Síða 1 af 1

Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 25.okt 2014, 20:28
frá creative
Sælir mig vantar annað álit hjá mönnum hérna á spjallinu

Hvað mynduð þið halda að væri að ??? ég var komin niðrá að sveifaráslega sé farin

ég skipti um heddpakningu og hedd fyrir um mánuði því það kom gat í heddið og náði vélin að hitna þá. að sögn eiganda var allt í stakasta lagi þangað til fyrir um viku síðan þá byrjuðu smellirnir að koma og lýsir sér í því að þeir eru á lágum snúning en þegar er gefið inn þá hverfa þeir ca yfir 2800 snúningum. vélin gengur líka mjög illa í hægagangi mjög mikil tilviljun réði hvenar smellirnir komu fyrst en núna eru þeir alltaf. bíllinn reykir mikið bláum reyk er ég búin að skipta um eldsneytislokana og útiloka þá

læt hérna vídeo af gangnum
Image
http://vid216.photobucket.com/albums/cc ... y4zzg7.mp4

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 25.okt 2014, 20:34
frá olei
Hljómar eins og hann gangi ekki á öllum cylindrum. Ef hann hefur hitnað fyrir stuttu síðan mundi ég skjóta á rifinn stimpil/fastir hringir sem veldur því mjög lélegri þjöppu. Ertu búinn að þjöppumæla hann?

Hvernig litu strokkarnir út þegar þú skiptir um heddpakninguna?

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 25.okt 2014, 20:38
frá biturk
Hann er alveg klárlega ekki að ganga á öllum miðað við þetta

Þjöppumæla, kanna hvort hann fái eldsneiti á alla cylendra og vinna útfrá því

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 25.okt 2014, 20:47
frá creative
Vá menn snöggir að svara

en já bíllinn gekk samt mjög vel fyrir stuttu og ekkert að honum þá þannig að mér fynst ólíklegt að
hann sé með rifin stimpil eða fasta hringi en ég prófa að þjöppumælan fyrst

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 25.okt 2014, 21:01
frá olei
Það er líklegt að þú sjáir eitthvað ef þú kippir pönnunni undan. Getur tékkað á legum og skoðað strokkveggina, velt til stimplunum til að finna hvort að það sé misjafnt slag í þeim og kannski séð eitthvað neðst í strokkunum. Allavega hljómar græjan þannig að mér þykir mjög ólíklegt að þú sleppir við að opna mótorinn. Hvort sem það er ofan eða neðan frá - líklegast bæði.

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 25.okt 2014, 22:13
frá svarti sambo
Hallast að því að þetta geti verið stangarlega. Sérstaklega ef frostlögur hefur farið ofaní pönnu. frostlögurinn skemmir hvítmálminn. Síðan er hún sennilega rifinn á sama sílender.

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 26.okt 2014, 09:28
frá Sævar Örn
Þessir mótorar gefa frá sér hin ótrúlegustu hljóð, það er alltaf eins og þetta sé að bræða úr sér en svo er ekki

Ég gæti alveg ímyndað mér að þetta hljóð komi allt vegna þess að hann gengur ekki jafnt, svo byrjaðu á þjöppumælingu og finndu orsök gangtruflunarinnar

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 26.okt 2014, 20:42
frá Aparass
Hljómar eins og hann sé farinn á stangarlegu.
Ég mundi taka pönnuna undan strax og athuga það áður en þú stútar sveifarásnum.
Ef þetta er ekki bíll í miklum átökum þá gæti alveg verið hægt að pússa ásinn til og fella undir legu og það gæti virkað árum saman.
Mæli samt ekki með því ef þetta er bíll á stærri dekkjum t.d.

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 26.okt 2014, 22:14
frá Heddportun
Opnaðu fyrst ventlalokið það er auðvelt og þá gæti skemmdur rocker/knastur komið í ljós annars er það stangarlega líklegast en ef það þarf ekki að vera ef smellirnir hætta á hærri snúning og eru handahófskenndir

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 26.okt 2014, 22:27
frá Izan
Sælir

Bara svona heimskuleg spurnign, er hann ekki bara hlaupinn yfir tönn á tíma s.s. orðinn allt of seinn?

Annars er hægt að prófa að losa upp á einum og einum spíss í einu til að athuga hvenær gangurinn breytist ekki, þá ertu kominn niður á einn cylinder.

Þegar Pattinn minn fór á stangarlegu þá breyttist gangurinn ekkert, bættist bara við mjög taktfast og reglulegt tikk hljóð. Auðvitað er þetta eitthvað mismunandi eftir því hvernig þær fara en ég hef heyrt fleiri vélar fara á þennan hátt.

Ég myndi byrja á að skoða tímann svo losa spíssa og síðast þjöppumæla (sem er auðvitað það sem gefur þér réttustu mynd af ástandi mótorsins og vel þess virði að byrja á því)

Svo segirðu okkur allt af létta að sjálfsögðu ;-)

Kv Jón Garðar

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 26.okt 2014, 23:07
frá creative
takk fyrir svörin Ég er ekkert farin að gera ennþá er bara búin að vera skoða möguleikana
ég tel það ólíklegt að hann sé hlaupin yfir á tönn

en ég læt vita hvað gerist í þessum málum reikna með að þjöppumæla núna fljótlega.
mig grunar að ég sleppi samt ekki við að opna mótorinn..

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 27.okt 2014, 00:30
frá biturk
það er alveg pottþétt að þú þarft að opna mótorinn, bara spurning hvar og best er að reina að finna hvað er að eða líklegast áður en það er gert

eins er ekki vitlaust að yfirfara tímann til að vera alveg pottþéttur á því því hann gæti hafa hlauoið og jafnvel beigt ventil ef þú ert óheppinn, þá geta komið tikk hljóð á ákveðnum snúningum og þá oftast hægasnúning

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 27.okt 2014, 10:47
frá bragig
Áður en þú opnar vélina, væri sterkur leikur að ganga úr skugga um að spíssar séu í lagi. Einn ónýtur spíss getur valdið því að vélin gengur ekki á þeim strokk og það koma svona smellir þegar bunan úr spíssnum er ekki rétt ýrð. Nýjar dísur í spíssana á þessa vél kosta ekki mikið. Mæli með díselverkstæðinu hjá framtak blossa uppá höfða.
Óskrifuð regla er að útiloka fyrst einfalda hluti áður en maður fer í stærri aðgerðir, getur sparað manni mikið fé og tíma.

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 27.okt 2014, 12:25
frá jeepcj7
Hefur ekki greyið farið saman vitlaus um 1 tönn og rétt náð að klappa í ventil þá er eins og smellirnir séu óreglulegir i byrjun og svo er ventill orðinn boginn/brotinn jafnvel gat á stimpli eða endi af knastás ég veðja á ónýtt hedd og líklega stangir/stimpla jafnvel meira.

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 27.okt 2014, 12:48
frá bragig
Gott að ganga úr skugga með tímann, auðvelt að ruglast á merkjum við samsetningu. En á myndbandinu hljómar þetta eins og hann gangi ekki á einum strokk.

Myndi líka athuga með spíssaþéttingarnar, þær eiga það til að verða óþéttar í þessum vélum. Getur valdið lélegri þjöppu þar sem loftið blæs upp með spíssnum.

Dæmi um óþétta spíssaþéttingu í om 602. Það sést samt ekki alltaf svona vel.
http://www.youtube.com/watch?v=LLHmcCkmfS4

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 27.okt 2014, 13:09
frá creative
hann fór ekki vitlaus saman enda strappaði ég knastástannhjólið við keðjuna áðuren ég tók það af og mótorinn var læstur á meðan og þar að auki törnaði ég vélini áður en ég startaði marga hringi til að vera viss.. síðan var bíllinn búin að fara í nokkrar hálendisferðir í millitíðini og allt gekk eins og smurt

en ég ætla að þjöppumæla og mæla tíman þegar ég kemst í þetta

ég er búin að skipta um spíssa þannig að þeir eru útilokaðir en það var talsvert sót á tveimur þeirra
sem rekur grun um að hann sé ekki að þjappa nóg

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 27.okt 2014, 18:40
frá biturk
Strekkjarinn getur slaknað og hleipt keðjunni um tönn....

Re: Óreglulegur gangur og smellir í hægagangi

Posted: 23.nóv 2014, 10:46
frá creative
Jæja ég komst loksins í málið og byrjaði að vinna í því að fara rífa heddið af aftur
en þegar ég var búin að losa soggreinina af þá tek ég efitr einhverjum hlut í soggrein á #3
sem útskýrir öll hljóð og læti. þar var lítil skrúfa búin að gera sér hreiður og stoppaði soglokan í því að geta
lokað sér allmennilega.. skemmtileg bilun þetta ! sennilega komist í reinnina við síðustu heddskipti..
mér fanst þetta mjög áhugaverð bilun því að á lágum snúning þá heyrði maður smelli en þegar var aukið við gjöfina
þá hefur skrúfan náð að losa sig vegna titrings og hraða ventilsins og hljóðið hvarf en kom svo aftur þegar snúningur lækkaði...

sá síðan að eldsneitisloki við #5 var að leka þannig að bíllinn gekk bara á 3 cyl sem skýrði kraftleysi

Þetta fer í reynslubankann :)