Síða 1 af 1

38" breyting á LC 90

Posted: 19.nóv 2014, 20:55
frá gnyrg
Komið þið sælir.
Ég er núna alvarlega að spá í að breyta Litlunefndartrukknum mínum upp í 38". Hann er núna á 35" og er orðinn eins vel útbúinn og hægt er án þess að setja hann á stærri dekk.
Þar sem að einn aðaltilgangurinn hjá mér við að eiga jeppa er að verða skítugur á puttunum eftir vinnu (skrifstofuvinnu) þá ætla ég að sjálfsögðu að breyta honum sjálfur.
Ég fæ alla málningarvinnu ódýrt og því ætla ég að almála hann í leiðinni.
Ég er búinn að vera að kynna mér þetta og held að ég sé kominn með nokkura hugmynd hvernig ég vil fara að þessu. Engu að síður væri gott ef einhver sem hefur reynslu af svona breytingum gæti gefið mér góð ráð.
Það sem ég tel mig vita nú þegar er eftirfarandi.
Ég þarf að hækka boddýið frá grindinni. Hve mikið er ég ekki klár á. Ég veit að menn hafa verið að setja klossa á milli boddyfestinga og lengri bolta, nema á þessum fremstu sem menn hafa fært upp.
Hann er upphækkaður með klossum á fjaðrabúnaði en mig langar að skipta því út fyrir OME gorma og dempara fyrir 40 mm hækkun. Hefur einhver reynslu af því á svona bíl?
http://www.ebay.com/itm/ARB-Old-Man-Emu-Toyota-LC-90-Meru-Sumo-Prado-1-5-Heavy-Duty-Suspension-Kit-/191387557083?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item2c8f965cdb&vxp=mtr

Ég veit að ég þarf að færa hásinguna aftur, en ekki hve mikið.
Ég þarf að komast yfir brettakanta fyrir 38" dekk.
Ég þarf að skipta um hlutföll og fara í 4,88. Ég veit að það er 7,5" drif að framan í þessum bílum og 8" að aftan. Ef einhver veit um góðan link á slík hlutföll í USA þá væri ég þakklátur.
Það sem ég er hins vegar ekki klár eru hlutir eins og hvernig maður á að snúa sér í að lengja drifskaftið, stýrisstöngina og hvort það sé eitthvað fleira sem maður þarf að breyta.
Ef einhver hefur góða reynslu sem hann vill deila þá væri ég þakklátur. Eins ef einhver veit um góðan link á spjallþráð sem fjallar um þetta, þá væri það líka vel þegið.

Fyrirfram þakkir og bestu kveðjur
Gnýr Guðmundsson

Re: 38" breyting á LC 90

Posted: 19.nóv 2014, 23:48
frá Lindemann
Ég hef nú enga reynslu af að breyta svona bíl en varðandi drifskaftið þá eru stál og stansar mikið í svoleiðis vinnu, bæði breytingum og nýsmíði. Ég held það sé ekki margir aðrir sem gera mikið af þessu en ætti þó að vera hægt á flestum renniverkstæðum.

Re: 38" breyting á LC 90

Posted: 20.nóv 2014, 09:48
frá oddur
Var umræða um þetta fyrr á þessu ári á þessum þræði http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=22334
Gæti hjálpað þér í þínum pælingum. Það eru til nokkrar aðferðir ..

Re: 38" breyting á LC 90

Posted: 18.des 2014, 21:20
frá noddysson
ég er í svipuðum pælingum.. minn bíll er hækkaður um 6 cm á boddy... og ég kem leikandi 36" undir.. er þá ekki málið bara að taka fram slípirokkinn og skera fyrir 38"

Re: 38" breyting á LC 90

Posted: 19.des 2014, 10:20
frá oddur
Held að maður komist ekki upp með það nema að færa afturhásinguna um 11-12cm. Auk þess verður bílinn miklu skemmtilegri fyrir vikið.

Re: 38" breyting á LC 90

Posted: 05.maí 2015, 10:35
frá Bjarni67
lc90.jpg
lc90.jpg (117.52 KiB) Viewed 2819 times
Langar bara að forvitnast. Ertu byrjaður að breyta bílnum eða kanski búinn að því. Það væri gaman að fá upplýsingar hjá þér hvernig gengur og hvað hefur verið gert og hvernig.

Ég var að byrja breyta mínum. Er búinn að skera úr og sjóða hjólskálar. Vantar upplýsingar um tilfærslu á afturhásingu þ.e.a.s. hvernig men framkvæma það. Hvernig men lengja stífurnar og hvort það þurfi að lengja handbremsubarka.

kv, Bjarni