vali.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 22.des 2010, 00:45
frá birgthor
Ef þú ætlar að festa pallinn við húsið þá þarftu að stífa upp grindina. Grindin í hilux svignar meira en 4runner grindinn og það er vegna þessa að hilux er gerður fyrir meiri þyngd á pallinn.
Þetta er ástæðan fyrir því að þessi samansaumur var oft að brotna hjá mönnum sem gerðu þetta hérna heima áður fyrr. Ég átti hilux 85 model sem búið var að opna aftur í. Í honum var sérstök gúmmí harmonikka sem var pöntuð frá kanada að ég held, ég hinsvega ætlaði alltaf að skipta henni út þar sem hún var orðin gömul og lúinn. Mín hugmynd var sú að fá seglagerðina ægi til þess að sauma dúk þarna á milli og kítta hann svo vel og festa með löngum renningum.
Þetta er töluverð hreyfing þarna á milli og miklu meira heldur en maður gerir sér grein fyrir ef bíllinn er mikið á ósléttu undilagi.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 22.des 2010, 01:08
frá Fordinn
Ég var á tveggja sæta hilux med plasthusi yfir pallinum. eitt skiptið þegar eg for frammaf ískör og ofan í á þá lamdi plasthúsið í ökumanns husið og beyglaði það myndarlega þannig að þetta getur gengið til og frá. einhvers skonar dúkur á milli er vitrænasta lausnin.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 23.des 2010, 00:27
frá arntor
dúkur skal tad tá vera. tékka á seglagerdinni aegi.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 23.des 2010, 09:17
frá thor_man
Hlerinn að aftan er líka vandamál þegar opinað er, bróðir minn gerði þetta eftir kúnstarinnar reglum við 91 HiLux, ameríkutýpuna, og það var alltaf eihver leki meðfram þéttingum enda ekki gengið eins vel frá þessu upphaflega og ef þetta væri ætlað fyrir ökumannshúsið.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 31.des 2010, 16:45
frá Grímur Gísla
Ef þú hefur smá kant á bílhúsinu, upp á styrkinn þá er möguleiki að fá sér reiðhjóla slöngurog líma samann í hring sem nær um opið milli bíls og skúffu. Límir siðann slönguna við bílinn og jafnvel líka við skúffuna með jötungripi og pumpar síðann í slönguna. Svo var vinsælt að vera með leður sem var sett undir lista og draghnoðað við bíl og pall. Aftursæti úr Lödu Sport passar vel ofan á pallinn.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 01.jan 2011, 01:04
frá arntor
thetta eru allt gódar hugmyndir sem fara í skodun, takka fyrir tad.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 01.jan 2011, 17:13
frá juddi
Fæarslan upp og niður er mest maður hefur séð þegar hliðar stansarnir eru komnir í línu við næsta stans fyrir ofan eða neðan milli palls og bíls
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 01.jan 2011, 17:19
frá arntor
er eitthvad sem bannar manni ad stífa grindina í bílnum betur af, svo tad sé ekki tessi svakalega hreyfing á tessu, tá getur madur eflaust keyrt hús og pall alveg saman og lokad tessu fjandi vel
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 01.jan 2011, 17:46
frá birgthor
Ég held það banni þér enginn að styrkja grindina (stífa) en þannig gerðu menn þetta öft ef verið var að smíða heilt hús á hiluxana, þ.e.a.s. styrktu grindina og gerðu þetta að heilum bíl.
Ef þú finnu gamlann runner ættiru að geta séð einhvern mun á grindunum, þá einhverja styrktarbita sem varna gegn uppávindu.
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 01.jan 2011, 18:38
frá arntor
já eda réttara sagt tad er ekkert sem segir ad tad sé betra ad grindin geti undid upp á sig?
Re: opna afturí hilux og fá 4 mann skráningu
Posted: 01.jan 2011, 20:27
frá birgthor
Það er sjálfsagt betra fyrir pallbíla sem eiga að geta tekið þokkalegan farm svo minna klippi átak er á grindina milli hús og palls. En ef þú ert ekki að hugsa um að hámarka lestunina hvað eftir annað þá held ég að þetta skipti ekki miklu.