Síða 1 af 1

Smá Ford pælingar..

Posted: 25.nóv 2014, 19:27
frá Bawse
við Fegðarnir sátum og drukkum kaffi í dag niðra verkstæði hjá okkur í dag og horfðum á fordinn minn sem er F150 harley davidson 2001 afturdrifsbíll.. og vorum að hugsa hversu flottur hann yrði á 44" með möguleika á 46".. þá fórum við að spá hvort væri betri kostur að græja patrol hásingar undir hann eða notast við Dana hásingar.. og hvaða millikassa þá? væri ekki best að nota fjaðrinar tilþess að byrja með að aftan og gormafjöðrun að framan? hver er ykkar skoðun á þessu?

kv.Guðnar á sigló.

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 25.nóv 2014, 20:52
frá jeepcj7
Ég held að einfaldast og ódýrast sé að nota patrol hásingar og stefna á 46" svona 5.4 bíll er líklega með eðal 4R100 skiptingu sem flott bara setja td.NP1345 aftaná sem milligír og smíða patrol millikassa þar við til að skaftið passi og handbremsan reddist.
Patrol fjöðrunin ætti að fitta flott með hásingunum þar sem þyngdin er svipuð just do it !

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 26.nóv 2014, 09:03
frá sukkaturbo
Sælir og takk Hörður þarf að skipta út öxlinum í sjálfskiptingunni þegar millikassinn er settur á??

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 26.nóv 2014, 09:17
frá Sæfinnur
sukkaturbo wrote:Sælir og takk Hörður þarf að skipta út öxlinum í sjálfskiptingunni þegar millikassinn er settur á??

Ég setti einhverntíma millikassa aftaná E4OD í Econoline og þá fékk ég millisykki sem passaði fyrir standard öxulinn aftur úr skiptingunni. Það var fjandi langt en ætti að vera í lagi á svona löngum bíl.
Er það ekki bara GOOGLE frændi og gá hvort einhver bíður uppá svona hólk.

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 26.nóv 2014, 12:31
frá sukkaturbo
Sælir takk jú Googla

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 26.nóv 2014, 12:36
frá jeepcj7
Akkúrat eins og Sæfinnur segir það er bæði hægt að skipta öxlinum út fyrir styttri öxul sem er talsverð vinna eða bara setja langt millistykki.

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 26.nóv 2014, 18:53
frá sukkaturbo
takk strákar þá er kanski best að setja dana 44 með vinstrikúlu spurning hvort gólfið sleppi

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 26.nóv 2014, 19:12
frá jeepcj7
Ég myndi frekar mæla með að finna dana 50 undan super duty fást örugglega á fínu verði og lítil hætta á brotum.

Re: Smá Ford pælingar..

Posted: 26.nóv 2014, 19:36
frá svarti sambo
Smá hugmynd varðandi millikassa pælinguna. En allt í lagi að skoða. Mæli svo sem ekki með því að menn fari í eitthvað bull, En Það er hægt að fá splæn hulsur og breitistykki í landvélum og barka. spurning hvort að þeir eigi eitthvað sem hentar. Sjóða svo flangsa á rör, plana og bora fyrir rétta deilingu til að búa til millihús, hvort sem að það yrði notað yfir splæni eða bara hjöruliðsflangsa af drifskafti. Og þá boltast millikassinn beint aftaná skiftinguna og bæði planið og centrumið yrði rétt.