Síða 1 af 1

Eins hásing í xj og grand cherokee?

Posted: 13.nóv 2014, 08:00
frá Guðmundur Ingvar
Góðan dag
Ég er með jeep grand cherokee, 4ltr árg.1996. Það er farinn hjöruliðskross út við hjól vinstramegin. Sem er ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að síðast þegar skipt hefur verið um kross þarna hefur hann ekki verið splittaður af einhverjum ástæðum heldur punktaður í.
Og þá spyr ég,
Ég er með '89 árgerð af cherokee, passa öxlarnir á milli? Svo ég heti notað splittin sem fylgdu nýja krossinum.

Kv
Guðmundur

Re: Eins hásing í xj og grand cherokee?

Posted: 13.nóv 2014, 08:09
frá Kiddi
Hugsanlega - á einhverjum tímapunkti í kringum 1995 eða svo var hjöruliðskrossinn stækkaður úr 27mm hettu upp í 30mm. Eina leiðin til að sjá hvort þetta passar er því að mæla þvermálin á götunum í eyrunum því það er mögulegt að það sé búið að hræra í þessu á alla kanta. Lengdin á öxlunum er sú sama.

Re: Eins hásing í xj og grand cherokee?

Posted: 13.nóv 2014, 12:10
frá gambri4x4
Allar líkur á þvi að þetta passi,,,,en það er þægilegra og fljotlegra bara skifta um öxulinn allann,,

Re: Eins hásing í xj og grand cherokee?

Posted: 13.nóv 2014, 12:51
frá Guðmundur Ingvar
Það stóð aldrei annað til en að skipta um allan öxulinn ef hann passaði úr þeim gamla og nota þá nýja krossin sem ég var búinn að kaupa mér