Síða 1 af 1

Radius armar eða 4link að aftan í hilux

Posted: 13.okt 2014, 15:39
frá Ingólfur J
Sælir/ar hvað er það sem mælir á móti því að hafa radius arma að aftan, hvernig er það að virka og hvað er betra að hafa 4link
væri gaman að fá málefnalegar umræður um þessi mál.

Re: Radius armar eða 4link að aftan í hilux

Posted: 13.okt 2014, 20:35
frá jongud

Re: Radius armar eða 4link að aftan í hilux

Posted: 15.okt 2014, 12:38
frá Ingólfur J
væri gaman að fá reynslusögur líka :)

Re: Radius armar eða 4link að aftan í hilux

Posted: 15.okt 2014, 12:59
frá jeepcj7
Það er í sjálfu sér ekkert að því að nota radius arma að aftan þetta er orginal í slatta af bílum td. pajero,galloper,land cruiser og fullt af jeppum hafa verið smíðaðir með svona fjöðrun og virka bara fínt,gallinn við þetta er að það er eiginlega ómögulegt að stilla þetta til en 4 linkið getur þú stillt endalaust með því að færa efri og neðri stífur sundur og saman í fjölgata festingum.
En það er eins með þessa smíði og aðra þetta þarf að vera rétt upp sett til að virka vel,4 link þarf ekki að virka vel en getur alveg gert það fer allt eftir uppsetningu.

Re: Radius armar eða 4link að aftan í hilux

Posted: 15.okt 2014, 20:14
frá biturk
Getur haft stillanlegar stífur á radíusörmum til að fikta lítillega við pinjón halla

Re: Radius armar eða 4link að aftan í hilux

Posted: 16.okt 2014, 01:01
frá grimur
Almennt þurfa radíus armar að vera talsvert langir til að virka þokkalega, annars er hásingin alltaf að rembast við að keyra sig framundir bílinn og lyftir honum í átaki. Sérstaklega með stærri dekk, sem breyta horninu frá snertifleti við jörð upp í fóðringu við grind ansi hratt.
Þeir bílar sem ég hef átt/prófað með svona búnað hafa ekki fallið vel að mínum smekk eða aksturslagi.

kv
G