Upprifjun um Jeppaveiki.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
reyktour
Innlegg: 182
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá reyktour » 19.okt 2014, 21:27

Jæja var að smella 44" undir nýja trukkinn.
Vona bara að það fari að snjóa.
En það er skemmtileg jeppaveiki í honum núna. Grunaði það og best að vera búinn að koma því í lag áður en átökin byrja.
Ekkert vesen á 38"
ætla að byrja að ballansera
Það eru tveir stýristjakkar í honum.
Legur eru nýjar og stýrisendar.
Hvað mæla menn að maður gerir??

Væri flott að rifja öll gömlu trickin upp.

Kv. Sveinbjörn og Land Rover
rockybaby
Innlegg: 99
Skráður: 31.jan 2010, 15:53
Fullt nafn: 'Arni Þórðarson

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá rockybaby » 19.okt 2014, 21:44

Sæll . Ath allar fóðringar í stýfum og hliðarstýfunni sérstaklega , eins hvort eitthvað hlaup sé í stýrismaskínu.
mbkv : Árni

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1692
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá jeepcj7 » 19.okt 2014, 21:46

Tékka á spindillegum og hjöruliðum.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1249
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá Járni » 19.okt 2014, 22:16

Eru tveir tjakkar? Ertu viss um að það séu ekki bara tveir stýrisdemparar?

Annars legur og spindilhalli?
2000 Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
reyktour
Innlegg: 182
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá reyktour » 19.okt 2014, 22:23

Ein stýrisdæla og einn tjakkur.
þetta lýst mér á. flott að menn nenna að rifja þetta alt upp.
fer í fóðringar og hjólastillingu í vikunni.
Ballanseringinn er þó eftir.

Takk fyrir góðar ábendingar

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2758
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá elliofur » 19.okt 2014, 22:59

Stýristjakkur er með tvær slöngur í, stýrisdempari er ekki með neinar slöngur í. Á þessu er höfuðmunur.
Líklegast ertu með stýristjakk og stýrisdempara. Stýrisdælan er svo á vélinni, nær alltaf reimdrifin og dælir vökva í stýrismaskínuna, sem tengd er með upp í stýishjól annarsvegar og hinsvegar togstönginni. Millibilsstöngin er svo á milli framhjóla, og á hana eru væntanlega stýristjakkurinn og stýrisdemparinn tengdir, þó í einstaka tilfellum séu þeir á togstönginni.
Bara svo við séum með hugtökin á hreinu.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá baldur » 20.okt 2014, 16:28

Þessi jeppaveiki stafar í flestum tilfellum af neikvæðri og lítt dempaðri afturvirkni (feedback) í stýrisgangi. Það er að hjólin toga hásinguna í aðra áttina og vegna breytingar á afstöðu milli hásingar og togstangar beygir bíllinn í hina áttina, þetta víxlar svo átaksáttum, hásingin færist í hina áttina og stefnan breytist aftur. Vegna þess að það er grip dekkjanna sem er að toga hásinguna til þá verður síður vart við þessa veiki þar sem veggrip er minna, td á möl eða í hálku.

User avatar

atli885
Innlegg: 75
Skráður: 11.des 2011, 17:46
Fullt nafn: Atli G Ragnarsson
Bíltegund: 4runner 42"

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Postfrá atli885 » 20.okt 2014, 20:48

baldur wrote:Þessi jeppaveiki stafar í flestum tilfellum af neikvæðri og lítt dempaðri afturvirkni (feedback) í stýrisgangi. Það er að hjólin toga hásinguna í aðra áttina og vegna breytingar á afstöðu milli hásingar og togstangar beygir bíllinn í hina áttina, þetta víxlar svo átaksáttum, hásingin færist í hina áttina og stefnan breytist aftur. Vegna þess að það er grip dekkjanna sem er að toga hásinguna til þá verður síður vart við þessa veiki þar sem veggrip er minna, td á möl eða í hálku.


http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/st ... iindex.htm


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir