áhugamannahópur um 22RE (2.4 EFI, Toyota)
Posted: 19.nóv 2014, 22:40
Sælir félagar
Er einn af þeim hamingjusömu mönnum sem á rúmlega tvítugan gæðing með þessari skemmtilegu vél (hóst). Nú langar mig að fara að snýta bílnum all verulega og uppfæra eitt og annað. Í mínum pælingum var ég alltaf með í huga að skella einhverjum skemmtilegum mótor í bílinn en eftir að hafa verið að skoða myndbönd frá ameríkuhreppi er greinilegt að það er alveg hægt að hressa upp á þennan gamla trausta rokk sem fyrir er. Mig langar endilega að starta umræðu um það hvað hægt er að gera og hvort fleiri séu í svipuðum hugleiðingum.
kveðja Tolli 2.4 EFI áhugamaður
Er einn af þeim hamingjusömu mönnum sem á rúmlega tvítugan gæðing með þessari skemmtilegu vél (hóst). Nú langar mig að fara að snýta bílnum all verulega og uppfæra eitt og annað. Í mínum pælingum var ég alltaf með í huga að skella einhverjum skemmtilegum mótor í bílinn en eftir að hafa verið að skoða myndbönd frá ameríkuhreppi er greinilegt að það er alveg hægt að hressa upp á þennan gamla trausta rokk sem fyrir er. Mig langar endilega að starta umræðu um það hvað hægt er að gera og hvort fleiri séu í svipuðum hugleiðingum.
kveðja Tolli 2.4 EFI áhugamaður