Síða 1 af 1
Rust-O-Lene (Rust convertor)
Posted: 02.nóv 2014, 21:54
frá stebbi1
Sælir, er að skipta um framrúðu í patrol hjá mér og þarf aðeins að laga smá yfirborðsryð undir henni.
Er búinn að pússa og bursta svo mest af ryðinu er farið í burtu þó er yfirborðið nokkuð gróft svo ég var að hugsa um að skella smá rust converter á þetta.
Leitaði hérna á spjallinu og sá að menn höfðu misjafnar skoðanir á efnum sem þessu.
En hefur einhver notað þetta frá Kemi?
http://www.kemi.is/rust-o-lene-rydstopp-500-ml.html#.VFajXvmsXCs Kv. Stefán
Re: Rust-O-Lene (Rust convertor)
Posted: 03.nóv 2014, 13:05
frá villi58
Sandblása grunna og lakka, besta ráðið.
Re: Rust-O-Lene (Rust convertor)
Posted: 05.nóv 2014, 20:33
frá stebbi1
Auðvitað væri best að sandblása þetta, veit það. En það er bara aðeins meiri annaðhvort fjárfesting eða föndur við að smíða græjjur.
Engin sem hefur prufað þetta?
Re: Rust-O-Lene (Rust convertor)
Posted: 05.nóv 2014, 20:41
frá joisnaer
ég hef prufað þetta efniog ekkert útá það að setja nema það, nema þetta verður svoldið hömruð áferð af þessu. besta sem hægt er að gera er að setja smá spasl yfir og svo mála.
en þetta virðist halda ryðinu alveg í skefjum þar sem þetta er sett, en það þarf náttúrulega að vera smá ryð svo efnin í þessu geti unnið á móti því
Re: Rust-O-Lene (Rust convertor)
Posted: 19.nóv 2014, 20:12
frá helgibj
Sælir ég er bílmálari mín reynsla af þessu rustkonverter töfra drasli er ekki góð. Ég og mæli mikið frekar með að þú reynir að spóla riðinu alveg burt. Til dæmis með einhverri steinskífu í slípirokk eða bandslípivél eða einhverju sem mokar sig aðeins niður, bara ekki bláma járnið mikið og nátturulega ekki fara í gégn um það, svo grunnar þú þetta með epoxí grunn og pennslar svo einhverju tveggjaþátta lakki yfir þetta.
kv Helgi