Síða 1 af 1
46" dekkja skurður
Posted: 05.nóv 2014, 22:14
frá ingi árna
Hvað hafa menn verið að skera þessi dekk mikið,
Er að pæla í að skera min svona.

- 20141105_154134.jpg (104.78 KiB) Viewed 4483 times

- 20141105_154156.jpg (141.74 KiB) Viewed 4480 times
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 06.nóv 2014, 12:54
frá villi58
Svona á að gera þetta, mjög fínt.
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 06.nóv 2014, 15:24
frá AgnarBen
Það er líka hægt að dýpka miðjuna talsvert ef munstrið þar er lítið.
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 06.nóv 2014, 16:00
frá ingi árna
Ja planið er að skera miðjuna svoldið niður, dekkjahnifurinn gafst bara upp, brann yfir:/
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 07.nóv 2014, 12:10
frá villi58
ingi árna wrote:Hvað hafa menn verið að skera þessi dekk mikið,
Er að pæla í að skera min svona.
20141105_154134.jpg
20141105_154156.jpg
Væri betra ef þú skerð hliðarkubbinn í áframhaldi af skurðinum á sólanum, léttir álagi á hliðunum sem hafa verið að valda vandræðum, fer að springa með þeim. Hafa kubba eins litla og hægt er á hliðunum, skera í tætlur og dekkið endist lengur.
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 07.nóv 2014, 14:45
frá juddi
Eða eins og einn snillingur af gamla skólanum sem ég þekki og mikill frumkvöðull í dekkjaskurði sagði þegar þú ert búinn að skera of mikið þá er þetta orðið gott
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 07.nóv 2014, 20:08
frá Hagalín
Færi varlega að dýpka munstrið ef þú ert með þungan bíl. Strigarnir eru ekki allir nákvæmlega á sömu dýpt í þessum dekkjum og ekki gott að skera í striga ef menn eru með mjög þunga bíla. En það er bara mín skoðun :)
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 07.nóv 2014, 23:25
frá ellisnorra
Rosalega eru þið kaldir að dýpka munstrið. Hafið þið efni á því að bera kostnað af tjóni/mannskaða EF þið lendið í óhappi og ÞEGAR þið verðið dæmdir í órétti vegna ólöglegs skurðar á dekkjum?
Eingöngu dekk merkt regroovable má dýpka munstur.
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 08.nóv 2014, 01:50
frá grimur
Það er nú vel þekkt að framlengja aðeins munstrið í akkúrat þessum dekkjum, enda efnismiklar blöðrur.
Ég hef ekki heyrt af því að þau hafi gefið sig eftir þannig æfingar.
Hins vegar hafa ákveðnar gerðir af dekkjum varla dugað ferðina á úrhleyptu og hvellsprungið í ofanálag, þá gjarna ný eða nýleg dekk sem ekkert hefur verið krukkað í.
Ég ræddi þetta einhvern tímann við túristabílstjóra. Hann sagðist hafa prófað þetta en dekkin urðu full miklir pokar fyrir svona þungan Excursion þannig að þau voru ekki notuð áfram þannig.
Undir létta jeppa þar sem varla þarf að pumpa í til að geta keyrt hugsa ég að þetta sé töluvert annað dæmi.
Ef ég væri dekkjaframleiðandi myndi ég ekki merkja regroovable þafnvel þó að ég vissi að það væri í lagi. Gömlu dekkin búin >> Ný eru keypt.
Hitt er alveg rétt Elli, að þetta er strangt til tekið stærðarinnar ábyrgðarhluti og að minnsta kosti rétt að menn séu meðvitaðir um hugsanlegar afleiðingar.
kv
G
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 08.nóv 2014, 02:32
frá ellisnorra
Ef illa fer þá er það svo dýrt dæmi að hægt væri að kaupa nýjan gang fyrir allan vinahópinn og gott betur fyrir "sparnaðinn".
Farið varlega félagar. Ég vona að ég hljómi ekki eins og einhver forræðisbelja, mér finnst bara svo tæpt teflt í þessu, ég er líka í umferðinni.
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 08.nóv 2014, 14:48
frá juddi
Hef aldrey heyrt um dekk sem hefur hvell sprungið útaf skurði en margoft um dekk sem hafa gert það útaf engum eða og littlum skurði en auðvitað er þetta á mjög gráu svæði
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 08.nóv 2014, 15:16
frá villi58
juddi wrote:Hef aldrey heyrt um dekk sem hefur hvell sprungið útaf skurði en margoft um dekk sem hafa gert það útaf engum eða og littlum skurði en auðvitað er þetta á mjög gráu svæði
Gæti verið mjög kostnaðarsamt ef maður lendir í tjóni, tryggingafélögin gera allt til að þurfa ekki að borga.
Hef reyndar ekki heyrt um að sólinn gefi sig vegna skurðar niður fyrir munstur, en hliðar hafa gefið sig marg oft eins of flestir vita. Ég held að við skurð niður fyrir munstur þá hvellspringa dekk ekki heldur byrjar að leka lítilháttar og svo meira við meiri notkun, það er jú slatti af striga og vír sem þarf að gefa sig. Það sem menn þurfa að vita að bíll hefur ekki eins góða aksturseiginleika ef t.d. eitt dekk er er mjög lint en hin með eðlilegum þrýsting.
Re: 46" dekkja skurður
Posted: 08.nóv 2014, 15:59
frá jeepson
Þetta er ekkert flókið. Ef að menn eru of nískir til að kaupa önnur dekk. þá ættu þeir kanski ekkert að vera í þessum bransa. Að mínu mati sker maður ekki niður fyrir orginal munstursdýpt á dekki.. Vona að menn taki þessum skrifum mínum ekki ílla. En ég er sammála því sem að Elli er að segja. Menn eiga ekkert að vera taka sénsa með dekk.. En þetta er bara mín skoðun og skiptir sjálfsagt ekki miklu máli. En allir eiga rétt á sinni skoðun.. ;)