38" breyting á LC 90
Posted: 19.nóv 2014, 20:55
Komið þið sælir.
Ég er núna alvarlega að spá í að breyta Litlunefndartrukknum mínum upp í 38". Hann er núna á 35" og er orðinn eins vel útbúinn og hægt er án þess að setja hann á stærri dekk.
Þar sem að einn aðaltilgangurinn hjá mér við að eiga jeppa er að verða skítugur á puttunum eftir vinnu (skrifstofuvinnu) þá ætla ég að sjálfsögðu að breyta honum sjálfur.
Ég fæ alla málningarvinnu ódýrt og því ætla ég að almála hann í leiðinni.
Ég er búinn að vera að kynna mér þetta og held að ég sé kominn með nokkura hugmynd hvernig ég vil fara að þessu. Engu að síður væri gott ef einhver sem hefur reynslu af svona breytingum gæti gefið mér góð ráð.
Það sem ég tel mig vita nú þegar er eftirfarandi.
Ég þarf að hækka boddýið frá grindinni. Hve mikið er ég ekki klár á. Ég veit að menn hafa verið að setja klossa á milli boddyfestinga og lengri bolta, nema á þessum fremstu sem menn hafa fært upp.
Hann er upphækkaður með klossum á fjaðrabúnaði en mig langar að skipta því út fyrir OME gorma og dempara fyrir 40 mm hækkun. Hefur einhver reynslu af því á svona bíl?
http://www.ebay.com/itm/ARB-Old-Man-Emu-Toyota-LC-90-Meru-Sumo-Prado-1-5-Heavy-Duty-Suspension-Kit-/191387557083?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item2c8f965cdb&vxp=mtr
Ég veit að ég þarf að færa hásinguna aftur, en ekki hve mikið.
Ég þarf að komast yfir brettakanta fyrir 38" dekk.
Ég þarf að skipta um hlutföll og fara í 4,88. Ég veit að það er 7,5" drif að framan í þessum bílum og 8" að aftan. Ef einhver veit um góðan link á slík hlutföll í USA þá væri ég þakklátur.
Það sem ég er hins vegar ekki klár eru hlutir eins og hvernig maður á að snúa sér í að lengja drifskaftið, stýrisstöngina og hvort það sé eitthvað fleira sem maður þarf að breyta.
Ef einhver hefur góða reynslu sem hann vill deila þá væri ég þakklátur. Eins ef einhver veit um góðan link á spjallþráð sem fjallar um þetta, þá væri það líka vel þegið.
Fyrirfram þakkir og bestu kveðjur
Gnýr Guðmundsson
Ég er núna alvarlega að spá í að breyta Litlunefndartrukknum mínum upp í 38". Hann er núna á 35" og er orðinn eins vel útbúinn og hægt er án þess að setja hann á stærri dekk.
Þar sem að einn aðaltilgangurinn hjá mér við að eiga jeppa er að verða skítugur á puttunum eftir vinnu (skrifstofuvinnu) þá ætla ég að sjálfsögðu að breyta honum sjálfur.
Ég fæ alla málningarvinnu ódýrt og því ætla ég að almála hann í leiðinni.
Ég er búinn að vera að kynna mér þetta og held að ég sé kominn með nokkura hugmynd hvernig ég vil fara að þessu. Engu að síður væri gott ef einhver sem hefur reynslu af svona breytingum gæti gefið mér góð ráð.
Það sem ég tel mig vita nú þegar er eftirfarandi.
Ég þarf að hækka boddýið frá grindinni. Hve mikið er ég ekki klár á. Ég veit að menn hafa verið að setja klossa á milli boddyfestinga og lengri bolta, nema á þessum fremstu sem menn hafa fært upp.
Hann er upphækkaður með klossum á fjaðrabúnaði en mig langar að skipta því út fyrir OME gorma og dempara fyrir 40 mm hækkun. Hefur einhver reynslu af því á svona bíl?
http://www.ebay.com/itm/ARB-Old-Man-Emu-Toyota-LC-90-Meru-Sumo-Prado-1-5-Heavy-Duty-Suspension-Kit-/191387557083?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item2c8f965cdb&vxp=mtr
Ég veit að ég þarf að færa hásinguna aftur, en ekki hve mikið.
Ég þarf að komast yfir brettakanta fyrir 38" dekk.
Ég þarf að skipta um hlutföll og fara í 4,88. Ég veit að það er 7,5" drif að framan í þessum bílum og 8" að aftan. Ef einhver veit um góðan link á slík hlutföll í USA þá væri ég þakklátur.
Það sem ég er hins vegar ekki klár eru hlutir eins og hvernig maður á að snúa sér í að lengja drifskaftið, stýrisstöngina og hvort það sé eitthvað fleira sem maður þarf að breyta.
Ef einhver hefur góða reynslu sem hann vill deila þá væri ég þakklátur. Eins ef einhver veit um góðan link á spjallþráð sem fjallar um þetta, þá væri það líka vel þegið.
Fyrirfram þakkir og bestu kveðjur
Gnýr Guðmundsson