Síða 1 af 1
LandCruiser 90 stífufesting
Posted: 29.okt 2014, 18:05
frá jongud
Ég þarf að láta laga stífufestingu sem ryðgaði í sundur, efri stífufestingu á afturhásingunni. Hver tekur svona að sér og hvar fær maður nýja festingu.
(Það er ekki púkkandi upp á þá gömlu)
Þarf e.t.v. að smíða hana frá grunni?
Re: LandCruiser 90 stífufesting
Posted: 29.okt 2014, 18:29
frá biturk
Það er bara að smíða frá grunni, lang einfaldast
Re: LandCruiser 90 stífufesting
Posted: 01.nóv 2014, 11:33
frá jongud
Ég skreið undir kvikindið og skoðaði vel og vandlega í góðri birtu. Það virðist sem betur fer bara vera þessi festing sem hefur eitthvað ryðgað. Hin festingin bílstjórameginn virðist í góðu lagi. Bíllinn er búinn að vera á höfuðborgarsvæðinu allan tímann ('97 árg.) nema hvað hann var á Selfossi frá 2006 til 2011 (fjandans salt!).
En það verður líklegast gert við þetta í næstu viku...