Síða 1 af 1

Hilux loftpúðar spurning??

Posted: 02.nóv 2014, 21:19
frá Toy
Sælt veri fólkið, ég er með Toyota hilux extra cab og yfir sumarið er á honum camper og þá er hann
pínu svagur, mér var bent á að setja loftpúða með fjöðrunum veit eitthver hvar maður fær loftpúða
sem gætu passað í þetta? eða er eitthver með betri lausn á þessu?


Kv. Ingvar

Re: Hilux loftpúðar spurning??

Posted: 02.nóv 2014, 21:37
frá gunnlaugurs
Verð að viðurkenna það að ég kann ekki svar við spurningunni hjá þér varðandi mismunandi lausnir. Hins vegar var ég að láta breyta Ford 350 nýlega og setja undir hann loftpúða í stað fjaðra að aftan. Fyrir breytingu voru stuðningsloftpúðar undir orginalfjöðrunum en hann hafði verið notaður undir camper. Þeir liggja hjá mér og eru mér ekki til neins gagns. Ef slíkir púðar gætu hentað þér þá geturðu fengið þá fyrir lítið.

Re: Hilux loftpúðar spurning??

Posted: 02.nóv 2014, 23:48
frá Toy
Sæll vertu Gunnlaugur, ég væri til í að skoða þessa loftpúða hjá þér ég gæti hugsanlega notað þá
þó að þeir séu úr þyngri bíl alla vega betra en að þeir séu of litlir ertu á höfuðborgarsvæðinu?
símin minn er 8604428

kv. Ingvar

Re: Hilux loftpúðar spurning??

Posted: 15.nóv 2014, 21:20
frá Lindemann
Ég hef sett svona undir hiluxeinhverntíman, það er mjög sniðugt að gera þetta til að halda fjöðrunareiginleikunum þegar bíllinn er þungur.

Það skiptir engu máli þó púðarnir séu undan þyngri bíl ef þeir komast vel fyrir. Þar sem þetta eru bara stuðningspúðar þá þarftu bara lægri loftþrýsting í burðarmeiri púðana en burðarminni, kemur út á það sama.

Re: Hilux loftpúðar spurning??

Posted: 15.nóv 2014, 21:31
frá Fordinn
Hann ætti að geta notað púðana enn þarf sennilega að mixa festingar fyrir þá...