Síða 1 af 1
					
				Samsláttarpúðar?
				Posted: 09.nóv 2014, 16:07
				frá andrib85
				Sælir. ég er með ford Ranger sem vigtar um 1350kg að framan, eins og staðan er núna þá er ég með þessa klassísku Benz púða að framan og ég er ekki sáttur við þá. hvaða samsláttarbúðar eru í boði sem gefa ekki svona mikið rebound. p.s. ég veit að bump stop er málið en ég tími ekki að fara útí það núna.
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 10.nóv 2014, 14:29
				frá ingi árna
				Ég er í sömu vandræðum að aftan hjá mér, skjóta bílnum svakalega upp ef hann nær í samsláttinn. 
Ég veit að einhverjir hafa borð þvert í þá til að reyna mýkja þá eða skera neðsta kubbinn af, ég er að pæla í að bora mína og sjá hvað gerist.
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 01:50
				frá lecter
				
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 08:07
				frá ellisnorra
				Ég skar neðsta hringinn af bens púðunum hjá mér, þvílík breyting á bílnum! Eftir skurðinn var þetta alveg þokkalegt, ekkert bump-stop gott en hann var ekki að sprengja sig í sundur í hvert skipti.
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 17:46
				frá Hjörturinn
				Varðandi það að mýkja púðanna, er ekki einmitt málið að gera þá stífar? Er ekki vandamálið að þeir eru að taka of mikinn þátt á fjöðruninni?
Ef maður styttir púðann þá er fjöðrunarkerfið búið að taka betur við álaginu þegar þetta skellur svo á púðanum og þá ætti að vera minna bakslag
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 17:58
				frá Sævar Örn
				Hvað um að nota frekar alvöru tvívirka dempara og láta þá sjá um sundurslagið ekki síður en samslagið
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 18:44
				frá Lindemann
				Demparar endast nú ekki mjög lengi ef þeir slá harkalega saman. Ég myndi allavega ekki vilja sleppa samsláttarpúðum í bíl sem þarf að fjaðra mikið
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 19:17
				frá Sævar Örn
				Nei ekki sleppa þeim, nota þessa áfram en láta demparana "dempa" fráhrindiaflið(rebound force) í samsláttarpúðunum
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 19:23
				frá Magni
				En hvað með að bora gat í gegnum samsláttarpúðana? Þeir eru flest allir með loftrúm í miðjunni sem hjálpar við samláttinn. Sumir hafa borað neðan úr plattanum þar sem púðinn leggst saman. Svo væri hægt að bora gat í gegnum púðann, það myndi hjálpa að hleypa loftinu úr og hægt væri að vera með nett gat til að byrja með... Bara pæling.
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 21:19
				frá Freyr
				Sævar Örn wrote:Nei ekki sleppa þeim, nota þessa áfram en láta demparana "dempa" fráhrindiaflið(rebound force) í samsláttarpúðunum
Ef demparinn á að vera nógu stífur í sundur til að halda vel við kraftinn sem púðinn gefur þá er hann allt of stífur alla restina af sviðinu þegar púðinn tekur ekki þátt. Slík uppsetning er glötuð, búinn að prófa það sjálfur á fleiri en einum bíl.
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 11.nóv 2014, 23:58
				frá andrib85
				Ég hugsa að èg byrji að stytta púðana. Sjá hvað það gerir
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 12.nóv 2014, 00:05
				frá grimur
				Þessar hugmyndir með að loftrloftrýmið inni í benz púðunum hafi eitthvað að segja í fjöðrun á bíl eru algerlega óraunhæfar. Við að þjappa púðanum saman hálfa leið er þrýstingurinn orðinn ca 1kg/cm2 sem gæti verið kannski 7 kg sirka miðað við nálægt 30mm þvermál á gati. Það er nánast ekki neitt samanborið við kraftinn sem þarf til að pressa svona púða hálfa leið saman.
Að skera af, bora þvert og annað slíkt hefur allt önnur og meiri áhrif.
Kv
G
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 12.nóv 2014, 00:23
				frá Freyr
				Passa bara að demparinn nái ekki að slá saman fyrir vikið.
Varðandi loftpúðavirknina sem nefnd er hér að ofan: Svona púði pressast ca. 60% saman (7 cm af 12) en loftrýmið nær ca. 3/4 upp púðann, Það rými þjappast saman um ca. 70% (geri ráð fyrir að efsti hlutinn með rónni pressist mun minna en restin) sem þýðir ca. 3x hærri loftþrýstingur en í umhverfinu að því gefnu að ekkert loft sleppi út. Sá litli þrýstingur virkar á örfáa cm2. Niðurstaðan er sú að þetta eru örfá N sem þrýsta bílnum upp og hafa ekkert að segja. 3x14,7 psi = 44 psi / 200 N / 20 kg, á fertommu, miðjugatið er sennilega nálægt fertommu, þetta eru s.s. nálægt 20 kg í lyftikraft sem loftþrýstingurinn í svona púða skapar sem er bara dropi í hafið og skiptir því engu í heildarmyndinni. 
Hinsvegar hef ég sjálfur stundað það að bora svona púða alveg í klessu með góðum árangri en það byggir á því að gúmmíið verður svo mjúkt að það klessist saman við mikið minna álag. Fyrir vikið er uppsöfnuð orka í púðanum mikið minni en í óboruðum og því þrýstir hann bílnum ekki upp af sama krafti og óboraður.
Kv. Freyr
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 12.nóv 2014, 00:24
				frá Freyr
				hehe jæja ég var of lengi að skrifa minn póst, grímur búinn að koma því sama til skila.
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 12.nóv 2014, 13:45
				frá Ýktur
				Það er nýleg umræða um þetta á f4x4 vefnum: 
http://www.f4x4.is/spjallbord/umraeda/samslattarpudar-2/Þar vilja menn meina að púðar úr "froðu-úrethan" virki ekki mikið verr en glussa samsláttur.
Annað með þessa "Bens" púða, það er ekki sama original púðar úr Bens og svo eftirlíkingin sem Bílanaust er að selja, þeir eru miklu miklu stífari.  Original Bens púðar skjóta jú bílnum upp en eru ekki nærri eins slæmir og eftirlíkingin.  Eftirlíkingin þekkist á því að hún er fest með bolta sem gengur niður í hana en original púðar eru með pinna uppúr og festir með þar til gerðri klemmu.
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 12.nóv 2014, 15:59
				frá MixMaster2000
				Er þetta ekki bara málið ef maður tímir ekki að fara í loft stoppara.
http://www.polyperformance.com/shop/Day ... p-208.htmlkv Heiðar
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 08:42
				frá Sæfinnur
				Ég setti svona undir Econnoline sem ég átti einusinni.  Þeir fóru í tætlur í fyrstu ferð.
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 10:43
				frá Lindemann
				Veit einhver úr hvaða bílum þessir "Benz púðar" koma upprunalega? 
Augljóslega eru þeir ekki notaðir í allar Benz bifreiðar, mig langaði að sjá hvað "orginal" púðar kosta :)
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 11:09
				frá Ýktur
				Lindemann wrote:Veit einhver úr hvaða bílum þessir "Benz púðar" koma upprunalega? 
Ég keypti svona í Ræsi á sínum tíma með því að biðja um "Jeppapúða".  Hef trú á því að þeir í Öskju kannist líka við málið.  Heyrði tvær útgáfur af því úr hverju þetta er, annars vegar úr Bens sendibílum svokölluðum kálfum og hins vegar væri þetta notað undir stýrishúsið á stórum Bens vörubílum.
Sæfinnur wrote:Ég setti svona undir Econnoline sem ég átti einusinni. Þeir fóru í tætlur í fyrstu ferð.
Áhugavert, getur verið að froðan dragi í sig vatn þegar púðarnir þenjast út aftur eftir samslag.  Vatnið frýs og púðinn springur við næsta samslag...
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 12:44
				frá Lindemann
				Voru púðarnir sem þú keyptir með pinna og splitti?
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 12:53
				frá Ýktur
				Þeir voru með pinna og splitti/klemmu til að festa þá.
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 13:12
				frá Lindemann
				Ok, þeir kosta rúm 6þús stykkið orginal og koma úr benz kálfi
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 14:01
				frá Ýktur
				Lindemann wrote:Ok, þeir kosta rúm 6þús stykkið orginal og koma úr benz kálfi
Hvað kostar eftirlíkingin í Bílanaust?
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 13.nóv 2014, 14:42
				frá RunarG
				Ýktur wrote:Lindemann wrote:Ok, þeir kosta rúm 6þús stykkið orginal og koma úr benz kálfi
Hvað kostar eftirlíkingin í Bílanaust?
 
Þeir kosta meira en það minnir mig. Man nú samt ekki hvað þeir kostuðu!
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 15.nóv 2014, 01:55
				frá MixMaster2000
				Sæfinnur wrote:Ég setti svona undir Econnoline sem ég átti einusinni.  Þeir fóru í tætlur í fyrstu ferð.
 
Já ok. Ég hef ekki prófað þetta sjálfur.
kv Heiðar
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 15.nóv 2014, 01:57
				frá MixMaster2000
				Lindemann wrote:Veit einhver úr hvaða bílum þessir "Benz púðar" koma upprunalega? 
Augljóslega eru þeir ekki notaðir í allar Benz bifreiðar, mig langaði að sjá hvað "orginal" púðar kosta :)
Keypti einmitt svona í Ræsi líka. fyrir möööörgum árum síðan
Ég er reyndar með eftirlíkingu núna
kv Heiðar
 
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 15.nóv 2014, 15:00
				frá juddi
				Það eru til einhverjir foam púðar í Stál og stönsum
			 
			
					
				Re: Samsláttarpúðar?
				Posted: 15.nóv 2014, 19:58
				frá nobrks
				Ég prófaði afskorinn eftirlíkingarpúða m spacer í staðin fyrir Langan LC púða, því mér fannst LC púðinn taka of mikinn þátt í samslaginu.
Afskorni púðinn var vægast sagt ömurlegur.
Setti LC púðann aftur í og skar aðeins úr fyrsta hringnum, þvílík hamingja 
1200kg að framan