Boddyhækkun

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Gisli1992
Innlegg: 74
Skráður: 02.des 2013, 16:54
Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp

Boddyhækkun

Postfrá Gisli1992 » 18.nóv 2014, 20:44

Til að fa loglega boddyhækkun þarf þa ekki að hækka 4 boddyfestingar eru þa einhverjar reglur hvaða festingar það eru?
Spyr sa fafroði

Mbk Gisli


2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Boddyhækkun

Postfrá Freyr » 18.nóv 2014, 21:07

Engar slíkar reglur en það að nota bara klossa er ávísun á ónýtt boddý. Án hækkaðra festinga (algjört lágmark 2) springur boddýið í klessu út frá klossunum vegna hreyfingarinnar sem er milli yfirbyggingar og grindar.


Ásgeir Þór
Innlegg: 226
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Boddyhækkun

Postfrá Ásgeir Þór » 18.nóv 2014, 23:25

Ég boddyhækkaði patrolin hjá mér þar eru 10 festingar. setti 6 úr plasti, og svo 4 þeirra smíðaði ég úr járni sem ég setti undir orginalpúðann og hafði þær á álagsmestu stöðunum. Hafði svosem ekki séð það gert áður en fannst það hljóma betur en vera með allt á plastkubbum.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Boddyhækkun

Postfrá Tómas Þröstur » 19.nóv 2014, 08:38

Hef svo sem ekki slæma reynslu af boddí hækkun með klossum og hef keyrt 4 jeppa samtals 750.000 km á 3 tommu klossum á þess að færa upp festingar og engin vandamál. En það er æskilegt að færa upp grindarfestingar á að minnsta kosti 2 stöðum upp til að boddíið standi stöðugra og fái stuðning frá grind í stað þess að vagga á henni ef kæmi til slys og áreksturs. Boddíhækkun er oftast eina hækkunin sem eitthvað vit er í fyrir bíla með sjálfstæða fjöðrun því þá koma ekki of brött horn á drifliði, hjólabúnað og stýrisgang annan en stýrisstöng. Ekkert í hjóla-eða fjöðrunarbúnaði stendur á tampi á útslagi heldur eftir boddíhækkun. Þó svo að klossar hafi virkað hjá mér þá myndi ég í dag ekki nota klossa heldur færa allar grindarfestingar upp. Sparar líka kaup á klossum og lúkkar mun fagmannlegra.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir