Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 29.des 2014, 12:24

Sælir félagar fór í það að törna vélinni til að setja hana á merki vegna tímareymaskipta þegar ég var búinn að törna um einn hring stoppar allt og er eins og járn í járn. Fór til baka og það gerist það sama ekki hægt að törna nema þennan tæplega hring. Tók ventlalokið af og dunkaði létt á ventlana sem allir eru lausir og allt löðrandi í olíu. Rokerarmar eru lausir líka tók glóðarkerti úr og spíssa og allt virðist hreint og fínt nema vélim föst á ákveðnum stað. Setti gírkassa og millikassa í nautral. En startari er enn í ætla að atka hann úr á eftir og kúplinguna og svinghjólið líka.Hvað halda menn að þetta geti verið.?????



User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bella

Postfrá Startarinn » 29.des 2014, 13:48

Ég er með eina hugmynd sem er líklega alveg útí hött, en getur verið að olíuverkið stoppi vélina ef það er stíflaður spíss?

Það ætti samt ekki að vera þar sem vélinn er væntanlega ekki á neinni gjöf.

En þetta er bara skot í myrkrið, ég hef aldrei heyrt um að þetta hafi gerst nokkurntíman, en hvað er að þegar ekkert er að?

Spurning hvort það er aðskotahlutur einhversstaðar fyrst vélin var gangfær.

Var gamla reimin ekki örugglega á?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Bella

Postfrá hobo » 29.des 2014, 13:49

Vélin vitlaus á tíma og rekst í ventla?
Prófa má að taka rokkerarmana af og törna aftur.


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bella

Postfrá juddi » 29.des 2014, 14:33

Taka glóðarkertin úr til að auðvelda þetta svo er ekki verra að sprauta prolong eða álýka inna cylendrana og láta standa yfir nótt eða tvær losa uppá spyssarörum til að ´tiloka hinn möguleikan að ofan, svo er eitt í þessu kanski bara ég en mér fynst synd að skera þetta boddy í sundur til að smíða pikupp væri ekki nær að fá boddy af stuttum bíl meyra til af þeym en langa
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 29.des 2014, 17:32

Sælir félagar. Fór í að greina þetta í dag. Tók úr startarann spíssa og glóðarkerti gírkassa aftan af og svinghjól. Allt stopp. Tók þá af túrbínuna og greinina og kíkti inn og þar var drulla og sót. Tók af soggreinina og enn allt fast. Losaði rockerarmana af og knastásinn og enn allt fast. Svo ég náði mér í haglabyssu og skaut helvítis hænun en hún var samt föst.Fór í endurlífgun og endaði á að taka heddið af og þá varð allt laust og fínt en fullt af ryð drullu ofan á stimplum. Slífar fínar og stimpilkollar en heddið þarf að taka og þrífa og losa um ventla og slípa þá. Svo það verður að fjárfesta í slípisetti og tímareym vatnsdælu og strekkjarahjóli. Ætla að skoða legur á morgun.Í sambandi við að gera sukkuna að extracab þá tel ég það vera eina vitið.ÞAð er enganvegin hægt að komast aftur í þessar hænur þegar eru komnir framstólar í þetta dót. Ég verð bara með bílstjórastólinn og excab bekk á þilinu aftur í og engan framfarþega stól. Mín reynsla er sú eftir að hafa ekið svona foxum lengi og átt sama foxinn 5 sinnum x 2 að þegar tveir fullorðnir karlmenn eru komnir samsíða fram í sitja þeir kinn í kinn og ef þeir snúa andlitunum að hvor öðrum á sama tíma snertast varir þeirra í lostafullum frönskum kossi. Strákar þetta eru ekki bílar þetta eru einsmanns bílar. Ég varð alltaf að opna gluggan og setja hálfan hausinn út og öxlina og handlegginn til að geta setið við stýrið og ef ég ætla að pissa og kúka inn í bílnum í vondu veðri þá verð ég að taka þakið af.

En ég nenni varla að klára þetta sukku dæmi svo ef einhverjum langar í þetta dót til að hafa eitthvað að gera þá bara hafa samband. kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 30.des 2014, 15:38

Sælir félagar þessi Guðni á sigló er nú meiri fílupokinn alltaf að hætta við ef á móti blæs. Jæja búinn að rífa og finna ástæðuna eins og að framan greinir. Ryð og sót ofan á stimpilkollum. Vélinn nær ekki að toppa og velta yfir. Búinn að þrífa og stillti heddinu á aftur og nú er allt eðlilegt. Næst fer ég svo í að slípa ventla og porta heddið og túrbógreinina og soggreinina. Ætlað aðeins að fikta í þessu og hreinsa burt stærstu gaddana og hólana og jafna opin svo þau skarist ekki mikið við pakkningarnar. Fæ slípisett og tímareym vatnsdælu og hjólin hjá Kistufelli eftir áramót. Kjallarinn virðist vera góður en það er sótbrún efst í slífunum sést á myndum. En félagar er eitthvað hægt að eiga við þessar vélar með það í huga að fá kanski aðeins fleiri hestöfl en þessi 93 sem hún er skráð fyrir kanski koma henni í 110 hestöfl. ????? kveðja guðni
Viðhengi
DSC00689.JPG
DSC00689.JPG (120.25 KiB) Viewed 18099 times
DSC00682.JPG
DSC00682.JPG (157.38 KiB) Viewed 18099 times
DSC00687.JPG
DSC00687.JPG (129.77 KiB) Viewed 18102 times
DSC00683.JPG
DSC00683.JPG (162.07 KiB) Viewed 18102 times
DSC00688.JPG
DSC00688.JPG (176.7 KiB) Viewed 18102 times
DSC00686.JPG
DSC00686.JPG (172.96 KiB) Viewed 18102 times

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Bella

Postfrá svarti sambo » 30.des 2014, 18:44

Ef það er hægt, þá myndi ég láta taka auka 1-2mm af heddinu í plönun. þá verður hún háþrýstari. Bara spurning hvort að stimplarnir leyfa það. En þá er spurning, hvort að það sé hægt að setja annann knastás, með styttri knöstum og flatari, til að stytta opnunina á ventlunum og lengja opnunartímann líka samhliða.
Síðast breytt af svarti sambo þann 30.des 2014, 19:07, breytt 1 sinni samtals.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 30.des 2014, 18:53

Sæll félagi það er bara ekkert pláss í þessu dóti til að skafa af því. Drullan sem stoppaði það að ég gæti törnað vélinni var innan við 1 mm svo það er ekkert hægt að taka nema það hafi verið búið áður sem ég veit ekki.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Bella

Postfrá svarti sambo » 30.des 2014, 19:12

En er hægt að setja afkastameira lofthjól í túrbínuna og auka olíumagnið frá verki. s.s. meira loft + meiri olía = more power. Hringla aðeins í magnstillistönginni á verkinu, samhliða öðru lofthjóli.
Fer það á þrjóskunni


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Bella

Postfrá Grímur Gísla » 30.des 2014, 19:15

Guðni, er ekki eina vitið að breikka Bellu, svo fullvaxnir félagar geti ferðast samann án franskra áhrifa.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Bella

Postfrá svarti sambo » 30.des 2014, 19:18

Grímur Gísla wrote:Guðni, er ekki eina vitið að breikka Bellu, svo fullvaxnir félagar geti ferðast samann án franskra áhrifa.


Já, Svo þetta sé ekki bara einmanna bíll.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 30.des 2014, 20:16

Grímur ég ætla að vera einn í þessu apparati og hringla út í eitt í þessu dótti öllu setja kósengas á vélina og blása eins og hún getur orkað þessi túrbínu drusla eða setja túrbínu af gömlu subaru sem ætti að koma fyrr inn og reyna að vera með bílinn undir 1200 kg tóman


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2014, 15:28

Sælir félagar byrjaði að slípa ventla og skoða legurnar í vélinni.Aðeins tildrag var í öftustu stangarlegunni og lagaði ég það með 400 pappír og steinolíu og tókst það vel. Annað var óaðfinnanlegt. Hringar og stimpilbolti voru eins og nýtt. Svo ekki þarf að hafa áhyggjur af þessu.
Viðhengi
smá sprungur í forkamrinum.JPG
smá sprungur í forkamrinum.JPG (160.22 KiB) Viewed 4358 times
í lagi með ventlafóðringarnar.JPG
í lagi með ventlafóðringarnar.JPG (188.71 KiB) Viewed 4358 times
byrjað að slípa.JPG
byrjað að slípa.JPG (178.97 KiB) Viewed 4358 times
sveifarásinn eins og nýr.JPG
sveifarásinn eins og nýr.JPG (155.65 KiB) Viewed 4358 times
Fyrsti ventillinn kominn.JPG
Fyrsti ventillinn kominn.JPG (176.24 KiB) Viewed 4358 times
skoðuðum stanga legurnar þessi var verst eða sú aftasta að eins dreginn slípaði hanni til með 400 pappír og steinolíu.JPG
skoðuðum stanga legurnar þessi var verst eða sú aftasta að eins dreginn slípaði hanni til með 400 pappír og steinolíu.JPG (127.49 KiB) Viewed 4358 times
höfuðlegurnar mjög góðar og sveifarásinn líka.JPG
höfuðlegurnar mjög góðar og sveifarásinn líka.JPG (127.25 KiB) Viewed 4358 times
eins og nýr á eftir.JPG
eins og nýr á eftir.JPG (187.69 KiB) Viewed 4358 times
aðeins hvítmálmur á sveifvarásnum pússaði hann létt með 400 pappír og steinolíu.JPG
aðeins hvítmálmur á sveifvarásnum pússaði hann létt með 400 pappír og steinolíu.JPG (154.11 KiB) Viewed 4358 times


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Bella

Postfrá olei » 31.des 2014, 15:48

Ég sé ekki betur en það séu sprungur á milli ventlasætanna í heddinu og einnig í eldbjörgunum. Veit ekki hversu mikið það kemur að sök en það er sannarlega ekki mælt með því - og alveg örugglega ekki í vélar sem stendur til að taka meira út úr en original.

Hvernig var það aftur með þessa 2.4 vél - voru ekki einhverjar ágerðir af þeim sem áttu til að bræða hraustlega úr sér á öftustu stangalegunni, jafnvel stimpla sig út? Ég man þetta ekki alveg en eitthvað rámar mig í það. Fyrst að dregið er til í öftustu stangalegunni gæti það verið vísbending um að hún fái ekki næga olíu. Þeir sem eru með Toyota sagnfræðina á hreinu þekkja þetta betur.
Síðast breytt af olei þann 31.des 2014, 16:20, breytt 1 sinni samtals.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bella

Postfrá villi58 » 31.des 2014, 16:02

Sumir hafa ekki haft áhyggjur af svona sprungum og sett bara saman, reyndar ekki óskastaða en getur enst ansi lengi áður en eitthvað gerist. Að auka álag flítir fyrir endingu eins og við vitum en þetta fer eftir því hvað menn eru mjúkir á gjöfinni, bara passa upp á að vélin fái nóga kælingu. Sumir hafa sett túrbínur á svona vélar þrátt fyrir að þær séu ekki gerðar til þess. Hafðu bara nóg af Prolong á vélinni og þá ætti hún að endast töluvert lengi.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Bella

Postfrá ellisnorra » 31.des 2014, 16:40

Þessar sprungur milli ventla eru bara standart á 2L toy. Hef aldrei séð hedd án þess að vera með svona sprungur á milli flestra eða allra ventla, og hef ég haft þetta dót töluvert milli handanna. En það þýðir ekki að það sé gott! En samt ekki alltaf ónýtt.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2014, 16:58

Sælir félagar ég held að þetta sé nærri því orginal þessar sprungur í þessum heddum. En þetta verður látið snúast. Var búinn að heyra þetta með öftustu stangarleguna veit ekki hvað er hægt að gera í því. Ekki langt síðan í kílómetrum síðan þessi vél var tekin upp var mér sagt en svona til öryggis þá vildi ég skoða málið og svona lítur þetta út. Spurning hvort maður eigi að láta reyna á þetta eða henda þessu strax kveðja guðni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Bella

Postfrá olei » 31.des 2014, 17:08

Ég veit ekki hver ástæðan var fyrir því að þær fóru á öftustu stangalegunni, hvort það var af því að smurgöng stífluðust eða eitthvað annað. En hvað með eldbjargirnar - er það sem sýnist á myndunum að það séu sprungur í þeim? Ég hefði meiri áhyggjur af því ef til stendur að auka olíumagnið - sá þáttur veldur meiri hita í þeim.

Hinsvegar verður þessi bíll ekki í stífri brúkun og því bara fínt að henda þessu dóti saman og sjá svo hvað gerist. Hann verður þá bara dreginn heim, það nær varla lengra. Ef svo illa fer, þá verður vonandi komin reynsla á vélina - hvort menn hafi áhuga á því að púsla saman góðri vél eða skipta yfir í annað.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bella

Postfrá Startarinn » 31.des 2014, 17:53

Ég sé ekki betur en hvítmálmurinn sé búinn í þessari legu, og er hún þá ónýt.
Ekki spurning um hvort heldur hvenar hún rústar ásnum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2014, 18:13

Sæll Ástmar er ekki eyrlitur undir eða er þetta hvítt í gegn í dag.Í gamladaga kom fram eyrlitur þegar hvítmálmurinn eyddist. En það skiptir ekki máli ætla að skipta um allar stangalegurnar.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bella

Postfrá gislisveri » 31.des 2014, 18:19

Guðni, þarftu ekki að huga að steikinni? Eða gengur hún kannski hægaganginn í lo-lo og alles klar?

Áramótakveðja úr Mosó,
Gísli.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bella

Postfrá villi58 » 31.des 2014, 18:49

sukkaturbo wrote:Sæll Ástmar er ekki eyrlitur undir eða er þetta hvítt í gegn í dag.Í gamladaga kom fram eyrlitur þegar hvítmálmurinn eyddist. En það skiptir ekki máli ætla að skipta um allar stangalegurnar.

Mundi mæla rýmdina á öllum legum, gæti borgað sig að skipta um þær allar.

User avatar

Bubbi byggir
Innlegg: 175
Skráður: 10.aug 2014, 21:08
Fullt nafn: Hjalti Hafþórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1972

Re: Bella

Postfrá Bubbi byggir » 31.des 2014, 18:50

Sæll vertu frændi!!
Þér fellur aldrei verk úr hendi, viltu ekki bara setja sexuna ur fordinum niður hjá þér, hún er að fara úr hjá mér.
Áramóta kveðja frá Reykhólagenginu.
Allt gamalt er gott !!! og ég þar af leiðandi líka :-O


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 31.des 2014, 19:22

Sælir heyrðu já það er gamli dagur ég verð að fara að elda. Ég nota þessa vél hún hlítur að hanga saman næstu 500.000 km ég verð búinn að selja Bellu áður jafnvel innan tveggja daga. Frændi gott að heyra frá þér Ár frá okkur Bellu Gísli ár til þín og ykkar allra félagar.Kveðja úr skúrnum á sigló


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 01.jan 2015, 17:21

Sælir félagar vaknaði snemma á nýja deginum. Fór niður á verkstæði. Var bara einn á ferð í öllum bænum og ekki hræða sjáanleg. Bara æðislegt. Byrjaði á að taka allla stimplana úr vélinni. Þó nokkur sótbrún var í slífunum efst og þurfti ég að hreinsa þær frá til að ná stimplunum upp úr blokkinni. Ástandið á þeim var vonum framar. Legur heilar og sveifarásinn sléttur og fínn. Nema á aftasta þar sem dregist hafði til í legunni og voru leifar af hvítmálm á ásnum. Er búinn að slípa það niður með steinolíu og 400 pappír. Hægt að finna örlitið fyrir þessu ef maður rennir nögl eftir ásnum. Þó svo lítið að það skiptir vonandi ekki máli. Þetta hefur líklega bara gerst við það að törna vélinni eftir 15 ára stöðu. Þó ekki viss mun mæla það. Einnig var svört skán undir þeirri legu báðu megin í legu bakkanum sem hugsanlega hefur getað valdið stífni á legunni þegar fullhert var. Veit það samt ekki. Hringar voru allir lausir og hreinir að mestu.Virðist ekki mikið slit í þeim. Hélt áfram að slípa ventlana og gengur það hægt þar sem smá tæring virðist vera í tveimur sætum en það hefst með þolinmæði. Hætti ekki fyrr en hver ventill heldur steinolíu yfir nótt án þess að sjá smit með hausnum. Gott þrek próf á ventla slípun.Svo fæ ég hónara á morgun og fer yfir slífarnar og læt svo þessa yfirferð duga.
Viðhengi
slípa slípa.JPG
slípa slípa.JPG (172.16 KiB) Viewed 4238 times
st 3.JPG
st 3.JPG (122.23 KiB) Viewed 4238 times
og sár í sætum eins og eftir ryð eða tæringu.JPG
og sár í sætum eins og eftir ryð eða tæringu.JPG (188.06 KiB) Viewed 4238 times
stimplar komnir úr.JPG
stimplar komnir úr.JPG (117.6 KiB) Viewed 4238 times
stimplar á borði 1.JPG
stimplar á borði 1.JPG (137.4 KiB) Viewed 4238 times
stimp.JPG
stimp.JPG (136.74 KiB) Viewed 4238 times
blockk ætla að hona.JPG
blockk ætla að hona.JPG (115.69 KiB) Viewed 4238 times

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bella

Postfrá Startarinn » 01.jan 2015, 21:09

sukkaturbo wrote:Sæll Ástmar er ekki eyrlitur undir eða er þetta hvítt í gegn í dag.Í gamladaga kom fram eyrlitur þegar hvítmálmurinn eyddist. En það skiptir ekki máli ætla að skipta um allar stangalegurnar.


Það er ekki algilt lengur, kopar er svo dýr að menn reyna allt til að færa sig yfir í önnur efni, nú orðið sér maður bara litbeytingu, málmurinn undir glansar meira eins og á myndinni hjá þér.
Hvítmálmurinn sjálfur er svo linur að þú markar í nýja legu með fingraförunum einum saman ef legan er þurr. Svo ég hugsa að 400 pappírinn hafi runnið beint í gegn um hann ef legan var ekki orðin svona slitin fyrir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Bella

Postfrá jongud » 02.jan 2015, 09:14

Það eru alltaf jafn vönduð vinnubrögðin hjá þér Guðni.
En ég er með eina spurningu; ætlar þú að þrýstiprófa heddið?
Ef það er enginn sem gerir svoleiðis í nágrenni við þig, þá ættir þú að vera með einhver brögð upp í erminni til að gera það sjálfur.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 02.jan 2015, 12:09

Sæll Jón og takk fyrir það. Ég get ekki prófað heddið hér á sigló.Því miður og tek ansi stóran séns þar veit ég. En ég pantaði legur í vélina í morgun og tímareym og heddpakkningu og kostaði það um 30.000 sem er gott verð fynnst mér.Síðan fór ég með spýssana í yfirferð.Eru einhver skúra ráð til sem hægt er að notast við í þrýstiprófi ??


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bella

Postfrá villi58 » 02.jan 2015, 12:20

sukkaturbo wrote:Sæll Jón og takk fyrir það. Ég get ekki prófað heddið hér á sigló.Því miður og tek ansi stóran séns þar veit ég. En ég pantaði legur í vélina í morgun og tímareym og heddpakkningu og kostaði það um 30.000 sem er gott verð fynnst mér.Síðan fór ég með spýssana í yfirferð.Eru einhver skúra ráð til sem hægt er að notast við í þrýstiprófi ??

Guðni! Hvar er best að kaupa legurnar ?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Bella

Postfrá svarti sambo » 02.jan 2015, 12:24

Er ekki nóg að setja tvö 10x100 flatjárn undir og bora eftir heddboltagötunum og setja svo gúmmípakningu á milli. þá ertu búinn að loka kæligöngunum undir og svo er bara að koma eins bara loftþrýsting í kæliganginn, þar sem t.d. neminn á að vera. Prófa þetta bæði heitt og kalt, setja bara í heitt bað ca: 100°C með þrýstingi á og fylgjast með. Láta heddið hitna í 100°C.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 02.jan 2015, 12:44

Sæll Villi ég versla allt hjá Kistufelli alveg frábærir strákar þar. Ræddi bæði við Bjössa og Begga og allt til. Með þrýstiprófið ég ætla að taka séns á að þetta sé í lagi. Er búinn að setja réttskeið á heddið og virðist það vera gott og svo er ég búinn að skoða þetta með lækna ljósi og stækkunargleri og tók Blöðruhálskirtils skoðun á sjálfum mér í leiðinni og notaði bakkmyndavélar linsuna í það. Alveg ótrúleg myndgæði.
Síðast breytt af sukkaturbo þann 02.jan 2015, 21:09, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Bella

Postfrá jongud » 02.jan 2015, 20:42

sukkaturbo wrote:Sæll Jón og takk fyrir það. Ég get ekki prófað heddið hér á sigló.Því miður og tek ansi stóran séns þar veit ég. En ég pantaði legur í vélina í morgun og tímareym og heddpakkningu og kostaði það um 30.000 sem er gott verð fynnst mér.Síðan fór ég með spýssana í yfirferð.Eru einhver skúra ráð til sem hægt er að notast við í þrýstiprófi ??


Ég myndi líklega prófa að bolta heddið á vélina og útbúa gúmmípakkningu á milli, þá þarf ekkert að vesenast með að útbúa neitt sérstakt undir heddið. Hafa göt gúmmípakkningunni fyrir boltana eingöngu.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 05.jan 2015, 12:35

Sælir félagar þá er loksins búið að slípa þannig að ventlarnir halda steinolíu. Það tók margar umferðir og langan tíma en hafðist með þolinmæði. Opnaði hliðina á blokkinni hægramegin en þar inn í hliðinni er smurkælir kældur með kælivatni vélarinnar. Þessir kælar hafa átt til að skemmast eða að byrja að leka og hefur þá farið kælivatn í smurolíuna og olía í kælivatnið. Þessi er eins og nýr og engin tæring eða ryðlitur sjánlegur. Líklega úr rústfríu efni. Svo hann er eins og nýr og það þarf ekki að hafa áhyggjur af á næstu árum. Stipmplarnir hafa legið í steinolíu baði í viku og eru orðnir hreinir og ekkert sót undir hringum. Nýjar legur í á morgun og byrja að raða saman.
Viðhengi
sveifarás.JPG
sveifarás.JPG (149.82 KiB) Viewed 4023 times
stimplar í steinolíu baði.JPG
stimplar í steinolíu baði.JPG (130.13 KiB) Viewed 4023 times
kælir.JPG
kælir.JPG (133.27 KiB) Viewed 4023 times
smurkælir.JPG
smurkælir.JPG (134.11 KiB) Viewed 4023 times
olíukælir eins og nýr.JPG
olíukælir eins og nýr.JPG (80.42 KiB) Viewed 4023 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 08.jan 2015, 20:56

Sælir félagar þá er vélinn ný upptekinn. Þetta er ein af þeim aðferðum sem ég nota þegar ég tek upp 2,4 disel turbó hilux vél. Þetta er bara kettlingur eða er ég kanski svona feitur.
Viðhengi
2015-01-08 10-38-35-SÞ-016.JPG
setja hana á grindina
2015-01-08 10-38-35-SÞ-016.JPG (399.5 KiB) Viewed 3922 times
2015-01-08 10-38-32-SÞ-015.JPG
Svona hélt ég að ætti að taka upp vélar
2015-01-08 10-38-32-SÞ-015.JPG (369.06 KiB) Viewed 3922 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Bella

Postfrá jongud » 09.jan 2015, 08:12

Er það ekki með díselvélar eins og rafsuðurnar í gamla daga?
Ef maður gat lyft þeim þá voru þær ekki nógu öflugar.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bella

Postfrá villi58 » 09.jan 2015, 10:49

sukkaturbo wrote:Sælir félagar þá er vélinn ný upptekinn. Þetta er ein af þeim aðferðum sem ég nota þegar ég tek upp 2,4 disel turbó hilux vél. Þetta er bara kettlingur eða er ég kanski svona feitur.

Til hvers var maður að smíða mótorgálga og bruðla í talíu ?????


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Bella

Postfrá juddi » 09.jan 2015, 11:40

Er Nonni bara einn í klappliðinu
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 09.jan 2015, 12:24

Sælir félagar já hann Nonni vinur minn kemur á hverjum degi ásamt tveimur vinum sínum og þeir fá sér kaffi og passa að ég geri þetta almenni lega.Flottir eldriborgarar með allt á hreinu. Nú í mrogun var vélin tímuð inn og ventlar stilltir. Set mynd af því hér. Merkið á sveifarásnum sést varla á mynd en það snýr upp.
Viðhengi
DSC00723.JPG
DSC00723.JPG (163.13 KiB) Viewed 3832 times


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 11.jan 2015, 15:10

Sælir félagar þetta potast kominn á grindina
Viðhengi
kominn á grind.JPG
kominn á grind.JPG (145.32 KiB) Viewed 3731 time


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Bella

Postfrá sukkaturbo » 15.jan 2015, 15:38

Sælir félagar þá átti að setja í gang. Ádreparin tengdur inn á 12-V og glóðarkertin. Búið að ná upp olíu. Hitaði í 20 sek og startaði og vélinn hökti í gang en hristist eins og blautur hundur. Reyndi aftur og en fór hún í gang en gekki illa og náði ekki snúning. Hætti þá og fór í fílu.
Fór að skoðaði allt aftur tók framan af vélinni og tók myndir af stöðu hjóla sést ef vel er skoðað hvítir punktar á hjólunum hvort hún væri ekki rétt tímuð. Á knastásnum er punkturinn til hliðar því kíllinn á knastásnum á að snúa beint upp en hann er undir skífunni og boltanum ef ég skil þetta rétt. Fór yfir ventlana aftur og allt virðist vera flott og fínt. Fór þá að skoða glóðarkertin og voru þau öll ónýt en voru í lagi þegar ég prufaði þau með 12 voltum áður en ég setti þau í og mældi þau líka í lagi áður en ég prufaði þau með 12 voltum. Rétt snerti þau með 12 voltum þannig að þau urðu ekki rauð kom bara smá reykur. Nú þegar ég tók þau úr aftur og ég fór að glugga í þau með stækkunargleri til að finna númer sá ég að þau eru gerð fyrir 6 volt og voru þau öll ÓNÝT. Helvítis kertin. Það ætti að setja þetta drasl upp í rassgatið á jólasveininum og setja 24 volt á þau í hálftíma.En fann eftir nokkra leit ND kerti í Bílanaust sem eru fyrir 11 volt og takka til að styðja á til að kveikja á þeim. Verð að búa mér til handstýringu eða finna einhverja lausn á þessu þar sem þetta er að fara í Bellu sukku sem var bensín bíll og ekkert svona dót til að stýra þessu. Spurning hvort hægt sé að mixa þetta úr gamalli toyota disel 91 með einhverjum relyum. Þekki það bara ekki.Fróðir menn segja þessa vél ekki fara í gang nema að hafa forhitun í lagi. Nú svo er eitt hitakerti í soggreininni risahlunkur á stærð við svertingja tippi hvernig sem á að tengja það. Kanski veit það einhver hér. Kveðja Guðni
Viðhengi
DSC00741.JPG
DSC00741.JPG (160.08 KiB) Viewed 3575 times
DSC00739.JPG
DSC00739.JPG (139.47 KiB) Viewed 3576 times
DSC00740.JPG
DSC00740.JPG (163.73 KiB) Viewed 3576 times


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir