Alternator
Posted: 16.okt 2014, 11:50
sælir félagar,
ég var að skipta um alternator í gær í toyotu (Yaris), fékk uppgerðan af verkstæði og spennumæling sýndi 14,2V þegar bíllinn var ræstur, ég ákvað að taka smá rúnt því ég var að gera við fleira í bílnum uppi á lyftu og allt í fína.
Nema eftir ca 5 mínútur þá kviknaði hleðsluljósið í mælaborðinu og spennumæling sýndi bara geymaspennuna, einsog alternatorinn hefði bara hætt að hlaða.
Mér var sagt að þetta væri því að nú hefði alternatorinn verið að rembast við að hlaða tóman geymi (45Ah) því mér láðist að hlaða hann meðan bíllinn var uppá lyftunni og því væru kolin brunnin í honum.
stemmir að alternator ráði ekki við að hlaða tóman geymi þrátt fyrir að vera af þeirri stærð sem framleiðandi gefur upp ?
spyr sá sem ekki veit nema hvað hans eigin bíll hefur orðið straumlaus nokkrum sinnum (hóst hóst) og ekki hefur neitt brunnið þar þó alternatorinn hafi þurft að hlaða miklu stærri geymi (100Ah).
og í leiðinni, er rétt að hleðslustraumur á (blý) geymi sé aðeins um 5% af rýmd hans ? (þeas að 100Ah geymi skuli hlaða með ca 5A straum ?). ef svo er er þessu einhvern vegin stýrt, að spennuskynjunin á alternatornum hleypi aðeins t.d. 1V hærri spennu út af alternator heldur en er á geymi ?
mkb. Jón Ingi
ég var að skipta um alternator í gær í toyotu (Yaris), fékk uppgerðan af verkstæði og spennumæling sýndi 14,2V þegar bíllinn var ræstur, ég ákvað að taka smá rúnt því ég var að gera við fleira í bílnum uppi á lyftu og allt í fína.
Nema eftir ca 5 mínútur þá kviknaði hleðsluljósið í mælaborðinu og spennumæling sýndi bara geymaspennuna, einsog alternatorinn hefði bara hætt að hlaða.
Mér var sagt að þetta væri því að nú hefði alternatorinn verið að rembast við að hlaða tóman geymi (45Ah) því mér láðist að hlaða hann meðan bíllinn var uppá lyftunni og því væru kolin brunnin í honum.
stemmir að alternator ráði ekki við að hlaða tóman geymi þrátt fyrir að vera af þeirri stærð sem framleiðandi gefur upp ?
spyr sá sem ekki veit nema hvað hans eigin bíll hefur orðið straumlaus nokkrum sinnum (hóst hóst) og ekki hefur neitt brunnið þar þó alternatorinn hafi þurft að hlaða miklu stærri geymi (100Ah).
og í leiðinni, er rétt að hleðslustraumur á (blý) geymi sé aðeins um 5% af rýmd hans ? (þeas að 100Ah geymi skuli hlaða með ca 5A straum ?). ef svo er er þessu einhvern vegin stýrt, að spennuskynjunin á alternatornum hleypi aðeins t.d. 1V hærri spennu út af alternator heldur en er á geymi ?
mkb. Jón Ingi