Síða 1 af 1

Suzuki mótorar

Posted: 19.nóv 2014, 18:10
frá kaos
Sælir spjallverjar,

Nú vantar mig góð ráð. Þannig er mál með vexti að vinnubíllinn minn, '99 Grand Vitara sjálfskiptur með 2,5L vélinni, tók upp á því að bræða úr sér. Því langaði mig að vita:

1. Halda menn að eitthvað vit sé í að taka svona vél upp? Veit ekki nákvæmlega hvað fór, en hún dó með ískurhljóði, og núna er hún föst, a.m.k ræður startarinn ekki við að snúa henni. Smurolía yfir neðri mörkum á kvarða, og kveikti ekki smurljós fyrr en hún dó.

3. Er vitað til þess að þessar vélar séu eitthvað sérstaklega viðkvæmar eða bilanagjarnar? Bíllinn er keyrður u.þ.b. 130.000, og þetta gerðist án aðvörunar, nema hvað hún fór að missa afl fáeinum sekúndum áður en hún dó. Var undir töluverðu álagi (þung kerra upp langa brekku) og á töluverðum snúningi, en samt vel innan við rauða strikið, og hitamælir steig ekki.

2. Passa einhverjar aðrar vélar beint í, án þess að þurfa að mixa eitthvað? Og úr hvaða árgerðum?

M.b.k., Kári.

Re: Suzuki mótorar

Posted: 19.nóv 2014, 19:05
frá Lada
Sæll.

Ég hef hingað til haldið að þetta væru áreiðanlegar og endingagóðar vélar. Ég þekki til manns sem var með nákvæmlega svona bíl sem vinnubíl og hann var ekinn nálægt 300.000 km. þegar hann seldi hann í fínu standi.

Kv.
Ásgeir

Re: Suzuki mótorar

Posted: 19.nóv 2014, 19:22
frá Sævar Örn
Ég held að þetta sé eitthvað alveg sérstakt

En uppgerð kemur sjálfsagt ekki til greina nema svo vel vilji til að hann hafi bara snúið legu og ekki skemmt sveifarás né neitt annað


í öllum tilfellum væri betra að fá notaðan mótor í svipuðu standi og þessi var fyrir því það er engin ástæða til annars en að sá endist helmingi lengur

Re: Suzuki mótorar

Posted: 20.nóv 2014, 11:32
frá juddi
Var ekkert aukahljóð byrjað að heyrast veit að tímakjeðjurnar hafa stundum farið en gera boð á undan sér svo oftast er skipt um þær aður en allt fer til fjandans

Re: Suzuki mótorar

Posted: 20.nóv 2014, 21:02
frá kaos
Takk fyrir svörin. Léttir að heyra að vélarnar teljist almennt áreiðanlegar; það þýðir væntanlega að súkkan fær framhaldslíf með annarri vél :-).

juddi wrote:Var ekkert aukahljóð byrjað að heyrast veit að tímakjeðjurnar hafa stundum farið en gera boð á undan sér svo oftast er skipt um þær aður en allt fer til fjandans


Það heyrðist reyndar smá tikk í hægaganginum, búið að vera frá því að ég fékk bílinn í lúkurnar fyrir 8-9 mánuðum síðan. Mig var farið að gruna að það væri þekkt vandamál varðandi tímakeðjustrekkjara, sjá http://www.jasperengines.com/pdf/Suzuki25ChainRattleTB.pdf. Annaðhvort það eða undirlyftutikk. Það var samt ekki orðið mjög hávært, og hvarf um leið og maður gaf inn, svo ég var ekki farinn að hafa miklar áhyggjur af því, kannski ranglega.

--
Kveðja, Kári.