Síða 1 af 1
Breytingapælingar.
Posted: 20.feb 2010, 19:18
frá Ingaling
Sælir. Er með smá pælingu sambandi við cherokee-inn hjá mér. nú eru fjaðrirnar að aftan orðnar svolítið slappar og þar sem hann er á orginal 29" dekkjunum enþá. Ég ætla að breyta þessum bíl tvisvar. Þar að segja byrja á að lyfta honum um svona 2-3 cm og setjann á 31" svona fyrir sumarið og á meðan ég er að viða að mér þeim hlutum sem þarf til að gera alvöru fjallajeppa. Svo verður farið í stóru breytinguna.
Kemur þá að þeirri pælingu hjá mér að aftan. Hafa menn sett gorm á milli fjaðra og boddý og fengið með því þá svona 2-3 cm lyft, og ef svo er hvaða gorma er best að nota?
M.b.k. Ingi Bjöss.
Re: Breytingapælingar.
Posted: 21.feb 2010, 09:18
frá Stebbi
Þú gætir til dæmis fengið þér framgorm úr svona XJ eins og þínum og skorið hann í lengd, svo voru gormar úr Daihatsu Charade vinsælir í svona líka. Annars sakar ekki að hringja í Benna, Stál og stansa eða Ljónstaði og athuga hvort þeir eigi lift-blað í svona bíl á gamla genginu.
Re: Breytingapælingar.
Posted: 21.feb 2010, 15:34
frá Ingaling
lyft blaðið er ekki vandamál, ég get tekið aðalfjöðrina (main leaf) og skorið af henni augun og bætt inní og fengið með því svona ca 1" en ég held að ég fái mykri fjöðrun með því að bæta gorm.
Re: Breytingapælingar.
Posted: 21.feb 2010, 16:43
frá Kiddi
Ég myndi athuga með Yaris afturgorma
Re: Breytingapælingar.
Posted: 21.feb 2010, 16:52
frá jeepson
Ekkert að vera lyfta fyrir 31" bara skera aðeins úr :)
Re: Breytingapælingar.
Posted: 22.feb 2010, 01:10
frá Freyr
Þessir bílar eru leiðinlega lágir ef það eru engir upphækkunarklossar undir þeim svo ég skil vel að hann vilji lyfta aðeins. Einnig þá tekur bara eitt kvöld að setja klossa í hann en töluvert meiri vinna að klippa ef það er gert vel.
Freyr