Ford Ranger V8 og 46" breyting

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford, GM og Nissan grautur

Postfrá Bskati » 06.des 2014, 00:17

andrib85 wrote:
Bskati wrote:
Maggi wrote:þarf þarf að lengja nefið á honum mikið til að rörið geti fjaðrað upp fyrir framan mótor? (ef mótornum er troðið inní hvalbak?)
Helvíti flottur bíll.

kv
Maggi


IFS alla leið, þá getur þetta fjaðrað uppí húdd :)

hann þarf að lengjast slatta og ég er ekki að fara í það núna í þessari törn, svo væri helvíti mikil vinna að fara smíða IFS upp frá grunni. ég mundi örugglega prófa IFS ef ég væri að breyta honum frá því að vera óbreyttur, en ég ætla að vinna með þetta. svo er hann frekar lágur miðað við lengd og breydd milli hjóla. á 44" var hann svipað hár ef ekki lægri en flestir 38" bílar sem hann stóð við hliðina á. svo er líka markmiðið að vera með bíl sem er góður í öllu en ekki bestur í einhverju einu. það er mjög erfitt að smíða bíl sem er bestur í öllum aðstæðum. enn það verður verðugt verkefni einhvern tíman að reyna gera það með öðrum bíl þá.


Ég er nú ekki sammála því að það sé mikið meiri vinna að smíða IFS, menn eru bara ekki vanir því. Kannski aðeins meiri vinna, en ekki mikið.

En það er satt, maður þarf að eiga N+1 bíl, þar sem N er núverandi fjöldi bíla


1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Ford, GM og Nissan grautur

Postfrá olei » 06.des 2014, 03:03

Allt hefur þetta sína kosti og galla.
Þegar sólarglæta er við sjóndeildarhring og jafnvel nær, veður bærilegt og víðfeðmar fannbreiður bíða þess að vera sigraðar - léttir það lundina best að vera á léttu tæki með skaðræðis sjálfstæða fjöðrun og óhemju vélarafl.

Sé hinsvegar leiðin heim vörðuð krapapyttum, lækjum sem verjast með ísskörum og klakahröngli, hyldjúpum snjódyngjum samhliða glórulausri hríð, þannig að ekki er hundi út sigandi og sér ekki milli augna þannig að ferðahraðinn nálgast gönguhraða! Og svo eru laskaðir bílar með í för eftir átök gærdagsins sem þurfa drátt og jafnvel enn meiri drátt og farþegar hópast í laus sæti. Þá er gott að vera á stórum dekkjum með gangvissan rokk sem skeytir engu um kafaldsbyl og traust rör sem skila manni heim þrátt fyrir alskyns hremmingar og hlaða ekki á sig klakahrönnum eða múra sig niður í dyngjurnar. Við þær aðstæður verða stundum hinir síðustu fyrstir og þeir fyrstu síðastir - hafrarnir skildir frá sauðunum. Þegar veður og færi eru verst og fólk vill einfaldlega komast heim - þá er öllum sama um ofurfjöðrun og vélarafl, svo lengi sem gæðingurinn gengur,drífur og dregur.

Flott project hjá þér!
Hef efasemdir um 46" - þau virka eins og grjótstíf skítadreifaradekk þegar maður þukklar þau og mega lagast mikið við skurð til að ná þeirri mýkt sem góð snjódekk hafa. Kannski bjargar stærðin því sem bjargað verður - og verðið ef menn kaupa sér "túristadekk". Ég sé ekkert æðislegt við þau annað en stærðina! Borið saman við mjúkan radial eins og t.d hinn klassíska en því miður ófáanlega 38" mudder eru þetta bara .. já skítadreifaradekk!

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford, GM og Nissan grautur

Postfrá andrib85 » 06.des 2014, 11:05

olei wrote:Allt hefur þetta sína kosti og galla.
Þegar sólarglæta er við sjóndeildarhring og jafnvel nær, veður bærilegt og víðfeðmar fannbreiður bíða þess að vera sigraðar - léttir það lundina best að vera á léttu tæki með skaðræðis sjálfstæða fjöðrun og óhemju vélarafl.

Sé hinsvegar leiðin heim vörðuð krapapyttum, lækjum sem verjast með ísskörum og klakahröngli, hyldjúpum snjódyngjum samhliða glórulausri hríð, þannig að ekki er hundi út sigandi og sér ekki milli augna þannig að ferðahraðinn nálgast gönguhraða! Og svo eru laskaðir bílar með í för eftir átök gærdagsins sem þurfa drátt og jafnvel enn meiri drátt og farþegar hópast í laus sæti. Þá er gott að vera á stórum dekkjum með gangvissan rokk sem skeytir engu um kafaldsbyl og traust rör sem skila manni heim þrátt fyrir alskyns hremmingar og hlaða ekki á sig klakahrönnum eða múra sig niður í dyngjurnar. Við þær aðstæður verða stundum hinir síðustu fyrstir og þeir fyrstu síðastir - hafrarnir skildir frá sauðunum. Þegar veður og færi eru verst og fólk vill einfaldlega komast heim - þá er öllum sama um ofurfjöðrun og vélarafl, svo lengi sem gæðingurinn gengur,drífur og dregur.

Flott project hjá þér!
Hef efasemdir um 46" - þau virka eins og grjótstíf skítadreifaradekk þegar maður þukklar þau og mega lagast mikið við skurð til að ná þeirri mýkt sem góð snjódekk hafa. Kannski bjargar stærðin því sem bjargað verður - og verðið ef menn kaupa sér "túristadekk". Ég sé ekkert æðislegt við þau annað en stærðina! Borið saman við mjúkan radial eins og t.d hinn klassíska en því miður ófáanlega 38" mudder eru þetta bara .. já skítadreifaradekk!

Flottur póstur hjá þér og alveg hárrétt. Síðan ég byrjaði að ferðast á fjöllum hefur þriðja hver ferð boðið uppá svarta kóf, brjálað veður og þúngt færi, þá kann maður að meta sterkan og drif mikinn bíl sem þolir að vera með aðra bíla í tóg. En varðandi dekkin þá einfaldlega verð ég að prófa þau, maður heyrir svo misjafnar skoðanir og ég verð bara að fá það á hreint sjálfur hvernig þau virka í raun og veru
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Finnur » 06.des 2014, 15:38

Sæll

Þetta er virkilega flott breyting hjá þér Andri og gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Þú ert svo helvíti röskur að þessar breytingar ganga hratt og vel fyrir sig. Bíllinn virkaði allavega mjög vel á 44" svo ég held að að hann muni koma vel út á 46" bara skera dekkin í ræmur til þess að mýkja þau. Maður hefur heyrt mjög misjafnar sögur af 46" en það er í raun ekki hægt að dæma þetta nema prófa sjálfur.

Ég er líka hjartanlega sammála "olei" það eru ansi margar ferðirnar sem maður fer í þar sem veður og færi taka vélarafl og race-fjöðrun alveg út út myndinni.

kv
Kristján Finnur

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Bskati » 06.des 2014, 19:01

ég hef nú samt ekki orðið var við að mikið vélarafl og góð fjörðun sé að þvælast fyrir í slæmu veðri og vondri færð, ég vil meina að góð fjöðrun hjálpi alltaf.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá olafur f johannsson » 06.des 2014, 20:28

Flottur bíl og flottar breyttingar
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 06.des 2014, 20:55

Bskati wrote:ég hef nú samt ekki orðið var við að mikið vélarafl og góð fjörðun sé að þvælast fyrir í slæmu veðri og vondri færð, ég vil meina að góð fjöðrun hjálpi alltaf.

Ég er alveg sammála þér að góð fjöðrun er til bóta í öllum aðstæðum. Enn það sem ég Held að Finnur sé að meina sé að þegar maður er í þeim aðstæðum sem hann lýsir þá skipti mestu máli að vera á traustum bíl sem bilar ekki og er með góða miðstöð og þæginleg sæti hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 08.des 2014, 18:32

20141208_124608.jpg
20141208_124608.jpg (112.76 KiB) Viewed 11143 times
jæja þá er maður kominn að vissum tímamótum þar sem maður er hættur að rífa og farin að skrúfa saman :) ég læt með fylgja mynd af boddy festingu þar sem sést hvernig ég hef hækkað hana upp um 4 cm eins og allar hinar. og einnig er mynd þar sem sést hvernig ég náði að búa til pláss undir húddinu með því að fjarlægja AC elementið og saga miðstöðvar húsið til, ég fékk plastviðgerðir Grétars til að bræða nýtt lok þar sem elementið var.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 08.des 2014, 18:33

gamla húsið var brotið eftir gamalt tjón svo ég fann annað úr gömlum explorer
Viðhengi
20141208_125359.jpg
20141208_125359.jpg (115.45 KiB) Viewed 11144 times
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Bskati » 08.des 2014, 20:41

andrib85 wrote:
Bskati wrote:ég hef nú samt ekki orðið var við að mikið vélarafl og góð fjörðun sé að þvælast fyrir í slæmu veðri og vondri færð, ég vil meina að góð fjöðrun hjálpi alltaf.

Ég er alveg sammála þér að góð fjöðrun er til bóta í öllum aðstæðum. Enn það sem ég Held að Finnur sé að meina sé að þegar maður er í þeim aðstæðum sem hann lýsir þá skipti mestu máli að vera á traustum bíl sem bilar ekki og er með góða miðstöð og þæginleg sæti hehe


Já maður þarf að hafa:
-Góða vél sem þolir skafrenning og að keyra undir álagi lengur en í fáar mín í einu
-Góða miðstöð
-Góðsæti
-Góða og langa fjöðrun og mikið af dempurum

er þetta ekki nokkurn veginn niðurstaðan?

Annars lýst mér ágætlega á þetta allt hjá þér, sérstaklega mótorinn. Hvað skilar svona mótor?

kv
Baldur

ps. ég átti von á hvassari svörum við 38 tommu tillögunni minni, en mér er samt algerlega alvara með henni ;P
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 08.des 2014, 21:33

Bskati wrote:
andrib85 wrote:
Bskati wrote:ég hef nú samt ekki orðið var við að mikið vélarafl og góð fjörðun sé að þvælast fyrir í slæmu veðri og vondri færð, ég vil meina að góð fjöðrun hjálpi alltaf.

Ég er alveg sammála þér að góð fjöðrun er til bóta í öllum aðstæðum. Enn það sem ég Held að Finnur sé að meina sé að þegar maður er í þeim aðstæðum sem hann lýsir þá skipti mestu máli að vera á traustum bíl sem bilar ekki og er með góða miðstöð og þæginleg sæti hehe


Já maður þarf að hafa:
-Góða vél sem þolir skafrenning og að keyra undir álagi lengur en í fáar mín í einu
-Góða miðstöð
-Góðsæti
-Góða og langa fjöðrun og mikið af dempurum

er þetta ekki nokkurn veginn niðurstaðan?

Annars lýst mér ágætlega á þetta allt hjá þér, sérstaklega mótorinn. Hvað skilar svona mótor?

kv
Baldur

ps. ég átti von á hvassari svörum við 38 tommu tillögunni minni, en mér er samt algerlega alvara með henni ;P
jú þetta er nokkuð tæmandi listi, það vantar samt hjá þér góðar hljómgræjur og nóg eldsneyti hehe. mótorinn er um 345hö og eithvað yfir 500nm í togi. ég vil nú bæta því við að hún er ekin 160þ km en ég opnaði hana og skoðaði inní strokkana og það sáust enþá allar þverrákir og ekkert slit sjáanlegt, einnig mældi ég endaslagið á sveifarásnum og var það langt innan allra slitmarka. en mér fannst tímakeðjan heldur slök og setti ég því nýja tvöfalda keðju(einföld orginal) með stillanlegum gráðum og var hún stillt alveg 100% rétt á tíma. sambandi við 38" dæmið þá er ég einfaldlega vaxinn uppúr þeim hehe.

nei ég segi svona. persónulega mundi ég ekki vilja vera á 38" dekkjum nema ég væri á bíl sem er undir 1600kg með góða fjöðrun og ekki undir 300hö

en það er nú alltaf gaman þegar menn eru ósammála, annars væri nú ekkert gaman að þessu og það væru heldur færri póstar á þessari síðu.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Sævar Örn » 08.des 2014, 22:30

Þú ert röskur drengur og gengur hratt og vel, láttu ekki svona vangaveltur tefja þig heldur gerðu bara það sem þú heldur að þú verðir ánægður með en ekki þeir sem horfa hvort sem er á í öfund, það getur ekki klikkað ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Bskati » 08.des 2014, 23:30

andrib85 wrote:nei ég segi svona. persónulega mundi ég ekki vilja vera á 38" dekkjum nema ég væri á bíl sem er undir 1600kg með góða fjöðrun og ekki undir 300hö



Bíll sem er 1600 kg er svo lítill að þú kæmist aldrei fyrir í honum :)

Haltu þig bara í 46 tommu, held að þetta verði skemmtilegur bíll með þessari vél
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 08.des 2014, 23:45

Bskati wrote:
andrib85 wrote:nei ég segi svona. persónulega mundi ég ekki vilja vera á 38" dekkjum nema ég væri á bíl sem er undir 1600kg með góða fjöðrun og ekki undir 300hö



Bíll sem er 1600 kg er svo lítill að þú kæmist aldrei fyrir í honum :)

Haltu þig bara í 46 tommu, held að þetta verði skemmtilegur bíll með þessari vél

hehe já kannski. svo þarf ég bara að smíða alvöru coil over bumpstop A arma fjöðrun í hann þá get ég farið að segja sjálfum mér að ég sé búinn að breyta honum hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 09.des 2014, 14:38

jæja mig vantar hjálp. ég ætla að nota vatnskassa úr LC80 4.2 diesel og mig vanntar viftutrektina. veit einhver hvar ég get fundið svoleiðis?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Hjörturinn » 09.des 2014, 15:08

jæja mig vantar hjálp. ég ætla að nota vatnskassa úr LC80 4.2 diesel og mig vanntar viftutrektina. veit einhver hvar ég get fundið svoleiðis?

Er sá kassi nógu stór fyrir svona rokk? 160hö mótor vs 345hö?

Hvað er orginal kassinn í escelade stór?

edit: 85x43x5.6cm

Já og hættu svo að vera svona duglegur í þessu, þú lætur menn líta illa út sem eru að breyta bíl nálægt þér :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 09.des 2014, 17:37

Hjörturinn wrote:
jæja mig vantar hjálp. ég ætla að nota vatnskassa úr LC80 4.2 diesel og mig vanntar viftutrektina. veit einhver hvar ég get fundið svoleiðis?

Er sá kassi nógu stór fyrir svona rokk? 160hö mótor vs 345hö?

Hvað er orginal kassinn í escelade stór?

edit: 85x43x5.6cm

Já og hættu svo að vera svona duglegur í þessu, þú lætur menn líta illa út sem eru að breyta bíl nálægt þér :)

ég get fengið nýjan kassa hjá stjörnublikk á sanngjarnan pening. hann er með þykkra core en orginal og kælir því betur og þá á hann alveg að vera yfirdrifið nóg. sérstaklega ef ég get fundið viftutrekt af sama kassa. hann er líka af hentugri stærð fyrir mig til að mixa í bílinn. en já ég verð að vera duglegur, það er komin snjór hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá AgnarBen » 09.des 2014, 18:41

Mér lýst alveg feikivel á þetta hjá þér Andri og held þú verðir mjög sáttur við 46" ef þú ert með slitin og skorin dekk. Það verður gaman að sjá hvort þú hafir roð í Cherokee-inn í vetur ha ha ha ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 09.des 2014, 22:43

Mótorin á leið í fyrstu mátun.
Viðhengi
20141209_194740.jpg
20141209_194740.jpg (109.61 KiB) Viewed 5559 times
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 09.des 2014, 22:46

Það fer nú bara þokkalega vel um hann þarna. Virkar ekkert mikið stærri en V sexan.
Viðhengi
20141209_202404.jpg
20141209_202404.jpg (130.2 KiB) Viewed 5558 times
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá jongud » 10.des 2014, 08:42

Varðandi vatnskassa, þá er hægt að nota smá þumalputtareglu.
Maður mælir rúmmál elementsins á "original" kassanum (hæð x breidd x þykkt) og passar að elementið í nýja kassanum sé allavega ekki með minna rúmmál.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Hjörturinn » 10.des 2014, 09:30

Mér lýst alveg feikivel á þetta hjá þér Andri og held þú verðir mjög sáttur við 46" ef þú ert með slitin og skorin dekk. Það verður gaman að sjá hvort þú hafir roð í Cherokee-inn í vetur ha ha ha ;-)

aðeins of mörg ha þarna, mér sárnar þetta :P

En með vatnskassann þá er alltaf betra að yfirskjóta hann þar sem að bíll sem er alltaf of heitur er hundleiðinlegur, mörg V8 kraftatröll sem fara ekkert hraðar yfir en hilux þegar á heildina er litið því þeir þurfa alltaf að stoppa og kæla sig.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá AgnarBen » 10.des 2014, 10:24

Hjörturinn wrote:
Mér lýst alveg feikivel á þetta hjá þér Andri og held þú verðir mjög sáttur við 46" ef þú ert með slitin og skorin dekk. Það verður gaman að sjá hvort þú hafir roð í Cherokee-inn í vetur ha ha ha ;-)

aðeins of mörg ha þarna, mér sárnar þetta :P

En með vatnskassann þá er alltaf betra að yfirskjóta hann þar sem að bíll sem er alltaf of heitur er hundleiðinlegur, mörg V8 kraftatröll sem fara ekkert hraðar yfir en hilux þegar á heildina er litið því þeir þurfa alltaf að stoppa og kæla sig.


Þú getur verið rólegur, ég var að vísa í Cherokee-inn minn ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Hjörturinn » 11.des 2014, 08:28

Þú getur verið rólegur, ég var að vísa í Cherokee-inn minn ;-)

jæja þá líður mér miklu betur :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 12.des 2014, 13:06

Jæja fann loksins rétta kassan. Núna er bara að fella hann inní frammstykkið.
Viðhengi
20141212_101807.jpg
20141212_101807.jpg (110.33 KiB) Viewed 5378 times
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Járni » 12.des 2014, 13:15

Á pallinn með hann!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Hjörturinn » 12.des 2014, 13:20

Já nú erum við sko að tala saman!
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 13.des 2014, 23:09

Þá eru mótorfestingarnar komnar.
Viðhengi
20141213_225958.jpg
20141213_225958.jpg (90.73 KiB) Viewed 5281 time
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 13.des 2014, 23:12

Bitinn sem heldur sjálfskiptipúðanum. Ég gat notað gamla með smá breytingum.
Viðhengi
20141213_230019.jpg
20141213_230019.jpg (82.13 KiB) Viewed 5280 times
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 13.des 2014, 23:15

Dekkin komin í hús. Eftir að skera og neggla þau. Ótrúlega lítill stærðarmunur á slitnum 46" og nýlegum 44" DC. 46" eru reyndar ekki á felgu og með lofti.
Viðhengi
20141213_230124.jpg
20141213_230124.jpg (116.55 KiB) Viewed 5281 time
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 14.des 2014, 17:43

Mikið er ég fegin að hann Einar Ásgeir vinur minn sér um rafkerfið hehe
Viðhengi
20141214_124443.jpg
20141214_124443.jpg (107.91 KiB) Viewed 5219 times
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

fox
Innlegg: 22
Skráður: 09.okt 2011, 16:19
Fullt nafn: Þórir Kristmundsson
Bíltegund: sj 457

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá fox » 14.des 2014, 18:29

Sæll

Þetta verður fullaferð áfram og engar bremsur þú virðist ætla að keyra í janúar. Glæsilegt það verður gaman að keyra með þessum félögum.

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 14.des 2014, 19:17

fox wrote:Sæll

Þetta verður fullaferð áfram og engar bremsur þú virðist ætla að keyra í janúar. Glæsilegt það verður gaman að keyra með þessum félögum.

já það má ekki láta þennan snjó fara til spillis, svo hef ég enga þolinmæði fyrir því að svona verk taki of langan tíma
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Oskar K » 14.des 2014, 19:39

geðveikt project þessi bíll, ! verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út, þar sem hann slóraði nú lítið með gamla kraminu :)

Image
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 17.des 2014, 16:51

Veit einhver hvernig á að mæla mótstöðuna í hitaskynjaranum fyrir vatnshitanum?
Viðhengi
received_10205996750937071.jpeg
received_10205996750937071.jpeg (44.83 KiB) Viewed 5085 times
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá svarti sambo » 17.des 2014, 16:59

Viðnámsmældu hana fyrst og sjáðu hvað viðnámið er. Láttu hana svo í heitt vatn, og kannaðu hvort viðnámið lækki ekki við hitaaukningu.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 17.des 2014, 18:00

svarti sambo wrote:Viðnámsmældu hana fyrst og sjáðu hvað viðnámið er. Láttu hana svo í heitt vatn, og kannaðu hvort viðnámið lækki ekki við hitaaukningu.

ok. ég þarf nefnilega að fynna skynjara sem sendir sömu merki en er hægt að setja á LS mótorinn hjá mér, það er ekkert hægt að mixa þetta smelludrasl. þarf að finna mér skynjara með gengjum sem sendir sömu merki og þessi svo ég geti fengið hitamælirinn í mælaborðinu til að virka rétt
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá Finnur » 17.des 2014, 20:17

Sæll

Þú verður að vera með réttan skynjara fyrir LS tölvuna, því hún notar hitamælingu af vélinni til að ákvarða eldsneyti og kveikjutíma á vélinni.

Ef ég skil þig rétt ertu að leita að skynjara fyrir orginal mælinn í mælaborðinu. Best væri að taka bara hitamælinn af Ford vélinni og setja hann á rörbút með gengjum á hosuna að vatnskassa, sjá mynd. Image

kv
Kristján Finnur

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá andrib85 » 17.des 2014, 20:49

Finnur wrote:Sæll

Þú verður að vera með réttan skynjara fyrir LS tölvuna, því hún notar hitamælingu af vélinni til að ákvarða eldsneyti og kveikjutíma á vélinni.

Ef ég skil þig rétt ertu að leita að skynjara fyrir orginal mælinn í mælaborðinu. Best væri að taka bara hitamælinn af Ford vélinni og setja hann á rörbút með gengjum á hosuna að vatnskassa, sjá mynd. Image

kv
Kristján Finnur

Já ég er ekkert að hreyfa við LS skynjaranum. Þetta er ford skynjarinn sem er á myndinni. Hann er með smellufestingum sem ég get ekki notast við. En sniðug hugmynd að setja skynjaran á hosuna. En er ekki galli að ég sé ekki hitan fyrr en vatnslásin opnar inná vatnskassan. Og hvort ætti ég að setja skynjaran þeim megin sem vatnið fer útaf vélinni eða inná hana?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ford Ranger V8 og 46" breyting

Postfrá ellisnorra » 17.des 2014, 22:10

Ég var með svona hosuhitamæli einusinni, mjög fyndið að sjá hann skjótast upp þegar vatnslásinn opnast. hefur hann alltaf að ofan, þar sem heita vatnið fer út af vélinni.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 31 gestur