Að skipta um heddpakkningu í Patrol Y61, 2.8 vélin

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Að skipta um heddpakkningu í Patrol Y61, 2.8 vélin

Postfrá thorjon » 06.nóv 2014, 23:54

Sælir félagar,

Jæja þá er það staðfest að blessuð heddpakkningin er farin að leka (blása inn á vatnsgang). Búinn að panta varahlutina frá Milner Offroad í UK og nú langar mig að spyrja mér fróðari menn hvort þetta séu geimvísindi sem taki langann tíma að galdra fram, það er að segja er erfitt fyrir mig að rífa í sundur og skipta um pakkningu ? ( plana og þrýstiprófa að sjálfsögðu hjá Kistufelli eða álíka).

Finnst fara tvennum sögum hvort þetta sé stórmál eða ekki,,, tek fram að ég hef ekki rifið heddið af áður og leikur því forvitni á hversu mikið rifrildi þetta er eða hvort einhver lumi á eldri þráð hér inni sem fer yfir verkefnið "step by step"

Finnst andsk. blóðugt að borga 120 kall plús vsk. bara fyrir vinnuna ef hægt er að dunda skammlaust við þetta sjálfur.

Þetta er 98 módelið með 2.8 vélinni

kveðja: þórjón




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Að skipta um heddpakkningu í Patrol Y61, 2.8 vélin

Postfrá biturk » 07.nóv 2014, 00:20

ef menn kunna yfirhöfuð að skrúfa í bílum og vélum og hafa þokkalegt vit á því hvað þeir eru aðgera þá ætti þetta ekki að vefjast fyrirþeim

annars er bara fent í stöðunni

1. byrja að rífa, merkja allt sem fer í sundur, aðskilja bolta miðað við hluti á vélinni og taka mikið af myndum af öllu sem þú rífur og lesa þér til á netinu
2. sætta sig við að fá hann stífann inn í útblástursrörið og borga þennan 120 kall
3. fá einhvern vin eða kunningja til að hjálpa sér sem kann á þetta og borga
4. fá einhvern til að gera þetta svart sem er mælt með
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur