Síða 1 af 1

Má sjóða eyra á bremsudælu??

Posted: 12.nóv 2014, 23:22
frá uoa
Það brotnaði efra eyrað á bremsudælunni hjá mér við framhjól á Defender spurningin er hvort sé í lagi að sjóða það aftur þangað til ég fæ nýja dælu

Re: Má sjóða eyra á bremsudælu??

Posted: 13.nóv 2014, 00:02
frá grimur
Ahhh...það er nú svolítið glannalegt.
BSA eða Guttarnir í Mosó hljóta að eiga dælu.

Re: Má sjóða eyra á bremsudælu??

Posted: 13.nóv 2014, 01:01
frá Freyr
Mér liði betur án dælunnar með slæma en fyrirsjáanlega aksturseiginleika heldur en að eiga á hættu að hún brotni frá t.d. með þeim afleiðingum að hún spenni sig fasta og læsi hjóli. Hinsvegar er annað mál að ég met svona bíl einfaldlega óökufærann nema ef væri til að koma honum til byggða ef þetta gerðist í ferð.

Kv. Freyr

Re: Má sjóða eyra á bremsudælu??

Posted: 13.nóv 2014, 10:01
frá Sævar Örn
Það er ekkert sem bannar þetta, hinsvegar skaltu vita að það er oft þrautin þyngri að sjóða í þetta járn sem notað er í bremsudælur öllu jafna án þess að járnið teygi sig og haldi áfram að springa meðfram suðu, þetta er t.d. þekkt með afgashús á túrbínum og hjólspyrnur og pústgreinar úr samskonar efnum

Þó álagið á eyrun á bremsudælunni sjálfri sé ekkert umfram þyngd dælunnar þarf dælan samt að þola hitaþenslu sem getur verið mjög hröð, því hemlun skapar auðvitað mikinn hita og oft fer hann nokkuð rakleitt í bremsudælukjálkana og bremsudæluna sjálfa


Ég myndi í þínum sporum forðast þessa aðgerð nema þrautreynt sé að samskonar dæla í lagi fáist ekki með góðu móti

Re: Má sjóða eyra á bremsudælu??

Posted: 13.nóv 2014, 12:19
frá uoa
Önnur dæla á leiðinni sem verður sett í þessi verður kannski soðinn sem vara vara dæla,takk fyrir skjót og góð svör