Síða 1 af 1

Söngur í millikassa

Posted: 19.nóv 2014, 18:18
frá Ars
Sælir. Ég er með hilux disel og það er eins og það sé pínulítil og nett saumavél í gangi þegar ég set hann í framdrifið
en hættir eða minkar stórlega ef ég held millikassa stönginni í botni allveg aftur.
Verð var við þetta þegar ég er kominn á svona rúmlega 50 kmh. og uppúr og þetta er bara í átaki hættir þegar ég slæ af eða kúpla..
Hefur einhver glóru hvað þetta gæti verið??

Re: Söngur í millikassa

Posted: 19.nóv 2014, 22:41
frá Stebbi
Það á að vera plastfóðring á endanum á stöngini inní kassanum, ef hún losnar þá liggur stöngin út í járnaruslið í kassanum og leiðir allt hljóð inn í bíl. Ef það er eitthvað slag í stönginni þá myndi ég prufa að skipta henni út fyrst áður en það er farið að spæna meira í sundur.

Re: Söngur í millikassa

Posted: 20.nóv 2014, 08:22
frá jongud
Getur verið að stöngin eða eitthvað annað í drifrásinni liggi utan í boddíhlut?
Ég heyrði af svipuðu dæmi þar sem boddýpúðar voru mikið slitnir og þá lá brún frá gólfinu utan í millikassanum. Athugaðu hvort það sé nóg bil á milli og hvort allar stangir séu með nóg pláss.