Síða 1 af 1
Boddyhækkun
Posted: 18.nóv 2014, 20:44
frá Gisli1992
Til að fa loglega boddyhækkun þarf þa ekki að hækka 4 boddyfestingar eru þa einhverjar reglur hvaða festingar það eru?
Spyr sa fafroði
Mbk Gisli
Re: Boddyhækkun
Posted: 18.nóv 2014, 21:07
frá Freyr
Engar slíkar reglur en það að nota bara klossa er ávísun á ónýtt boddý. Án hækkaðra festinga (algjört lágmark 2) springur boddýið í klessu út frá klossunum vegna hreyfingarinnar sem er milli yfirbyggingar og grindar.
Re: Boddyhækkun
Posted: 18.nóv 2014, 23:25
frá Ásgeir Þór
Ég boddyhækkaði patrolin hjá mér þar eru 10 festingar. setti 6 úr plasti, og svo 4 þeirra smíðaði ég úr járni sem ég setti undir orginalpúðann og hafði þær á álagsmestu stöðunum. Hafði svosem ekki séð það gert áður en fannst það hljóma betur en vera með allt á plastkubbum.
Re: Boddyhækkun
Posted: 19.nóv 2014, 08:38
frá Tómas Þröstur
Hef svo sem ekki slæma reynslu af boddí hækkun með klossum og hef keyrt 4 jeppa samtals 750.000 km á 3 tommu klossum á þess að færa upp festingar og engin vandamál. En það er æskilegt að færa upp grindarfestingar á að minnsta kosti 2 stöðum upp til að boddíið standi stöðugra og fái stuðning frá grind í stað þess að vagga á henni ef kæmi til slys og áreksturs. Boddíhækkun er oftast eina hækkunin sem eitthvað vit er í fyrir bíla með sjálfstæða fjöðrun því þá koma ekki of brött horn á drifliði, hjólabúnað og stýrisgang annan en stýrisstöng. Ekkert í hjóla-eða fjöðrunarbúnaði stendur á tampi á útslagi heldur eftir boddíhækkun. Þó svo að klossar hafi virkað hjá mér þá myndi ég í dag ekki nota klossa heldur færa allar grindarfestingar upp. Sparar líka kaup á klossum og lúkkar mun fagmannlegra.