Suzuki mótorar
Posted: 19.nóv 2014, 18:10
Sælir spjallverjar,
Nú vantar mig góð ráð. Þannig er mál með vexti að vinnubíllinn minn, '99 Grand Vitara sjálfskiptur með 2,5L vélinni, tók upp á því að bræða úr sér. Því langaði mig að vita:
1. Halda menn að eitthvað vit sé í að taka svona vél upp? Veit ekki nákvæmlega hvað fór, en hún dó með ískurhljóði, og núna er hún föst, a.m.k ræður startarinn ekki við að snúa henni. Smurolía yfir neðri mörkum á kvarða, og kveikti ekki smurljós fyrr en hún dó.
3. Er vitað til þess að þessar vélar séu eitthvað sérstaklega viðkvæmar eða bilanagjarnar? Bíllinn er keyrður u.þ.b. 130.000, og þetta gerðist án aðvörunar, nema hvað hún fór að missa afl fáeinum sekúndum áður en hún dó. Var undir töluverðu álagi (þung kerra upp langa brekku) og á töluverðum snúningi, en samt vel innan við rauða strikið, og hitamælir steig ekki.
2. Passa einhverjar aðrar vélar beint í, án þess að þurfa að mixa eitthvað? Og úr hvaða árgerðum?
M.b.k., Kári.
Nú vantar mig góð ráð. Þannig er mál með vexti að vinnubíllinn minn, '99 Grand Vitara sjálfskiptur með 2,5L vélinni, tók upp á því að bræða úr sér. Því langaði mig að vita:
1. Halda menn að eitthvað vit sé í að taka svona vél upp? Veit ekki nákvæmlega hvað fór, en hún dó með ískurhljóði, og núna er hún föst, a.m.k ræður startarinn ekki við að snúa henni. Smurolía yfir neðri mörkum á kvarða, og kveikti ekki smurljós fyrr en hún dó.
3. Er vitað til þess að þessar vélar séu eitthvað sérstaklega viðkvæmar eða bilanagjarnar? Bíllinn er keyrður u.þ.b. 130.000, og þetta gerðist án aðvörunar, nema hvað hún fór að missa afl fáeinum sekúndum áður en hún dó. Var undir töluverðu álagi (þung kerra upp langa brekku) og á töluverðum snúningi, en samt vel innan við rauða strikið, og hitamælir steig ekki.
2. Passa einhverjar aðrar vélar beint í, án þess að þurfa að mixa eitthvað? Og úr hvaða árgerðum?
M.b.k., Kári.