Síða 1 af 1
[Komið] Setja ARB lás í Dana 44 hjálp?
Posted: 09.nóv 2014, 12:57
frá eyberg
Sælir spjallverjar,
Er eihver sem fybst faman að setja læsingar í hásingar?
Er með ARB gen 1 lás og Dana 44 með 4.56 hlurföllum en hef ekki kunáttu til að setja þetta í.
Er einhver hér svo góður til að hjálpa mér með þetta?
ATH hásing er ekki undir bíllum hjá mér, er með hana lausa :-)
Re: Setja ARB lás í Dana 44 hjálp?
Posted: 09.nóv 2014, 13:59
frá villi58
eyberg wrote:Sælir spjallverjar,
Er eihver sem fybst faman að setja læsingar í hásingar?
Er með ARB gen 1 lás og Dana 44 með 4.56 hlurföllum en hef ekki kunáttu til að setja þetta í.
Er einhver hér svo góður til að hjálpa mér með þetta?
ATH hásing er ekki undir bíllum hjá mér, er með hana lausa :-)
Þú gætir rifið hana í sundur og þrifið allt, tekið myndir um leið og þú rífur.
Ef þú gerir þetta þá sparar þú verulegan tíma og peninga, síðan fá hjálp með rest.
Re: Setja ARB lás í Dana 44 hjálp?
Posted: 09.nóv 2014, 17:27
frá olei
Ferlið í þessu er u.þ.b svona:
1) Merkir bakkana ef þeir eru ekki þegar merktir þannig að þeir fari örugglega á réttan stað aftur og snúi rétt. (kjörnari virkar)
2) Mælir slagið í drifinu með klukku áður en þú rífur það úr (þrífa olíuna af þessu fyrst til að mælingin sé marktæk). Markmiðið er að þegar læsingin er komin í þá sé slagið nákvæmlega það sama.
3) Skrúfar bakkana lausa, og spennir drifið úr, ef þú getur kippt því úr með hendinni þá er of laust á legunum eða þær ónýtar.
4) Þrífur upp drifkúluna að innan og kambinn vandlega.
5) Skrúfar kambinn af drifinu og færir hann yfir á læsinguna, herðir alla bolta með mæli og límir þá með gengjulími.
------
Hér byrjar síðan ballið sem gerir þetta verkefni frekar erfitt því að það þarf sérverkfæri til að draga legurnar af Dana 44 drifum án þess að skemma þær. Læsingin þarf að fara í drifið með mátulega mikið af skinnum undir legunum til að hún sé "þétt" í húsinu til að það sé nægileg spenna á legunum. Að auki þarf fyrrnefnt slag í drifinu að vera eins og það var þannig að drifið taki nákvæmlega eins og það gerði. Til að ná þessu tvennu þarf yfirleitt að draga legurnar af nokkrar ferðir til að breyta stilliskinnunum.
Þar fyrir utan er ýmislegt sem þarf að huga að með þetta, meta legur, athuga hvort að lásinn sé heill og stýringarnar á honum í lagi, hvort að hann sé sæmilega réttur. Hvort að drifið sé í lagi, pinion legur í lagi.. os. frv.
Það er margt sem mælir með því að fara með þetta á jeppabreytingaverkstæði og fá þetta gert rétt. Þeir hafa græjurnar og auka skinnur við hendina og kunna þetta. Þetta gæti verið 2 tíma vinna fyrir vanan mann.
Re: Setja ARB lás í Dana 44 hjálp?
Posted: 16.nóv 2014, 09:58
frá Sæfinnur
Ef þú ætlar að gera þetta sjálfur þá er réttast að setja saman með nýjum legum. Til að auðvelda vinnuna við að stilla drifið af hef ég hónað innanúr gömlu legunum með bremsudælu hónara þannig að þær gangi upp á sætið án mikilla átaka. Notað þær svo meðan verið er að finna hvað á að vera af stilliskinnum undir þeim. þá er yfirleitt nóg að setja nýju legurnar á einu sinni í restina. Bara að muna að drifið má ekki vera of stíft í með gömlu legunum, því það verður yfirleitt altaf aðeins stífar á þeim nýju.
Kv Stefán
Re: Setja ARB lás í Dana 44 hjálp?
Posted: 04.jan 2015, 17:14
frá eyberg
Jæja þá er ég kominn með læsinguna og hásingu, en þá vantar mér einhvern sem er til í að kikka á þetta með mér og jafnvel setja þetta í.
Er alveg til að borga fyrir vinnuna.
Þarf líka að vita hvað ég þarf að kaupa áður en byrjað er :-)
Einhver sem vil smá auka pening eftir jólin :-)