Síða 1 af 1

Nokkrar spurningar varðandi Jeep Cherokee 2.5

Posted: 16.okt 2014, 04:44
frá Turboboy
Góđan.

Ég er međ 2.5L cherokee bsk. Ný búinn ađ fá bílinn og er ađ læra inn á þetta.
En þegar ég fékk bílinn þá var snertipunkturinn á kúplinguni alveg efst í pedalanum nánast. Í dag var ég ađ taka af stađ og svo þegar ég kúpla er snertipunkturinn í pedalanum alveg nánast kominn nidri golf og komid " laust slag " I pedalan enn hún snuðar ekki neitt.

Er barkakúpling í þessum bílum eđa vökva ?

Hvađ gæti vandamáliđ veriđ ?

Re: Kúpling í cherokee 2.5

Posted: 16.okt 2014, 05:10
frá Turboboy
Og hvadan er viturlegast ad panta dot I svona bila ? Med augum litid a verd og gædi ?

Og ein spurning I vidbot.

Er ad fara ad kaupa mer fjadrir med 3" hækkun frá bílabúđ benna. Og vantar ađ kaupa mér eitthverja dempara og fóđringar til ađ flútta međ því. Međ hverju mæli þiđ :)?

Re: Kúpling í cherokee 2.5

Posted: 16.okt 2014, 08:54
frá kaos
Þekki ekki beinskiptu Cherokeeana af eigin raun, en held samt að þeir hafi alltaf verið með vökvakúplingu. Mér skilst að elstu árgerðirnar hafi verið með þrælinn inní kúplingshúsinu, sambyggðan við kúplingsleguna, og tók beint á kúplingspressunni. Þetta reyndist víst ekki alltof vel og viðhald erfitt, enda skiptu þeir fljótlega yfir í "gamaldags" hönnun, með arm út úr kúplingshúsinu og þrælinn útvortis.

Ég myndi segja að fyrsta mál á dagskrá væri að staðfesta að nógur vökvi sé á beiðunni og kerfið leki hvergi.

--
Kveðja, Kári.

Re: Nokkrar spurningar varðandi Jeep Cherokee 2.5

Posted: 19.okt 2014, 23:40
frá Turboboy
Skilst að þessi kassi sé einmitt með "utanáliggjandi" Þræl. Enn hef ákveðið að fara bara alla leið og skipta um allan pakkan fyrst hún var að verða slöpp líka :)