Síða 1 af 1

Viðgerðir á Pajero grind

Posted: 20.nóv 2014, 05:40
frá emilth
Sælir miklu meistarar!

Ég er með 1995 2,8 diesel Pajero og er að berjast við "smá" ryðvesen í grindinni á honum eins og margir kannast við!

Það þarf að sjóða í grindina á 2x stöðum, afturhornið farþegamegin, auðvelt aðgengi þegar dekkið er komið undan, og svo er gat undir miðjum bílnum bílstjóramegin, ss neðsti punkturinn á grindinni.

Ég er að velta fyrir mér hvort að einhver hér tekur að sér svona viðgerðir eða getur bent mér á einhvern góðann og "ódýran" stað þar sem maður hefur víst ekki mikið á milli handanna frekar en margir aðrir hér á litla skerinu.

kv.

Emil Þ.

Re: Viðgerðir á Pajero grind

Posted: 27.nóv 2014, 02:19
frá lecter
ja ég endursmiða allar grindur og body hrindu i mig 7860303